Erlent

Bresk kona handtekin í Dubai eftir að hún tilkynnti nauðgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GETTY
Yfirvöld í Dubai hafa handtekið breska konu sem tilkynnti nauðgun til lögreglunnar. Vegabréf hennar hefur verið tekið af henni og hún kærð fyrir kynlíf utan hjónabands. Konan sem er 25 ára gömul var í fríi í Dubai í síðasta mánuði þegar henni var nauðgað af tveimur breskum mönnum.

Hún segir mennina hafa skipst á að nauðga henni og þeir hafi tekið árásina upp.

Samkvæmt Sky News hefur konunni verið sleppt úr haldi, en hún getur ekki yfirgefið landið þar sem vegabréfið hefur verið tekið af henni. Konan gæti mögulega verið dæmd til fangelsisvistar, en mögulega gæti hún einnig verið dæmd til að þola svipuhögg eða jafnvel til þess að vera grýtt til dauða.



Sjá einnig: Norska konan náðuð í Dubai.



Bresku samtökin Detained in Dubai hafa verið konunni til aðstoðar. Forsvarskona og stofnandi samtakanna segir Sameinuðu arabísku furstadæmin búa yfir langri sögu þar sem fórnarlömbum nauðgana er refsað.

„Lögreglan hefur ítrekað ekki gert greinarmun á kynlífi og ofbeldisfullum nauðgunum. Fórnarlömbin fara til þeirra í leit að réttlæti en enda á því að vera sjálf sótt til saka,“ segir Radha Stirling frá Detained in Dubai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×