Þingmenn VG og BF vilja auka tekjur ríkissjóðs Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. desember 2016 20:00 Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þingmenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja hins vegar nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af þeim fjármunum sem þeim eru ætlaðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Forstjóri Landspítalans hefur lýst frumvarpinu sem hamförum – óbreytt frumvarp muni þýða styrjaldarástand, fjöldauppsagnir og höggva þurfi niður þjónustu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur sagt að verði frumvarpið að lögum bendi allt til þess að gæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju landsins. Fjársveltið muni lama Landhelgisgæsluna. Þá hafa háskólarnir sagt viðvarandi undirfjármögnun ógna öllu starfi þeirra. Óbreytt frumvarp muni þýða að háskólarnir þurfi að skerða þjónustu við nemendur. En forsenda þess að frekari fjármunir verði settir í meðal annars heilbrigðis- og menntamál er að ríkið afli frekari tekna eða skeri niður í öðrum málaflokkum. Tekjuöflunarhluti fjárlaga er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd en ekki er samstaða um það í nefndinni hvort afla þurfi frekari tekna. Tekjurnar aldrei verið meiri „Tekjurnar hafa aldrei verið meiri. Þetta er mjög mikil aukning á útgjöldum milli ára og hefur verið það öll síðustu ár. Það má eiginlega segja að þetta sé metár núna. Þannig að það er mjög öfugsnúið að fara í frekari tekjuöflun til að eyða enn meira í ástandi eins og nú er,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þó sé hugsanlegt að auka við fjármagn til meðal annars heilbrigðis- og menntamála. „Þá með einhvers konar millifærslu, það er að segja að skera niður á einum stað og auka á öðrum stað,” segir Brynjar. Hægt að fjármagna með hærri veiðigjöldum Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í efnahags- og viðskiptanefnd, segir hins vegar ljóst að auka þurfi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, til að mynda með hærri veiðigjöldum. „Það er allavega ljóst að fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út núna dugir ekki til. Við verðum að bæta í innviðauppbyggingu, bæta í heilbrigðiskerfið og menntamálin og vegi og annað. Þannig að eins og það lítur út í dag að þá þurfum við að afla frekari tekna,” segir Björt.Auðlegðarskattur og hátekjuskattur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem einnig situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir unnið að samkomulagi í fjárlaganefnd um aukið fjármagn til tiltekinna málaflokka. „Ef slík samkomulag næst fram að þá þarf væntanlega að styrkja tekjustofnana á móti, því það skiptir auðvitað máli að þetta sé gert með ábyrgum hætti,” segir Katrín. Það sé hægt að gera meðal annars með hærri veiðigjöldum og sérstökum auðlegðarskatt. „Við höfum líka bent á leiðir til þess að taka upp einhvers konar hátekjuþrep, bæði í fjármagnstekjum og launatekjum. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að styrkja tekjustofna ríkisins án þess að það bitni á almenningi,” segir Katrín. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þingmenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja hins vegar nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af þeim fjármunum sem þeim eru ætlaðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Forstjóri Landspítalans hefur lýst frumvarpinu sem hamförum – óbreytt frumvarp muni þýða styrjaldarástand, fjöldauppsagnir og höggva þurfi niður þjónustu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur sagt að verði frumvarpið að lögum bendi allt til þess að gæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju landsins. Fjársveltið muni lama Landhelgisgæsluna. Þá hafa háskólarnir sagt viðvarandi undirfjármögnun ógna öllu starfi þeirra. Óbreytt frumvarp muni þýða að háskólarnir þurfi að skerða þjónustu við nemendur. En forsenda þess að frekari fjármunir verði settir í meðal annars heilbrigðis- og menntamál er að ríkið afli frekari tekna eða skeri niður í öðrum málaflokkum. Tekjuöflunarhluti fjárlaga er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd en ekki er samstaða um það í nefndinni hvort afla þurfi frekari tekna. Tekjurnar aldrei verið meiri „Tekjurnar hafa aldrei verið meiri. Þetta er mjög mikil aukning á útgjöldum milli ára og hefur verið það öll síðustu ár. Það má eiginlega segja að þetta sé metár núna. Þannig að það er mjög öfugsnúið að fara í frekari tekjuöflun til að eyða enn meira í ástandi eins og nú er,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þó sé hugsanlegt að auka við fjármagn til meðal annars heilbrigðis- og menntamála. „Þá með einhvers konar millifærslu, það er að segja að skera niður á einum stað og auka á öðrum stað,” segir Brynjar. Hægt að fjármagna með hærri veiðigjöldum Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í efnahags- og viðskiptanefnd, segir hins vegar ljóst að auka þurfi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, til að mynda með hærri veiðigjöldum. „Það er allavega ljóst að fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út núna dugir ekki til. Við verðum að bæta í innviðauppbyggingu, bæta í heilbrigðiskerfið og menntamálin og vegi og annað. Þannig að eins og það lítur út í dag að þá þurfum við að afla frekari tekna,” segir Björt.Auðlegðarskattur og hátekjuskattur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem einnig situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir unnið að samkomulagi í fjárlaganefnd um aukið fjármagn til tiltekinna málaflokka. „Ef slík samkomulag næst fram að þá þarf væntanlega að styrkja tekjustofnana á móti, því það skiptir auðvitað máli að þetta sé gert með ábyrgum hætti,” segir Katrín. Það sé hægt að gera meðal annars með hærri veiðigjöldum og sérstökum auðlegðarskatt. „Við höfum líka bent á leiðir til þess að taka upp einhvers konar hátekjuþrep, bæði í fjármagnstekjum og launatekjum. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að styrkja tekjustofna ríkisins án þess að það bitni á almenningi,” segir Katrín.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira