Meðlimum Eagles of Death Metal meinuð innganga á Bataclan Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 23:49 Jesse Hughes úr Eagles of Death Metal. Vísir/EPA Annar af stjórnendum tónleikastaðarins Bataclan í París meinaði tveimur meðlimum hljómsveitarinnar Eagles of Death Metal inngöngu í kvöld, en hljómsveitin spilaði á tónleikunum örlagaríku á staðnum í fyrra þegar hryðjuverkamenn myrtu þar 89 tónleikagesti. Að því er fram kemur í frétt AFP í Frakklandi um málið þá meinaði annar af stjórnendum Bataclan, Jules Frutos, meðlimunum tveimur, þar á meðal söngvaranum Jesse Hughes, inngöngu þegar þeir ætluðu sér að vera viðstaddir tónleika breska tónlistarmannsins Sting á staðnum í kvöld. „Þeir mættu, ég henti þeim út. Það er sumt sem þú getur ekki fyrirgefið,“ sagði Frutos við AFP.Í viðtali við FOX Business News í mars síðastliðnum gaf Hughes það í skyn að öryggisverðir Bataclan hefðu átt aðild að árásinni. Hughes baðst síðar afsökunar á þessum ummælum sem hann sagði tilhæfulaus og ekki á rökum reist.Í viðtali nokkru síðar við Rolling Stone gagnrýndi hann ströng lög í Frakklandi um skotvopn. „Komu þessi frönsku skotvopnalög í veg fyrir að ein einasta manneskja lét lífið á Bataclan? Ef einhver getur svarað því játandi þá væri ég til í að heyra viðkomandi segja það, því ég held að svo sé ekki,“ sagði Hughes. Jules Frutos hafði sagt við AFP í september síðastliðnum að Eagles of Death Metal hefðu ekki beðið hann um að spila aftur á Bataclan, en sagði að ef bandið myndi gera það myndi hann neita þeirri bón. Tónleikar Sting á Bataclan mörkuðu enduropnun staðarins sem hafði verið lokaður frá því árásin var gerð í nóvember í fyrra. Hughes og umboðsmaður Eagles of Death Metal eru staddir í París um helgina til að vera viðstaddir minningarathöfn sem verður haldin á morgun, en þá verður ár liðið frá árásinni. Tengdar fréttir Meðlimir Eagles of Death Metal ræða árásina á Bataclan Meðlimir sveitarinnar ræddu við fréttamenn Vice um árásina þar sem um níutíu tónleikagestir féllu. Allir meðlimir sveitarinnar komust lífs af. 25. nóvember 2015 22:05 Söngvari Eagles of Death Metal: „Morðingjarnir komust inn og drápu alla nema ungling sem faldi sig undir leðurjakkanum mínum“ Jesse Hughes lýsir hryllingnum í Bataclan-tónleikahúsinu en hryðjuverkamennirnir komust meðal annars inn í búningsherbergi sveitarinnar þar sem fólk hafði falið sig. 22. nóvember 2015 09:24 Tæpt ár frá hryðjuverkunum í París Yfirmaður lækna- og bráðateymis sem starfaði á vettvangi hryðjuverkanna flutti erindi á alþjóðaráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar 15. október 2016 18:45 Magnþrungin stund þegar Eagles of Death Metal kom aftur fram í París Bandaríska rokksveitin Eagles of Death Metal kom fram í stutta stund á tónleikum U2 í Bercy höllinni í París í gærkvöldi. 8. desember 2015 09:36 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Annar af stjórnendum tónleikastaðarins Bataclan í París meinaði tveimur meðlimum hljómsveitarinnar Eagles of Death Metal inngöngu í kvöld, en hljómsveitin spilaði á tónleikunum örlagaríku á staðnum í fyrra þegar hryðjuverkamenn myrtu þar 89 tónleikagesti. Að því er fram kemur í frétt AFP í Frakklandi um málið þá meinaði annar af stjórnendum Bataclan, Jules Frutos, meðlimunum tveimur, þar á meðal söngvaranum Jesse Hughes, inngöngu þegar þeir ætluðu sér að vera viðstaddir tónleika breska tónlistarmannsins Sting á staðnum í kvöld. „Þeir mættu, ég henti þeim út. Það er sumt sem þú getur ekki fyrirgefið,“ sagði Frutos við AFP.Í viðtali við FOX Business News í mars síðastliðnum gaf Hughes það í skyn að öryggisverðir Bataclan hefðu átt aðild að árásinni. Hughes baðst síðar afsökunar á þessum ummælum sem hann sagði tilhæfulaus og ekki á rökum reist.Í viðtali nokkru síðar við Rolling Stone gagnrýndi hann ströng lög í Frakklandi um skotvopn. „Komu þessi frönsku skotvopnalög í veg fyrir að ein einasta manneskja lét lífið á Bataclan? Ef einhver getur svarað því játandi þá væri ég til í að heyra viðkomandi segja það, því ég held að svo sé ekki,“ sagði Hughes. Jules Frutos hafði sagt við AFP í september síðastliðnum að Eagles of Death Metal hefðu ekki beðið hann um að spila aftur á Bataclan, en sagði að ef bandið myndi gera það myndi hann neita þeirri bón. Tónleikar Sting á Bataclan mörkuðu enduropnun staðarins sem hafði verið lokaður frá því árásin var gerð í nóvember í fyrra. Hughes og umboðsmaður Eagles of Death Metal eru staddir í París um helgina til að vera viðstaddir minningarathöfn sem verður haldin á morgun, en þá verður ár liðið frá árásinni.
Tengdar fréttir Meðlimir Eagles of Death Metal ræða árásina á Bataclan Meðlimir sveitarinnar ræddu við fréttamenn Vice um árásina þar sem um níutíu tónleikagestir féllu. Allir meðlimir sveitarinnar komust lífs af. 25. nóvember 2015 22:05 Söngvari Eagles of Death Metal: „Morðingjarnir komust inn og drápu alla nema ungling sem faldi sig undir leðurjakkanum mínum“ Jesse Hughes lýsir hryllingnum í Bataclan-tónleikahúsinu en hryðjuverkamennirnir komust meðal annars inn í búningsherbergi sveitarinnar þar sem fólk hafði falið sig. 22. nóvember 2015 09:24 Tæpt ár frá hryðjuverkunum í París Yfirmaður lækna- og bráðateymis sem starfaði á vettvangi hryðjuverkanna flutti erindi á alþjóðaráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar 15. október 2016 18:45 Magnþrungin stund þegar Eagles of Death Metal kom aftur fram í París Bandaríska rokksveitin Eagles of Death Metal kom fram í stutta stund á tónleikum U2 í Bercy höllinni í París í gærkvöldi. 8. desember 2015 09:36 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Meðlimir Eagles of Death Metal ræða árásina á Bataclan Meðlimir sveitarinnar ræddu við fréttamenn Vice um árásina þar sem um níutíu tónleikagestir féllu. Allir meðlimir sveitarinnar komust lífs af. 25. nóvember 2015 22:05
Söngvari Eagles of Death Metal: „Morðingjarnir komust inn og drápu alla nema ungling sem faldi sig undir leðurjakkanum mínum“ Jesse Hughes lýsir hryllingnum í Bataclan-tónleikahúsinu en hryðjuverkamennirnir komust meðal annars inn í búningsherbergi sveitarinnar þar sem fólk hafði falið sig. 22. nóvember 2015 09:24
Tæpt ár frá hryðjuverkunum í París Yfirmaður lækna- og bráðateymis sem starfaði á vettvangi hryðjuverkanna flutti erindi á alþjóðaráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar 15. október 2016 18:45
Magnþrungin stund þegar Eagles of Death Metal kom aftur fram í París Bandaríska rokksveitin Eagles of Death Metal kom fram í stutta stund á tónleikum U2 í Bercy höllinni í París í gærkvöldi. 8. desember 2015 09:36