Kallaðir mamma og pabbi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 12:00 Kormákur og Skjöldur rifja upp góðar minningar. Kormákur og Skjöldur eiga að baki ævintýralegan feril í rekstri. Fréttablaðið/Eyþór Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar var stofnuð í Reykjavík fyrir jólin 1996 af Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni. Þá bjuggu þeir í sama húsi á Lindargötunni og létu sig dreyma um frama og skjótfenginn gróða. „Herrafataverslunin byrjaði sem svolítið grín,“ segir Kormákur frá. „Ég bjó niðri með Dýrleifu og Skjöldur bjó uppi með systur minni, Halldóru. Við sátum stundum við bjórdrykkju og fengum þá alls konar hugmyndir sem enduðu með því að við slógum í gegn og urðum ríkir. Eitt kvöldið fengum við þessa hugmynd um Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Vorum að spá í að hafa nafnið Herrafataverslun Kormákus og Skjölds, beygja heitið vitlaust og fá alla málfræðinga þjóðarinnar í stríð við okkur. Þetta fannst okkur voðalega sniðugt og fyndið. En þá fengu konurnar okkar bara alveg nóg og börðu í borðið. Þær voru komnar með alveg nóg af öllum þessum hugmyndum sem ekkert varð úr. „Þið gerið aldrei neitt! sagði Dýrleif og skoraði á okkur.“Kormákur og SkjöldurSeldu spjarir af ættingjum Daginn eftir voru þeir komnir með húsnæði í verslun Dýrleifar Örlygsdóttur, Dýrinu, sem þá var á Hverfisgötunni. „Við tókum ákvörðun og keyptum málningu. Það var eina fjárfestingin sem við lögðum í. Við fundum svo einhver rör sem við felldum í veggina. Svo hringdum við bara í alla ættingja okkar og vini og spurðum hvort þeir gætu gefið okkur gömul föt. Við ætluðum að selja það mikið um jólin að við gætum boðið konunum okkar á nýárskvöld eitthvað fínt út að borða,“ segir Kormákur. „Þetta tókst og við fórum á nýársfagnað í Þjóðleikhúskjallaranum, það þótti fínt þá, rosa matseðill og dansiball. Við stóðum okkur vel,“ segir hann. Skjöldur segir þá hafa verið nokkuð ánægða með sig. „Við fengum mann til að gera lógó fyrir okkur, þegar það var komið upp þá fannst okkur það svo flott,“ segir hann og spyr Kormák hvort hann muni ekki vel eftir því hvað þeir voru uppnumdir.Sat og prjónaði „Jú, og síðan sækir Ragnar Kjartansson listamaður um vinnu hjá okkur,“ rifjar Kormákur upp. „Við gerðum hann strax að verslunarstjóra. Við trúðum því að hann hefði mikið til brunns að bera, hann gæti líka gert þetta leikhús sem við vildum hafa í kringum reksturinn. Það var gaman að koma inn í búðina þegar hann stýrði henni. Hann kannski sat í stól og prjónaði í jakkafötunum,“ segir Kormákur.Kormákur og SkjöldurJohn töff í Amsterdam Skjöldur segir eftirspurn í borginni eftir notuðum fötum fyrir karlmenn hafa haft sitt að segja. Það voru til verslanir með notuð föt fyrir konur en það vantaði verslun með notaðan fatnað fyrir herra.“ „Já,“ segir Kormákur. „Ég fékk lán hjá pabba og við brunuðum til Amsterdam. Ég hafði svo oft farið með Dýrleifu þangað og ég þekkti hennar kontakta. Við straujuðum tvo Johnna sem voru alveg í sitthvorum geiranum. Annan kölluðum við John töff. Hinn var bara týpískur Hollendingur sem vissi alveg hvað hann var að gera. Báðir með risavörugeymslur sem við gátum kafað í. Sérstaklega John töff. Í geymslunni hans voru dýrindis loðfeldir sem hann gat ekki selt vegna ágangs PETA. Þeir kostuðu ekkert. Við hefðum átt að kaupa þetta og búa til eitthvað fallegt úr þessu en við áttum bara ekki pening til að vera gáfaðir,“ Þeir komu drekkhlaðnir af fatnaði frá Amsterdam og var skömmu síðar bent á húsnæði á Skólavörðustíg.Kormákur og SkjöldurFyrsta 100% lánið „Við fengum það leigt en með forkaupsrétti. Það er það sniðugasta sem við höfum nokkurn tímann gert,“ segir Skjöldur. „Við náðum festu þar og öll okkar viðskipti voru í Spron þar fyrir neðan. Við sáum um menningarnótt fyrir Sparisjóðinn og áttum í góðum samskiptum við þá. Svo kemur einhver og ætlar að kaupa þetta hús en þá erum við með forkaupsrétt,“ rifjar Skjöldur upp. „Já, hah! Þá löbbum við bara yfir í Spron og fáum fyrsta 100% lánið,“ segir Kormákur sigri hrósandi. „Þeir reiknuðu bara út að það sem við vorum að borga í leigu var meira en greiðslur af húsnæðinu,“ segir Skjöldur. „En þetta var mikið streð,“ segir Kormákur. „Okkar laun voru fyrst einn bjórkassi og ein rauðvín á viku, eða var það ekki Skjöldur?“ „Jú, það var bara akkúrat þannig og í mörg ár,“ segir Skjöldur. „Ég trommaði auðvitað með og fékk einhvern tittlingaskít fyrir það. Þetta var erfitt en gaman,“ segir Kormákur.Já, já?… Þrátt fyrir streðið nutu þeir góðs af að hafa tekið ákvörðun um að kaupa fasteignina á Skólavörðustíg. „Erfitt var að finna notuð föt í góðum stærðum og við ákváðum að loka versluninni og selja húsnæðið. Ég borgaði allar vísaskuldirnar, sem ég var búinn að safna yfir langt tímabil. Skjöldur ákvað að kaupa fyrstu fasteignina sína. Þannig byrjuðum við á einhverjum eðlilegum núllpunkti,“ segir Kormákur. „Þannig að við værum ekki að drepast hreinlega,“ bætir hann við. Það líður eitt og hálft ár þar sem þeir félagar eru ekki að vinna saman eftir að fasteignin er seld. Þar til hugmyndin um Ölstofu Kormáks & Skjaldar er borin upp. „Þá kemur kunningi minn til mín og vill opna bar. Spyr hvort ég vilji koma inn í reksturinn. Ég samþykki það og hringi svo í Kormák og spyr hann: Hæ, ertu til í að kaupa bar? Já, já, allt í lagi, sagði hann og þar með var það ákveðið,“ rifjar Skjöldur upp. „Já, mér var farið að leiðast,“ útskýrir Kormákur. „Við opnum barinn og meðeigendur okkar detta svo fljótlega út, við erum þá tveir eftir með reksturinn,“ segir Skjöldur frá.Kormákur og SkjöldurPökkuðu breskri verslun í gám Herrafataverzlunin lá í dvala um skeið og þeir félagar skenktu ölið á Ölstofunni. Þá hefur samband vinur þeirra, Kjartan Sveinsson í Sigur Rós, sem þá bjó í gömlu draumaverksmiðju þeirra félaga á Lindargötunni. „Í gegnum viðskiptin höfðum við kynnst herrafataverslun í London sem við urðum mjög hrifnir af. Hún hét Bertie Wooster og bauð upp á ekta ensk herramannaföt úr miklum gæðaefnum og var að auki skemmtilega innréttuð. Við höfðum bent Kjartani á þessa verslun þar sem hann var áður viðskiptavinur hjá okkur. Hann hringir í Kormák sem þá er í sumarleyfi á Spáni, segist staddur í versluninni í London og hún og allt sem í henni er sé til sölu. Við hreinlega keyptum búðina með öllu sem í henni var og nutum aðstoðar frá vinum okkar, Þorláki Einarssyni, fyrrverandi innanbúðardreng, og Villa naglbít sem þá voru úti í námi. Við pökkuðum búðinni saman í risastóran gám og sendum heim. Þessi verslun eignaðist svo nýtt heimili í þessum kjallara hér,“ segir Skjöldur frá.Uppsveifla í heiladingli „Það var uppsveifla í heiladinglinum á okkur. Þetta var nefnilega ekkert dáið í okkur,“ segir Kormákur. „Við ákváðum síðan að hætta í notuðum fatnaði og hefja vandaða framleiðslu á fatnaði. Guðmundur Jörundsson, ungur piltur með mikinn áhuga á fatnaði, var ráðinn til starfa og var eins og hugur okkar. Þegar hann hefur nám sitt í fatahönnun gerðum við okkar fyrstu fatalínu. Nú framleiðum við gríðarlega mikið sjálfir, jakkaföt, skyrtur og peysur. Einnig erum við með gott teymi sem velur inn vörur í verslunina af kostgæfni og þar fer fremstur í flokki Guðbrandur kaupmaður,“ segir Skjöldur frá.Gæði og fegurð Skjöldur segir að þótt þeir félagar hafi farið úr notuðum fatnaði yfir í hágæðamerki og eigin framleiðslu hafi þeir alltaf viljað halda í ákveðinn stíl sem þeir kenna við herramann. „Þetta er svona breskur hefðarstíll og stefnan er alltaf gæði og fegurð. Fatnaður sem hentar okkur Íslendingum vel. Vöruúrvalið hefur aukist til muna, þá sérstaklega hversdagslegur fatnaður fyrir menn á öllum aldri.“ Hvernig er hinn vel klæddi herramaður að þeirra mati? Skjöldur reisir sig við í sætinu. „Ég skal segja þér það. Hann heitir Egill Ólafsson,“ segir hann og hlær.Þrjátíu nei og eitt já Nú hafa þeir félagar opnað nýja verslun á Skólavörðustíg 28 og bjóða þar einnig upp á fatnað fyrir dömur. „Löngu tímabært, við eigum húsnæðið og getum leyft okkur að þróa þessa verslun,“ segir Kormákur. En fá þeir enn þá svona margar hugmyndir? „Já, hvort við gerum,“ segir Kormákur. „Við fáum enn margar góðar hugmyndir saman.“ „En erum að verða svo gamlir að við gleymum þeim,“ segir Skjöldur. „Við ættum að fá okkur einkaritara til að fylgja okkur eftir,“ segir Kormákur. Hvað er karlmennska í ykkar huga? Hafið þið eitthvað þroskast? „Nei, við höfum lítið þroskast en karlmennska er í okkar huga herramennska. Maður sem ég myndi líta upp til er alltaf til í að aðstoða aðra. Í hans orðabók eru þrjátíu já á móti einu neii,“ segir Kormákur. „Að standa við orð sín og gjörðir, það finnst mér líka lýsa þessum góðu gildum.“Mamma og pabbi En hvað er í alvöru leyndarmálið á bak við velgengnina? „Ég held að það sé starfsfólkið sem okkur auðnaðist að fá til okkar. Starfsfólkið, það kallar okkur mömmu og pabba,“ segir Kormákur. Hvor er hvað? „Æi, ég er víst mamman, en það verður að hafa það,“ segir Kormákur og hlær. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira
Kormákur og Skjöldur eiga að baki ævintýralegan feril í rekstri. Fréttablaðið/Eyþór Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar var stofnuð í Reykjavík fyrir jólin 1996 af Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni. Þá bjuggu þeir í sama húsi á Lindargötunni og létu sig dreyma um frama og skjótfenginn gróða. „Herrafataverslunin byrjaði sem svolítið grín,“ segir Kormákur frá. „Ég bjó niðri með Dýrleifu og Skjöldur bjó uppi með systur minni, Halldóru. Við sátum stundum við bjórdrykkju og fengum þá alls konar hugmyndir sem enduðu með því að við slógum í gegn og urðum ríkir. Eitt kvöldið fengum við þessa hugmynd um Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Vorum að spá í að hafa nafnið Herrafataverslun Kormákus og Skjölds, beygja heitið vitlaust og fá alla málfræðinga þjóðarinnar í stríð við okkur. Þetta fannst okkur voðalega sniðugt og fyndið. En þá fengu konurnar okkar bara alveg nóg og börðu í borðið. Þær voru komnar með alveg nóg af öllum þessum hugmyndum sem ekkert varð úr. „Þið gerið aldrei neitt! sagði Dýrleif og skoraði á okkur.“Kormákur og SkjöldurSeldu spjarir af ættingjum Daginn eftir voru þeir komnir með húsnæði í verslun Dýrleifar Örlygsdóttur, Dýrinu, sem þá var á Hverfisgötunni. „Við tókum ákvörðun og keyptum málningu. Það var eina fjárfestingin sem við lögðum í. Við fundum svo einhver rör sem við felldum í veggina. Svo hringdum við bara í alla ættingja okkar og vini og spurðum hvort þeir gætu gefið okkur gömul föt. Við ætluðum að selja það mikið um jólin að við gætum boðið konunum okkar á nýárskvöld eitthvað fínt út að borða,“ segir Kormákur. „Þetta tókst og við fórum á nýársfagnað í Þjóðleikhúskjallaranum, það þótti fínt þá, rosa matseðill og dansiball. Við stóðum okkur vel,“ segir hann. Skjöldur segir þá hafa verið nokkuð ánægða með sig. „Við fengum mann til að gera lógó fyrir okkur, þegar það var komið upp þá fannst okkur það svo flott,“ segir hann og spyr Kormák hvort hann muni ekki vel eftir því hvað þeir voru uppnumdir.Sat og prjónaði „Jú, og síðan sækir Ragnar Kjartansson listamaður um vinnu hjá okkur,“ rifjar Kormákur upp. „Við gerðum hann strax að verslunarstjóra. Við trúðum því að hann hefði mikið til brunns að bera, hann gæti líka gert þetta leikhús sem við vildum hafa í kringum reksturinn. Það var gaman að koma inn í búðina þegar hann stýrði henni. Hann kannski sat í stól og prjónaði í jakkafötunum,“ segir Kormákur.Kormákur og SkjöldurJohn töff í Amsterdam Skjöldur segir eftirspurn í borginni eftir notuðum fötum fyrir karlmenn hafa haft sitt að segja. Það voru til verslanir með notuð föt fyrir konur en það vantaði verslun með notaðan fatnað fyrir herra.“ „Já,“ segir Kormákur. „Ég fékk lán hjá pabba og við brunuðum til Amsterdam. Ég hafði svo oft farið með Dýrleifu þangað og ég þekkti hennar kontakta. Við straujuðum tvo Johnna sem voru alveg í sitthvorum geiranum. Annan kölluðum við John töff. Hinn var bara týpískur Hollendingur sem vissi alveg hvað hann var að gera. Báðir með risavörugeymslur sem við gátum kafað í. Sérstaklega John töff. Í geymslunni hans voru dýrindis loðfeldir sem hann gat ekki selt vegna ágangs PETA. Þeir kostuðu ekkert. Við hefðum átt að kaupa þetta og búa til eitthvað fallegt úr þessu en við áttum bara ekki pening til að vera gáfaðir,“ Þeir komu drekkhlaðnir af fatnaði frá Amsterdam og var skömmu síðar bent á húsnæði á Skólavörðustíg.Kormákur og SkjöldurFyrsta 100% lánið „Við fengum það leigt en með forkaupsrétti. Það er það sniðugasta sem við höfum nokkurn tímann gert,“ segir Skjöldur. „Við náðum festu þar og öll okkar viðskipti voru í Spron þar fyrir neðan. Við sáum um menningarnótt fyrir Sparisjóðinn og áttum í góðum samskiptum við þá. Svo kemur einhver og ætlar að kaupa þetta hús en þá erum við með forkaupsrétt,“ rifjar Skjöldur upp. „Já, hah! Þá löbbum við bara yfir í Spron og fáum fyrsta 100% lánið,“ segir Kormákur sigri hrósandi. „Þeir reiknuðu bara út að það sem við vorum að borga í leigu var meira en greiðslur af húsnæðinu,“ segir Skjöldur. „En þetta var mikið streð,“ segir Kormákur. „Okkar laun voru fyrst einn bjórkassi og ein rauðvín á viku, eða var það ekki Skjöldur?“ „Jú, það var bara akkúrat þannig og í mörg ár,“ segir Skjöldur. „Ég trommaði auðvitað með og fékk einhvern tittlingaskít fyrir það. Þetta var erfitt en gaman,“ segir Kormákur.Já, já?… Þrátt fyrir streðið nutu þeir góðs af að hafa tekið ákvörðun um að kaupa fasteignina á Skólavörðustíg. „Erfitt var að finna notuð föt í góðum stærðum og við ákváðum að loka versluninni og selja húsnæðið. Ég borgaði allar vísaskuldirnar, sem ég var búinn að safna yfir langt tímabil. Skjöldur ákvað að kaupa fyrstu fasteignina sína. Þannig byrjuðum við á einhverjum eðlilegum núllpunkti,“ segir Kormákur. „Þannig að við værum ekki að drepast hreinlega,“ bætir hann við. Það líður eitt og hálft ár þar sem þeir félagar eru ekki að vinna saman eftir að fasteignin er seld. Þar til hugmyndin um Ölstofu Kormáks & Skjaldar er borin upp. „Þá kemur kunningi minn til mín og vill opna bar. Spyr hvort ég vilji koma inn í reksturinn. Ég samþykki það og hringi svo í Kormák og spyr hann: Hæ, ertu til í að kaupa bar? Já, já, allt í lagi, sagði hann og þar með var það ákveðið,“ rifjar Skjöldur upp. „Já, mér var farið að leiðast,“ útskýrir Kormákur. „Við opnum barinn og meðeigendur okkar detta svo fljótlega út, við erum þá tveir eftir með reksturinn,“ segir Skjöldur frá.Kormákur og SkjöldurPökkuðu breskri verslun í gám Herrafataverzlunin lá í dvala um skeið og þeir félagar skenktu ölið á Ölstofunni. Þá hefur samband vinur þeirra, Kjartan Sveinsson í Sigur Rós, sem þá bjó í gömlu draumaverksmiðju þeirra félaga á Lindargötunni. „Í gegnum viðskiptin höfðum við kynnst herrafataverslun í London sem við urðum mjög hrifnir af. Hún hét Bertie Wooster og bauð upp á ekta ensk herramannaföt úr miklum gæðaefnum og var að auki skemmtilega innréttuð. Við höfðum bent Kjartani á þessa verslun þar sem hann var áður viðskiptavinur hjá okkur. Hann hringir í Kormák sem þá er í sumarleyfi á Spáni, segist staddur í versluninni í London og hún og allt sem í henni er sé til sölu. Við hreinlega keyptum búðina með öllu sem í henni var og nutum aðstoðar frá vinum okkar, Þorláki Einarssyni, fyrrverandi innanbúðardreng, og Villa naglbít sem þá voru úti í námi. Við pökkuðum búðinni saman í risastóran gám og sendum heim. Þessi verslun eignaðist svo nýtt heimili í þessum kjallara hér,“ segir Skjöldur frá.Uppsveifla í heiladingli „Það var uppsveifla í heiladinglinum á okkur. Þetta var nefnilega ekkert dáið í okkur,“ segir Kormákur. „Við ákváðum síðan að hætta í notuðum fatnaði og hefja vandaða framleiðslu á fatnaði. Guðmundur Jörundsson, ungur piltur með mikinn áhuga á fatnaði, var ráðinn til starfa og var eins og hugur okkar. Þegar hann hefur nám sitt í fatahönnun gerðum við okkar fyrstu fatalínu. Nú framleiðum við gríðarlega mikið sjálfir, jakkaföt, skyrtur og peysur. Einnig erum við með gott teymi sem velur inn vörur í verslunina af kostgæfni og þar fer fremstur í flokki Guðbrandur kaupmaður,“ segir Skjöldur frá.Gæði og fegurð Skjöldur segir að þótt þeir félagar hafi farið úr notuðum fatnaði yfir í hágæðamerki og eigin framleiðslu hafi þeir alltaf viljað halda í ákveðinn stíl sem þeir kenna við herramann. „Þetta er svona breskur hefðarstíll og stefnan er alltaf gæði og fegurð. Fatnaður sem hentar okkur Íslendingum vel. Vöruúrvalið hefur aukist til muna, þá sérstaklega hversdagslegur fatnaður fyrir menn á öllum aldri.“ Hvernig er hinn vel klæddi herramaður að þeirra mati? Skjöldur reisir sig við í sætinu. „Ég skal segja þér það. Hann heitir Egill Ólafsson,“ segir hann og hlær.Þrjátíu nei og eitt já Nú hafa þeir félagar opnað nýja verslun á Skólavörðustíg 28 og bjóða þar einnig upp á fatnað fyrir dömur. „Löngu tímabært, við eigum húsnæðið og getum leyft okkur að þróa þessa verslun,“ segir Kormákur. En fá þeir enn þá svona margar hugmyndir? „Já, hvort við gerum,“ segir Kormákur. „Við fáum enn margar góðar hugmyndir saman.“ „En erum að verða svo gamlir að við gleymum þeim,“ segir Skjöldur. „Við ættum að fá okkur einkaritara til að fylgja okkur eftir,“ segir Kormákur. Hvað er karlmennska í ykkar huga? Hafið þið eitthvað þroskast? „Nei, við höfum lítið þroskast en karlmennska er í okkar huga herramennska. Maður sem ég myndi líta upp til er alltaf til í að aðstoða aðra. Í hans orðabók eru þrjátíu já á móti einu neii,“ segir Kormákur. „Að standa við orð sín og gjörðir, það finnst mér líka lýsa þessum góðu gildum.“Mamma og pabbi En hvað er í alvöru leyndarmálið á bak við velgengnina? „Ég held að það sé starfsfólkið sem okkur auðnaðist að fá til okkar. Starfsfólkið, það kallar okkur mömmu og pabba,“ segir Kormákur. Hvor er hvað? „Æi, ég er víst mamman, en það verður að hafa það,“ segir Kormákur og hlær.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira