Hrafnhildur: Getur allt gerst á Ólympíuleikum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2016 06:30 Hrafnhildur kampakát með verðlaunin í gær. Mynd/Högni Björn Ómarsson Hrafnhildur Lúthersdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug. Það gerði hún þegar hún vann til silfurverðlauna á EM í London í gær. Hrafnhildur bætti Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi í úrslitasundinu en hún kom þá í mark á 1:06,45 mínútum og bætti það um tæpa hálfa sekúndu. Hún var 0,28 sekúndum á eftir heimsmethafanum Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,17 mínútum. Meilutyte hafði yfirburði frá fyrsta sundtaki en Hrafnhildur náði að vinna verulega á hana á seinni 50 metrunum með stórbrotnum endaspretti. Hrafnhildur var þriðja í snúningnum, á eftir hinni ítölsku Martinu Carraro, en stakk svo alla keppinauta sína um silfrið af og veitti Meilutyte verðuga keppni um gullið. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hrafnhildur sagði að hún hefði eingöngu hugsað um sjálfa sig í úrslitunum í gærkvöldi. „Ég gerði bara allt sem ég gat og treysti bæði æfingunum mínum og þjálfuninni. Það gekk greinilega svona vel upp,“ segir hún. „Ég var of mikið að fylgjast með Rutu í undanrásunum og raun undanúrslitunum líka. Ég áttaði mig ekki á því að ég var ekki að synda mitt sund heldur fremur að fylgja henni. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að mínu.“ Hún veit þó ekki hvernig á að útskýra magnaðan endasprett hennar en hún var meira en sekúndu á undan öllum öðrum keppendum á seinni 50 metrunum. „Kannski var það bara hugsunin um að koma mér á verðlaunapall. Ég bara gaf allt sem ég átti.“Verðlaunahafarnir Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, Rute Meiutyte og Chloe Tutton stilla sér upp fyrir ljósmyndara á EM í London í gær.vísir/EPAÁ eftir sína sterkustu grein Hrafnhildur fær lítinn tíma til að njóta árangursins því í morgunsárið hefjast undanrásir í 200 m bringusundi sem hefur hingað til talist hennar sterkasta grein. „Ég hlakka bara til og er spennt fyrir því. Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa talað um að 200 metrarnir eigi betur við mig. Vonandi geri ég jafn vel í dag, ef ekki bara betur.“ Meilutyte keppir ekki í 200 m bringusundi en í staðinn fær Hrafnhildur að etja kappi við hina dönsku Rikke Möller Pedersen sem er heimsmethafi í greininni. Þær eru saman í 4. riðli í dag og synda hlið við hlið á fjórðu og fimmtu braut. „Auk hennar eru margar ungar stelpur að koma upp og þetta verður því hörkukeppni,“ segir Hrafnhildur sem er vitanlega hæstánægð með árið hingað til.Hrafnhildur Ósk.Mynd/Magnús TryggvasonFer eins langt og ég get í Ríó „Ég hef náð að taka jöfnum og góðum framförum og svo er stefnt að því að ná toppnum á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir hún en miðað við árangur gærdagsins er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hún geti blandað sér í baráttu um verðlaun í Ríó í sumar. „Það var alltaf markmið mitt að ná þessum árangri á EM og gera svo mitt besta á Ólympíuleikum. Komast eins langt og ég get,“ segir hún. „Og það er alveg ljóst að það getur alltaf allt gerst á Ólympíuleikum. Þar eru alltaf einhverjir sem ná að koma á óvart og einhverjir sem verða góðir með sig og dala. Það er því ekkert útilokað,“ segir silfurkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05 Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug. Það gerði hún þegar hún vann til silfurverðlauna á EM í London í gær. Hrafnhildur bætti Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi í úrslitasundinu en hún kom þá í mark á 1:06,45 mínútum og bætti það um tæpa hálfa sekúndu. Hún var 0,28 sekúndum á eftir heimsmethafanum Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,17 mínútum. Meilutyte hafði yfirburði frá fyrsta sundtaki en Hrafnhildur náði að vinna verulega á hana á seinni 50 metrunum með stórbrotnum endaspretti. Hrafnhildur var þriðja í snúningnum, á eftir hinni ítölsku Martinu Carraro, en stakk svo alla keppinauta sína um silfrið af og veitti Meilutyte verðuga keppni um gullið. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hrafnhildur sagði að hún hefði eingöngu hugsað um sjálfa sig í úrslitunum í gærkvöldi. „Ég gerði bara allt sem ég gat og treysti bæði æfingunum mínum og þjálfuninni. Það gekk greinilega svona vel upp,“ segir hún. „Ég var of mikið að fylgjast með Rutu í undanrásunum og raun undanúrslitunum líka. Ég áttaði mig ekki á því að ég var ekki að synda mitt sund heldur fremur að fylgja henni. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að mínu.“ Hún veit þó ekki hvernig á að útskýra magnaðan endasprett hennar en hún var meira en sekúndu á undan öllum öðrum keppendum á seinni 50 metrunum. „Kannski var það bara hugsunin um að koma mér á verðlaunapall. Ég bara gaf allt sem ég átti.“Verðlaunahafarnir Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, Rute Meiutyte og Chloe Tutton stilla sér upp fyrir ljósmyndara á EM í London í gær.vísir/EPAÁ eftir sína sterkustu grein Hrafnhildur fær lítinn tíma til að njóta árangursins því í morgunsárið hefjast undanrásir í 200 m bringusundi sem hefur hingað til talist hennar sterkasta grein. „Ég hlakka bara til og er spennt fyrir því. Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa talað um að 200 metrarnir eigi betur við mig. Vonandi geri ég jafn vel í dag, ef ekki bara betur.“ Meilutyte keppir ekki í 200 m bringusundi en í staðinn fær Hrafnhildur að etja kappi við hina dönsku Rikke Möller Pedersen sem er heimsmethafi í greininni. Þær eru saman í 4. riðli í dag og synda hlið við hlið á fjórðu og fimmtu braut. „Auk hennar eru margar ungar stelpur að koma upp og þetta verður því hörkukeppni,“ segir Hrafnhildur sem er vitanlega hæstánægð með árið hingað til.Hrafnhildur Ósk.Mynd/Magnús TryggvasonFer eins langt og ég get í Ríó „Ég hef náð að taka jöfnum og góðum framförum og svo er stefnt að því að ná toppnum á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir hún en miðað við árangur gærdagsins er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hún geti blandað sér í baráttu um verðlaun í Ríó í sumar. „Það var alltaf markmið mitt að ná þessum árangri á EM og gera svo mitt besta á Ólympíuleikum. Komast eins langt og ég get,“ segir hún. „Og það er alveg ljóst að það getur alltaf allt gerst á Ólympíuleikum. Þar eru alltaf einhverjir sem ná að koma á óvart og einhverjir sem verða góðir með sig og dala. Það er því ekkert útilokað,“ segir silfurkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05 Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05
Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45