Stoppa þarf í 66 milljarða gat Svavar Hávarðsson skrifar 1. nóvember 2016 07:00 106.861 einstaklingur leitaði til LSH árið 2015 – margir komu hins vegar oft. vísir/vilhelm Það er niðurstaða framkvæmdastjórnar Landspítalans að viðbótarfjárþörf spítalans miðað við síðustu fjárlög og fimm ára fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar séu rúmlega 66 milljarðar króna. Strax á næsta ári þarf spítalinn 11,7 milljarða króna umfram það sem honum er ætlað samkvæmt fjármálaáætluninni. Þetta sýnir samantekt Landspítalans sem var kynnt oddvitum þeirra framboða sem náðu kjöri í alþingiskosningum á laugardaginn.Páll Matthíasson, forstjóri LSHLandspítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016 rúmlega 51 milljarð króna, en sértekjur spítalans til viðbótar eru vel rúmlega fjórir milljarðar króna. Því er viðbótarfjárþörf spítalans á næstu fimm árum svipuð upphæð og allt rekstrarfé hans á heilu ári og ellefu milljörðum betur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það komi skýrt fram í nýrri greiningu McKinsey & Company, sem stjórnvöld stóðu að, að spítalinn hafi lyft grettistaki síðustu ár með því að mæta aukinni eftirspurn án samsvarandi hækkun á rekstrarfé. „Það er löngu mál að linni enda eru allar fjárhagslegar forsendur hins opinbera til staðar til að aðlaga fjárframlög til þjóðarsjúkrahússins og gera okkur kleift að sinna okkar lögbundnu skyldum með viðunandi hætti,“ segir Páll og bætir við að greining á þörf spítalans nái einfaldlega til þess sem þarf að gera svo hægt sé að sinna nauðsynlegustu verkefnum og spítalinn verði áfram í fremstu röð. Ekkert umfram það. Páll bætir því við að þolmörkum spítalans hafi verið náð fyrir mörgum árum, og útilokað sé að herða ólina frekar. Heildarframlög til heilbrigðismála á Íslandi árið 2014 námu 8,8% af vergri landsframleiðslu sem er nálægt meðaltali OECD en lægra en annars staðar á Norðurlöndunum, að Finnlandi undanskildu.Greining Landspítalans nær til tæplega 20 liða. Sá sem vegur þyngst á tímabilinu lýtur einfaldlega að því að mæta aukinni eftirspurn vegna mannfjöldaþróunar hér á landi og vegna álags sem hlýst af sífellt fleiri ferðamönnum sem hingað sækja. Á næstu fimm árum mun það kosta tæplega nítján milljarða, en komum á Landspítalann fjölgar að meðaltali um 1,7 prósent á ári vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar. Til að vinna niður biðlista þarf 3,2 milljarða á næstu fimm árum og lágmarksþörf vegna viðhalds á eldri húsum spítalans krefst 5,6 milljarða aukaframlags. Tækjakaup útheimta aðra 2,5 milljarða þrátt fyrir átak í tækjakaupum síðastliðin ár, sem hefur gjörbreytt stöðu spítalans í þessu tilliti. Eins vantar að fjármagna launahækkun lækna vegna kjarasamninga upp á 400 milljónir á ári og rekstur jáeindaskannans sem verið er að setja upp þessa dagana – en rekstur hans útheimtir 300 milljónir á ári. Taka skal fram að inni í þessum tölum eru tæki og búnaður vegna nýja Landspítalans og breytingar á eldra húsnæði vegna hans, en þessi kostnaður fellur ekki til fyrr en árin 2020 og 2021 – samtals rúmir tólf milljarðar. Árið 2015 ákvað fráfarandi ríkisstjórn að láta vinna greiningu á rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans. McKinsey & Company vann úttektina í nánu samstarfi við fulltrúa frá velferðarráðuneytinu, Embætti landlæknis og Landspítalanum. Þar kemur meðal annars fram að eftir hrunið árið 2008 hafi heilbrigðisútgjöld hins opinbera verið lækkuð úr 153 milljörðum króna árið 2008 í 134 milljarða árið 2012 (miðað við fast verðlag 2014) til að bregðast við versnandi stöðu ríkisfjármála. Á síðustu árum hafa opinber fjárframlög til heilbrigðismála aukist á ný, eða úr 134 milljörðum króna árið 2012 í 143 milljarða árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar gagnrýna McKinsey skýrsluna Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir áhyggjum af litlu vægi hjúkrunar í ráðleggingum til úrbóta í heilbrigðiskerfinu í nýútkominni skýrslu sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu McKinsey fyrir velferðarráðuneytið. 26. september 2016 17:36 Kári spurði hvernig frambjóðendur ætli að hunskast til að fjármagna heilbrigðiskerfið Kári Stefánsson spurði frambjóðendur hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn, í kappræðunum á RÚV í kvöld. 22. september 2016 23:12 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Það er niðurstaða framkvæmdastjórnar Landspítalans að viðbótarfjárþörf spítalans miðað við síðustu fjárlög og fimm ára fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar séu rúmlega 66 milljarðar króna. Strax á næsta ári þarf spítalinn 11,7 milljarða króna umfram það sem honum er ætlað samkvæmt fjármálaáætluninni. Þetta sýnir samantekt Landspítalans sem var kynnt oddvitum þeirra framboða sem náðu kjöri í alþingiskosningum á laugardaginn.Páll Matthíasson, forstjóri LSHLandspítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016 rúmlega 51 milljarð króna, en sértekjur spítalans til viðbótar eru vel rúmlega fjórir milljarðar króna. Því er viðbótarfjárþörf spítalans á næstu fimm árum svipuð upphæð og allt rekstrarfé hans á heilu ári og ellefu milljörðum betur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það komi skýrt fram í nýrri greiningu McKinsey & Company, sem stjórnvöld stóðu að, að spítalinn hafi lyft grettistaki síðustu ár með því að mæta aukinni eftirspurn án samsvarandi hækkun á rekstrarfé. „Það er löngu mál að linni enda eru allar fjárhagslegar forsendur hins opinbera til staðar til að aðlaga fjárframlög til þjóðarsjúkrahússins og gera okkur kleift að sinna okkar lögbundnu skyldum með viðunandi hætti,“ segir Páll og bætir við að greining á þörf spítalans nái einfaldlega til þess sem þarf að gera svo hægt sé að sinna nauðsynlegustu verkefnum og spítalinn verði áfram í fremstu röð. Ekkert umfram það. Páll bætir því við að þolmörkum spítalans hafi verið náð fyrir mörgum árum, og útilokað sé að herða ólina frekar. Heildarframlög til heilbrigðismála á Íslandi árið 2014 námu 8,8% af vergri landsframleiðslu sem er nálægt meðaltali OECD en lægra en annars staðar á Norðurlöndunum, að Finnlandi undanskildu.Greining Landspítalans nær til tæplega 20 liða. Sá sem vegur þyngst á tímabilinu lýtur einfaldlega að því að mæta aukinni eftirspurn vegna mannfjöldaþróunar hér á landi og vegna álags sem hlýst af sífellt fleiri ferðamönnum sem hingað sækja. Á næstu fimm árum mun það kosta tæplega nítján milljarða, en komum á Landspítalann fjölgar að meðaltali um 1,7 prósent á ári vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar. Til að vinna niður biðlista þarf 3,2 milljarða á næstu fimm árum og lágmarksþörf vegna viðhalds á eldri húsum spítalans krefst 5,6 milljarða aukaframlags. Tækjakaup útheimta aðra 2,5 milljarða þrátt fyrir átak í tækjakaupum síðastliðin ár, sem hefur gjörbreytt stöðu spítalans í þessu tilliti. Eins vantar að fjármagna launahækkun lækna vegna kjarasamninga upp á 400 milljónir á ári og rekstur jáeindaskannans sem verið er að setja upp þessa dagana – en rekstur hans útheimtir 300 milljónir á ári. Taka skal fram að inni í þessum tölum eru tæki og búnaður vegna nýja Landspítalans og breytingar á eldra húsnæði vegna hans, en þessi kostnaður fellur ekki til fyrr en árin 2020 og 2021 – samtals rúmir tólf milljarðar. Árið 2015 ákvað fráfarandi ríkisstjórn að láta vinna greiningu á rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans. McKinsey & Company vann úttektina í nánu samstarfi við fulltrúa frá velferðarráðuneytinu, Embætti landlæknis og Landspítalanum. Þar kemur meðal annars fram að eftir hrunið árið 2008 hafi heilbrigðisútgjöld hins opinbera verið lækkuð úr 153 milljörðum króna árið 2008 í 134 milljarða árið 2012 (miðað við fast verðlag 2014) til að bregðast við versnandi stöðu ríkisfjármála. Á síðustu árum hafa opinber fjárframlög til heilbrigðismála aukist á ný, eða úr 134 milljörðum króna árið 2012 í 143 milljarða árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar gagnrýna McKinsey skýrsluna Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir áhyggjum af litlu vægi hjúkrunar í ráðleggingum til úrbóta í heilbrigðiskerfinu í nýútkominni skýrslu sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu McKinsey fyrir velferðarráðuneytið. 26. september 2016 17:36 Kári spurði hvernig frambjóðendur ætli að hunskast til að fjármagna heilbrigðiskerfið Kári Stefánsson spurði frambjóðendur hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn, í kappræðunum á RÚV í kvöld. 22. september 2016 23:12 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar gagnrýna McKinsey skýrsluna Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir áhyggjum af litlu vægi hjúkrunar í ráðleggingum til úrbóta í heilbrigðiskerfinu í nýútkominni skýrslu sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu McKinsey fyrir velferðarráðuneytið. 26. september 2016 17:36
Kári spurði hvernig frambjóðendur ætli að hunskast til að fjármagna heilbrigðiskerfið Kári Stefánsson spurði frambjóðendur hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn, í kappræðunum á RÚV í kvöld. 22. september 2016 23:12