Ronda hættir bráðum í UFC: „Næsti bardagi klárlega einn af mínum síðustu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2016 11:30 Bardagakonan Ronda Rousey, ofurstjarna UFC-bardagasambandsins, snýr aftur í búrið á í lok árs þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga á risa bardagakvöldi í Las Vegas.. Ronda hefur ekki barist í eitt ár eða síðan hún var rotuð af Holly Holm og beltið hirt af henni í Ástralíu 15. nóvember á síðasta ári. Hún ákvað að taka sér frí eftir það og einbeita sér að öðrum hlutum eins og kvikmyndaleik. Ummæli Rondu í viðtali í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær hafa vakið mikla athygli en þar talaði hún um að þetta væri einn síðasti bardagi hennar á ferlinum. Svo virðist sem Ellen sé sá fjölmiðlamaður sem fær það besta út úr Rondu en í byrjun árs viðurkenndi hún við Ellen að hafa íhugað sjálfsvíg eftir tapið gegn Holm. „Mér líður vel. Ég er búin að æfa tvisvar á dag síðan í ágúst þannig mér líður eins og ég sé klár í slaginn,“ sagði Ronda við Ellen sem spurði bardagadrottninguna svo hvað hún ætti mikið eftir í sportinu. „Ekki það mikið. Þetta er klárlega einn af mínum síðustu bardögum. Ég fer að hætta þessu. Það er eins gott fyrir alla að horfa því þessi sýning verður ekki í gangi að eilífu,“ sagði Ronda Rousey. Ronda fór langt með að setja allt á hliðina með þessum ummælum því þegar flestir bjuggust við að hún væri að snúa aftur með látum vilja margir sérfræðingar meina að hún sé nú þegar hætt í huganum. Einn þeirra er útvarpsmaðurinn Colin Cowherd sem stýrir bæði vinsælum útvarpsþætti og sjónvarpsþætti á FOX Sports. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þér verður rústað af Amöndu Nunes. Það er ekki hægt að fara af hálfum huga inn í UFC-bardaga. Í alvöru. Þetta er ekki eins og körfubolti eða eitthvað þannig. Ef Ronda Rousey er með að í kollinum að þetta sé einn af hennar síðustu bardögum er hún nú þegar hætt. Hún er komin með annan fótinn út um dyrnar,“ sagði Cowherd í útvarpsþætti sínum, The Heard. Íþróttafréttamaðurinn Jason Whitlock, sem sér um þáttinn Speak for your self ásamt Cowherd, tók undir með félaga sínum og fór jafnvel lengra. Hann sagði að Ronda væri einfaldlega bara að gera UFC greiða fyrir það sem það hefur gert fyrir hana með því að berjast núna. Whitlock sagði að hún væri nú þegar hætt í huganum. Viðtal Rondu við Ellen DeGeneres má sjá hér að ofan en umræðu Cowherd og Whitlock má sjá hér að neðan. MMA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Bardagakonan Ronda Rousey, ofurstjarna UFC-bardagasambandsins, snýr aftur í búrið á í lok árs þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga á risa bardagakvöldi í Las Vegas.. Ronda hefur ekki barist í eitt ár eða síðan hún var rotuð af Holly Holm og beltið hirt af henni í Ástralíu 15. nóvember á síðasta ári. Hún ákvað að taka sér frí eftir það og einbeita sér að öðrum hlutum eins og kvikmyndaleik. Ummæli Rondu í viðtali í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær hafa vakið mikla athygli en þar talaði hún um að þetta væri einn síðasti bardagi hennar á ferlinum. Svo virðist sem Ellen sé sá fjölmiðlamaður sem fær það besta út úr Rondu en í byrjun árs viðurkenndi hún við Ellen að hafa íhugað sjálfsvíg eftir tapið gegn Holm. „Mér líður vel. Ég er búin að æfa tvisvar á dag síðan í ágúst þannig mér líður eins og ég sé klár í slaginn,“ sagði Ronda við Ellen sem spurði bardagadrottninguna svo hvað hún ætti mikið eftir í sportinu. „Ekki það mikið. Þetta er klárlega einn af mínum síðustu bardögum. Ég fer að hætta þessu. Það er eins gott fyrir alla að horfa því þessi sýning verður ekki í gangi að eilífu,“ sagði Ronda Rousey. Ronda fór langt með að setja allt á hliðina með þessum ummælum því þegar flestir bjuggust við að hún væri að snúa aftur með látum vilja margir sérfræðingar meina að hún sé nú þegar hætt í huganum. Einn þeirra er útvarpsmaðurinn Colin Cowherd sem stýrir bæði vinsælum útvarpsþætti og sjónvarpsþætti á FOX Sports. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þér verður rústað af Amöndu Nunes. Það er ekki hægt að fara af hálfum huga inn í UFC-bardaga. Í alvöru. Þetta er ekki eins og körfubolti eða eitthvað þannig. Ef Ronda Rousey er með að í kollinum að þetta sé einn af hennar síðustu bardögum er hún nú þegar hætt. Hún er komin með annan fótinn út um dyrnar,“ sagði Cowherd í útvarpsþætti sínum, The Heard. Íþróttafréttamaðurinn Jason Whitlock, sem sér um þáttinn Speak for your self ásamt Cowherd, tók undir með félaga sínum og fór jafnvel lengra. Hann sagði að Ronda væri einfaldlega bara að gera UFC greiða fyrir það sem það hefur gert fyrir hana með því að berjast núna. Whitlock sagði að hún væri nú þegar hætt í huganum. Viðtal Rondu við Ellen DeGeneres má sjá hér að ofan en umræðu Cowherd og Whitlock má sjá hér að neðan.
MMA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira