Meðlimum Eagles of Death Metal meinuð innganga á Bataclan Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 23:49 Jesse Hughes úr Eagles of Death Metal. Vísir/EPA Annar af stjórnendum tónleikastaðarins Bataclan í París meinaði tveimur meðlimum hljómsveitarinnar Eagles of Death Metal inngöngu í kvöld, en hljómsveitin spilaði á tónleikunum örlagaríku á staðnum í fyrra þegar hryðjuverkamenn myrtu þar 89 tónleikagesti. Að því er fram kemur í frétt AFP í Frakklandi um málið þá meinaði annar af stjórnendum Bataclan, Jules Frutos, meðlimunum tveimur, þar á meðal söngvaranum Jesse Hughes, inngöngu þegar þeir ætluðu sér að vera viðstaddir tónleika breska tónlistarmannsins Sting á staðnum í kvöld. „Þeir mættu, ég henti þeim út. Það er sumt sem þú getur ekki fyrirgefið,“ sagði Frutos við AFP.Í viðtali við FOX Business News í mars síðastliðnum gaf Hughes það í skyn að öryggisverðir Bataclan hefðu átt aðild að árásinni. Hughes baðst síðar afsökunar á þessum ummælum sem hann sagði tilhæfulaus og ekki á rökum reist.Í viðtali nokkru síðar við Rolling Stone gagnrýndi hann ströng lög í Frakklandi um skotvopn. „Komu þessi frönsku skotvopnalög í veg fyrir að ein einasta manneskja lét lífið á Bataclan? Ef einhver getur svarað því játandi þá væri ég til í að heyra viðkomandi segja það, því ég held að svo sé ekki,“ sagði Hughes. Jules Frutos hafði sagt við AFP í september síðastliðnum að Eagles of Death Metal hefðu ekki beðið hann um að spila aftur á Bataclan, en sagði að ef bandið myndi gera það myndi hann neita þeirri bón. Tónleikar Sting á Bataclan mörkuðu enduropnun staðarins sem hafði verið lokaður frá því árásin var gerð í nóvember í fyrra. Hughes og umboðsmaður Eagles of Death Metal eru staddir í París um helgina til að vera viðstaddir minningarathöfn sem verður haldin á morgun, en þá verður ár liðið frá árásinni. Tengdar fréttir Meðlimir Eagles of Death Metal ræða árásina á Bataclan Meðlimir sveitarinnar ræddu við fréttamenn Vice um árásina þar sem um níutíu tónleikagestir féllu. Allir meðlimir sveitarinnar komust lífs af. 25. nóvember 2015 22:05 Söngvari Eagles of Death Metal: „Morðingjarnir komust inn og drápu alla nema ungling sem faldi sig undir leðurjakkanum mínum“ Jesse Hughes lýsir hryllingnum í Bataclan-tónleikahúsinu en hryðjuverkamennirnir komust meðal annars inn í búningsherbergi sveitarinnar þar sem fólk hafði falið sig. 22. nóvember 2015 09:24 Tæpt ár frá hryðjuverkunum í París Yfirmaður lækna- og bráðateymis sem starfaði á vettvangi hryðjuverkanna flutti erindi á alþjóðaráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar 15. október 2016 18:45 Magnþrungin stund þegar Eagles of Death Metal kom aftur fram í París Bandaríska rokksveitin Eagles of Death Metal kom fram í stutta stund á tónleikum U2 í Bercy höllinni í París í gærkvöldi. 8. desember 2015 09:36 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Annar af stjórnendum tónleikastaðarins Bataclan í París meinaði tveimur meðlimum hljómsveitarinnar Eagles of Death Metal inngöngu í kvöld, en hljómsveitin spilaði á tónleikunum örlagaríku á staðnum í fyrra þegar hryðjuverkamenn myrtu þar 89 tónleikagesti. Að því er fram kemur í frétt AFP í Frakklandi um málið þá meinaði annar af stjórnendum Bataclan, Jules Frutos, meðlimunum tveimur, þar á meðal söngvaranum Jesse Hughes, inngöngu þegar þeir ætluðu sér að vera viðstaddir tónleika breska tónlistarmannsins Sting á staðnum í kvöld. „Þeir mættu, ég henti þeim út. Það er sumt sem þú getur ekki fyrirgefið,“ sagði Frutos við AFP.Í viðtali við FOX Business News í mars síðastliðnum gaf Hughes það í skyn að öryggisverðir Bataclan hefðu átt aðild að árásinni. Hughes baðst síðar afsökunar á þessum ummælum sem hann sagði tilhæfulaus og ekki á rökum reist.Í viðtali nokkru síðar við Rolling Stone gagnrýndi hann ströng lög í Frakklandi um skotvopn. „Komu þessi frönsku skotvopnalög í veg fyrir að ein einasta manneskja lét lífið á Bataclan? Ef einhver getur svarað því játandi þá væri ég til í að heyra viðkomandi segja það, því ég held að svo sé ekki,“ sagði Hughes. Jules Frutos hafði sagt við AFP í september síðastliðnum að Eagles of Death Metal hefðu ekki beðið hann um að spila aftur á Bataclan, en sagði að ef bandið myndi gera það myndi hann neita þeirri bón. Tónleikar Sting á Bataclan mörkuðu enduropnun staðarins sem hafði verið lokaður frá því árásin var gerð í nóvember í fyrra. Hughes og umboðsmaður Eagles of Death Metal eru staddir í París um helgina til að vera viðstaddir minningarathöfn sem verður haldin á morgun, en þá verður ár liðið frá árásinni.
Tengdar fréttir Meðlimir Eagles of Death Metal ræða árásina á Bataclan Meðlimir sveitarinnar ræddu við fréttamenn Vice um árásina þar sem um níutíu tónleikagestir féllu. Allir meðlimir sveitarinnar komust lífs af. 25. nóvember 2015 22:05 Söngvari Eagles of Death Metal: „Morðingjarnir komust inn og drápu alla nema ungling sem faldi sig undir leðurjakkanum mínum“ Jesse Hughes lýsir hryllingnum í Bataclan-tónleikahúsinu en hryðjuverkamennirnir komust meðal annars inn í búningsherbergi sveitarinnar þar sem fólk hafði falið sig. 22. nóvember 2015 09:24 Tæpt ár frá hryðjuverkunum í París Yfirmaður lækna- og bráðateymis sem starfaði á vettvangi hryðjuverkanna flutti erindi á alþjóðaráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar 15. október 2016 18:45 Magnþrungin stund þegar Eagles of Death Metal kom aftur fram í París Bandaríska rokksveitin Eagles of Death Metal kom fram í stutta stund á tónleikum U2 í Bercy höllinni í París í gærkvöldi. 8. desember 2015 09:36 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Meðlimir Eagles of Death Metal ræða árásina á Bataclan Meðlimir sveitarinnar ræddu við fréttamenn Vice um árásina þar sem um níutíu tónleikagestir féllu. Allir meðlimir sveitarinnar komust lífs af. 25. nóvember 2015 22:05
Söngvari Eagles of Death Metal: „Morðingjarnir komust inn og drápu alla nema ungling sem faldi sig undir leðurjakkanum mínum“ Jesse Hughes lýsir hryllingnum í Bataclan-tónleikahúsinu en hryðjuverkamennirnir komust meðal annars inn í búningsherbergi sveitarinnar þar sem fólk hafði falið sig. 22. nóvember 2015 09:24
Tæpt ár frá hryðjuverkunum í París Yfirmaður lækna- og bráðateymis sem starfaði á vettvangi hryðjuverkanna flutti erindi á alþjóðaráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar 15. október 2016 18:45
Magnþrungin stund þegar Eagles of Death Metal kom aftur fram í París Bandaríska rokksveitin Eagles of Death Metal kom fram í stutta stund á tónleikum U2 í Bercy höllinni í París í gærkvöldi. 8. desember 2015 09:36