Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2016 16:46 Fjórir voru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Vísir/Heiða Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir fjórum einstaklingum sem voru grunaðir um aðild að máli sem varðar rannsókn lögreglu á íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði. Lesa má dóma Hæstaréttar á vef dómsins en í öllum þeirra má lesa greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið en þar segir meðal annars að það varði almannahættubrot, hótanir og eignaspjöll. Er þar rakið að aðfaranótt þriðjudagsins 1. nóvember síðastliðinn hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna elds og sprengingar á húðflúrstofunni Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði. Í ljós kom að tívolíbomba hafði verið sprengd upp og rýmið orðið fyrir miklum skemmdum af völdum reyks, elds og sprengingar. Töluverðar skemmdir eru á húsnæðinu en gler og gluggar í kring sprungu.Hótanir gagnvart konu sem vann áður hjá þeim sem eru í gæsluvarðhaldi Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni en hún er sögð hafa starfað áður á húðflúrstofu sem tveggja manneskja sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á þessu máli. Konan hætti á húðflúrstofu þeirra í desember síðastliðnum en í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að frá því hún hætti störfum hafi hún ítrekað fengið hótanir frá eigendum stofunnar og öðrum þeim tengdum. Í greinargerðinni kemur fram að lögreglan hafi þrjú önnur mál er varða ónæði, húsbrot, hótanir og eignaspjöll gagnvart konunni frá því í byrjun janúar 2016. Lögreglan segir að við skoðun á vettvangi og á þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu megi sjá tvo aðila koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka svo í burtu. Í ljósi hafi komið að um var að ræða sýningarbombu, tívolísprengju, sem sprakk inni í húsnæðinu. Í greinargerðinni segir að grunur sé um að eigendur stofunnar standi að baki þessum eignaspjöllum og hótunum en fram kom við rannsókn málsins að eigendurnir hafi fengið tvo aðra einstaklinga til að hóta konunni og ónáða hana.Segjast hafa áreiðanlegar upplýsingar frá ónafngreindum aðilum Lögregla segist hafa undir höndum áreiðanlegar upplýsingar frá aðilum sem vilja ekki láta nöfn sín getið að þeim hafi borist hótanir frá kærðu í málinu vegna tengsla þeirra við konuna. Þessir aðilar hafi staðfest framburð konunnar um að þeir einstaklingar sem liggja undir grun í málinu hafi staðið í hótunum við konuna og aðila tengdri henni í nokkurra mánaða skeið. Konan er sögð hafa rekið húðflúrstofuna með kærasta sínum. Áður en þau opnuðu stofuna fengu þau ítrekaðar hótanir frá þessum sömu aðilum um að ef stofan yrði opnuð myndi hún verða eyðilögð, að því er fram kemur í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Konan og kærasti hennar höfðu opnað stofuna þennan sama dag og sprengingin varð. Fram hafði komið í fjölmiðlum að fjórar manneskjur hefðu verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald, þrír karlar og ein kona. Nú hefur Hæstiréttur hins vegar ákveðið að fella gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórum þeirra úr gildi.Ekki talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun Í dómum Hæstaréttar er rökstuðningurinn fyrir því að fella gæsluvarðhaldsúrskurðina fjóra úr gildi sá sami. Þar kemur fram að í gögnum málsins segi að lögreglan hafi kannað öryggismyndavélar nærri brotavettvangi. Þar megi sjá tvo menn sem koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur segir í dómi sínum að aftur á móti segi ekkert um að þekkja megi þá einstaklinga sem þar áttu hlut að máli. Þá segir Hæstiréttur að ekki verði talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar, sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi, hafi framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Loks segir Hæstiréttur að ekki komi fram í gögnum málsins að við húsleit hafi eitthvað fundist sem bendi til þeir einstaklingar sem nú eru lausir úr haldi hafi framið brotin Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir fjórum einstaklingum sem voru grunaðir um aðild að máli sem varðar rannsókn lögreglu á íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði. Lesa má dóma Hæstaréttar á vef dómsins en í öllum þeirra má lesa greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið en þar segir meðal annars að það varði almannahættubrot, hótanir og eignaspjöll. Er þar rakið að aðfaranótt þriðjudagsins 1. nóvember síðastliðinn hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna elds og sprengingar á húðflúrstofunni Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði. Í ljós kom að tívolíbomba hafði verið sprengd upp og rýmið orðið fyrir miklum skemmdum af völdum reyks, elds og sprengingar. Töluverðar skemmdir eru á húsnæðinu en gler og gluggar í kring sprungu.Hótanir gagnvart konu sem vann áður hjá þeim sem eru í gæsluvarðhaldi Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni en hún er sögð hafa starfað áður á húðflúrstofu sem tveggja manneskja sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á þessu máli. Konan hætti á húðflúrstofu þeirra í desember síðastliðnum en í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að frá því hún hætti störfum hafi hún ítrekað fengið hótanir frá eigendum stofunnar og öðrum þeim tengdum. Í greinargerðinni kemur fram að lögreglan hafi þrjú önnur mál er varða ónæði, húsbrot, hótanir og eignaspjöll gagnvart konunni frá því í byrjun janúar 2016. Lögreglan segir að við skoðun á vettvangi og á þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu megi sjá tvo aðila koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka svo í burtu. Í ljósi hafi komið að um var að ræða sýningarbombu, tívolísprengju, sem sprakk inni í húsnæðinu. Í greinargerðinni segir að grunur sé um að eigendur stofunnar standi að baki þessum eignaspjöllum og hótunum en fram kom við rannsókn málsins að eigendurnir hafi fengið tvo aðra einstaklinga til að hóta konunni og ónáða hana.Segjast hafa áreiðanlegar upplýsingar frá ónafngreindum aðilum Lögregla segist hafa undir höndum áreiðanlegar upplýsingar frá aðilum sem vilja ekki láta nöfn sín getið að þeim hafi borist hótanir frá kærðu í málinu vegna tengsla þeirra við konuna. Þessir aðilar hafi staðfest framburð konunnar um að þeir einstaklingar sem liggja undir grun í málinu hafi staðið í hótunum við konuna og aðila tengdri henni í nokkurra mánaða skeið. Konan er sögð hafa rekið húðflúrstofuna með kærasta sínum. Áður en þau opnuðu stofuna fengu þau ítrekaðar hótanir frá þessum sömu aðilum um að ef stofan yrði opnuð myndi hún verða eyðilögð, að því er fram kemur í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Konan og kærasti hennar höfðu opnað stofuna þennan sama dag og sprengingin varð. Fram hafði komið í fjölmiðlum að fjórar manneskjur hefðu verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald, þrír karlar og ein kona. Nú hefur Hæstiréttur hins vegar ákveðið að fella gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórum þeirra úr gildi.Ekki talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun Í dómum Hæstaréttar er rökstuðningurinn fyrir því að fella gæsluvarðhaldsúrskurðina fjóra úr gildi sá sami. Þar kemur fram að í gögnum málsins segi að lögreglan hafi kannað öryggismyndavélar nærri brotavettvangi. Þar megi sjá tvo menn sem koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur segir í dómi sínum að aftur á móti segi ekkert um að þekkja megi þá einstaklinga sem þar áttu hlut að máli. Þá segir Hæstiréttur að ekki verði talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar, sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi, hafi framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Loks segir Hæstiréttur að ekki komi fram í gögnum málsins að við húsleit hafi eitthvað fundist sem bendi til þeir einstaklingar sem nú eru lausir úr haldi hafi framið brotin
Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32
Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48