Erlent

Trudeau biðst afsökunar á að hafa gefið þingkonu olnbogaskot

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur beðist afsökunar á því að gefa þingkonu stjórnarandstöðunnar olnbogaskot í þinginu þar í landi. Atvikið hefur valdið miklu uppnámi meðal þingmanna. Konan, Ruth Ellen Brosseau, sem varð fyrir olnbogaskotinu þurfti að yfirgefa þingsalinn vegna „tilfinningalegs uppnáms“.

Trudeau segist ekki hafa séð konuna, þegar hann hjálpaði stjórnarþingmanni að komast í gegnum hóp stjórnarandstöðuþingmanna. Þingmenn segja hann hafa sagt þeim að „drulla sér frá“ (e. Get the fuck out of the way).

Leiðtogi flokks Brosseau, NDP, öskraði skömmu seinna á Trudeau, að hann væri aumkunarverður fyrir að hafa gefið henni olnbogaskotið.

Trudeau hefur beðist afsökunar á atvikinu og segist ekki hafa séð Brosseau.

Samkvæm Sky News hefur forseti þingsins ákveðið að málið verði rannsakað af nefnd sem skipuð verður af fulltrúum allra þingflokka.

Forsætisráðherrann biðst afsökunar. Brosseau um atvikið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×