Innlent

Ekið á barn í Kópavogi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ekið var á barn við Krónuna í Vallakór í Kópavogi í kvöld. Barnið klemmdist á milli bílsins og verslunarinnar eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sjúkrabílar sendir staðinn og barnið flutt á slysadeild Landspítalans. Barnið var með áverka á fæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×