„Ég veit að ég get gert eitthvað í því“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2016 15:25 „Maður horfir á þessi myndbönd og les þessar fréttir og maður fyllist einhvern veginn vanmætti. Maður finnur bara fyrir sorg og það er oft erfitt að horfa til enda.“ Þetta segir Árni Vilhjálmsson í nýjasta ákalli UNICEF vegna hrikalegs ástands í Nígeríu og nágrannaríkjum. Hann segir einnig að upplýsingaflæðið sé orðið það mikið að auðvelt sé að fara úr einhverri hörmung yfir í að skoða nýja tónleika á sunnudaginn. UNICEF á Íslandi hafa undanfarna daga staðið fyrir neyðarsöfnun vegna þeirra hörmunga sem eiga sér nú stað í Nígeríu og í nærrliggjandi löndum, þar sem um 150 börn deyja á degi hverjum vegna vannæringar.Góð og mikil þátttaka Yfir 5000 manns hafa hafa tekið þátt í söfnuninni og hafa safnast um níu milljónir króna. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna.“Neyðarsöfnunin er enn í fullum gangi og er hægt að taka þátt hér á vef UNICEF eða með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1000 kr).Hálf milljón barna í lífshættuHálf milljón barna í Nígeríu, Tsjad, Níger og Kamerún er í lífshættu vegna vannæringar. Ástandið í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu er það slæmt að það kemur meira að segja reyndustu næringarsérfræðingum UNICEF á óvart. Héraðið er á stærð við Ísland og tölur þaðan benda til þess að ástandið jaðri við hungursneyð á ákveðnum stöðum.„Það er hrollvekjandi því þetta þýðir að mikill fjöldi fólks er í hættu á að deyja beinlínis úr hungri. Við sjáum ekki svona alvarlega stöðu annars staðar í heiminum núna hvað varðar matarskort,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Ástæða neyðarinnar er meðal annars skortur á uppskeru, hækkandi matvælaverð og stórfelldur fólksflótti vegna árása vígahreyfingarinnar Boko Haram. Börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára eru í mestri hættu. Þar af eru börn 6 mánaða til 2 ára viðkvæmust. Þau eru fyrst til að láta lífið. UNICEF leggur nú allt kapp á að ná til barna sem þjást af vannæringu. Tengdar fréttir „Þetta er sjón sem ég mun aldrei gleyma“ Páll Óskar Hjálmtýsson kallar eftir hjálp handa vannærðum börnum Nígeríu. 15. nóvember 2016 09:07 Ekki horfa, hjálpaðu UNICEF setur á laggirnar neyðarsöfnun vegna lífshættu fjölda barna í Afríku. 14. nóvember 2016 10:27 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
„Maður horfir á þessi myndbönd og les þessar fréttir og maður fyllist einhvern veginn vanmætti. Maður finnur bara fyrir sorg og það er oft erfitt að horfa til enda.“ Þetta segir Árni Vilhjálmsson í nýjasta ákalli UNICEF vegna hrikalegs ástands í Nígeríu og nágrannaríkjum. Hann segir einnig að upplýsingaflæðið sé orðið það mikið að auðvelt sé að fara úr einhverri hörmung yfir í að skoða nýja tónleika á sunnudaginn. UNICEF á Íslandi hafa undanfarna daga staðið fyrir neyðarsöfnun vegna þeirra hörmunga sem eiga sér nú stað í Nígeríu og í nærrliggjandi löndum, þar sem um 150 börn deyja á degi hverjum vegna vannæringar.Góð og mikil þátttaka Yfir 5000 manns hafa hafa tekið þátt í söfnuninni og hafa safnast um níu milljónir króna. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna.“Neyðarsöfnunin er enn í fullum gangi og er hægt að taka þátt hér á vef UNICEF eða með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1000 kr).Hálf milljón barna í lífshættuHálf milljón barna í Nígeríu, Tsjad, Níger og Kamerún er í lífshættu vegna vannæringar. Ástandið í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu er það slæmt að það kemur meira að segja reyndustu næringarsérfræðingum UNICEF á óvart. Héraðið er á stærð við Ísland og tölur þaðan benda til þess að ástandið jaðri við hungursneyð á ákveðnum stöðum.„Það er hrollvekjandi því þetta þýðir að mikill fjöldi fólks er í hættu á að deyja beinlínis úr hungri. Við sjáum ekki svona alvarlega stöðu annars staðar í heiminum núna hvað varðar matarskort,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Ástæða neyðarinnar er meðal annars skortur á uppskeru, hækkandi matvælaverð og stórfelldur fólksflótti vegna árása vígahreyfingarinnar Boko Haram. Börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára eru í mestri hættu. Þar af eru börn 6 mánaða til 2 ára viðkvæmust. Þau eru fyrst til að láta lífið. UNICEF leggur nú allt kapp á að ná til barna sem þjást af vannæringu.
Tengdar fréttir „Þetta er sjón sem ég mun aldrei gleyma“ Páll Óskar Hjálmtýsson kallar eftir hjálp handa vannærðum börnum Nígeríu. 15. nóvember 2016 09:07 Ekki horfa, hjálpaðu UNICEF setur á laggirnar neyðarsöfnun vegna lífshættu fjölda barna í Afríku. 14. nóvember 2016 10:27 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
„Þetta er sjón sem ég mun aldrei gleyma“ Páll Óskar Hjálmtýsson kallar eftir hjálp handa vannærðum börnum Nígeríu. 15. nóvember 2016 09:07
Ekki horfa, hjálpaðu UNICEF setur á laggirnar neyðarsöfnun vegna lífshættu fjölda barna í Afríku. 14. nóvember 2016 10:27