Erlent

Skylda Tyrklands að sigra ISIS

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Erdogan ætlar að láta til sín taka í Sýrlandi.
Erdogan ætlar að láta til sín taka í Sýrlandi. vísir/nordic photos
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, segir landið skyldugt til að sigra Íslamska ríkið í Sýrlandi.

Erdogan segir í tilkynningu að aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi upp á síðkastið séu bara fyrstu skrefin í baráttunni við hryðjuverkasamtökin. Hann sagði að það þyrfti að ganga frá samtökunum í Sýrlandi og koma andstæðingunum á þann stað að ekki sé hægt að ráðast á Tyrkland.

Erdogan hefur á seinustu dögum bolað 24 kúrdískum bæjarstjórum úr embætti. Hann telur þá hafa verið í tengslum við uppreisnarhópa. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og þurfti lögregla meðal annars að beita táragasi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands

Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×