Innlent

Ráðherra lokar Kumbaravogi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. vísir/pjetur
„Ekki hefur verið brugðist við ábendingum Embættis landlæknis með viðunandi hætti þegar eftir því hefur verið gengið,“ segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu þar sem kynnt er sú ákvörðun heilbrigðisráðherra að loka hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Suðurlandi.

„Embætti landlæknis hefur ítrekað gert athugasemdir við forstöðumann Kumbaravogs um aðbúnað íbúa á heimilinu og krafist úrbóta, meðal annars vegna slælegs ástands húsnæðisins og ófullnægjandi mönnunar,“ segir í tilkynningunni. Ekki hafi komið fram neinar upplýsingar sem bendi til þess að vænta megi nauðsynlegra úrbóta.

Loka á Kumbaravogi í síðasta lagi 31. mars. Þar eru nú 29 íbúar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×