Erlent

Sjáðu þegar rafretta springur í vasa manns

Birgir Olgeirsson skrifar
Amone Britel fyrir utan næturklúbbinn.
Amone Britel fyrir utan næturklúbbinn.
Hér má sjá myndband af því þegar rafretta sprakk í vasa manns í Toulouse í Frakklandi. Maðurinn, Amone Britel, brenndist ill á kvið og hendi en hlaut ekki alvarlega áverka.

 

Hann stóð fyrir utan næturklúbb í Toulouse þegar rafhlaða rafrettunnar byrjaði að skjóta frá sér neistum sem flugu út um vasa á jakka hans.

 

Franski fjölmiðillinn Ladepeche náði tali af Britel en þar sagðist hann hafa heyrt eitthvað skuggalegt hljóð. „Ef að hafa fundið fyrir sprengingunni áttaði ég mig á því að það væri kviknað í mér,“ sagði Britel.

Slökkviliðsmenn fluttu Britel á bráðamóttöku þar sem hann var fluttur undir læknishendur. Hann brenndist á síðu og fingrum en í myndbandinu sést hvernig bútur af jakka Britels bráðnaði við fingur hans þegar hann reyndi að ná rafrettunni úr vasanum. 

Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en Britel heldur að rafhlaðan hafi komist í snertingu við smámynt í vasa hans sem olli skammhlaupi. 

Hann ætlar í mál við framleiðanda rafhlöðunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×