Sport

Yfir þúsund rússneskir íþróttamenn á ólöglegum lyfjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vladimir Pútin, forseti Rússlands, með rússneskum íþróttamönnum.
Vladimir Pútin, forseti Rússlands, með rússneskum íþróttamönnum. vísir/getty

Í nýrri skýrslu um ólöglega lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna er ljóstrað upp um skipualagða lyfjanotkun Rússa sem nær til yfir 1.000 íþróttamanna.

Þessir íþróttamenn koma úr fleiri en 30 íþróttagreinum.

Í þessari nýju skýrsli frá alþjóðlegu lyfjaeftirlitsnefndinni, WADA, eru meðal annars lögð fram gögn sem sanna að skipt hafi verið á lyjfasýnum á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014.

Einn af rannsóknarmönnunum segir að þetta skipulagða lyfjasvindl nái alla leið upp til íþróttaforystunnar í Rússlandi, lyfjaeftirlitsins þar í landi og jafnvel til leyniþjónustunnar sem hafi aðstoðað við svindlið.

„Það er ómögulegt að vita hversu stórt þetta svindl er í raun og veru og hversu lengi það hafi staðið yfir,“ sagði Richard McLaren hjá WADA en sannanir eru um að þau stóðu að minnsta kosti frá 2011 til 2015.

„Í mörg ár hafa Rússar stolið stórkeppnum í íþróttum. Þjálfarar og íþróttamenn hafa svindlað. Íþróttaunnendur hafa verið blekktir og það er kominn tími á að það stoppi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×