Sport

Sjáðu þegar Gunnar Nelson meiddist í Dyflinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson sneri sig illa á ökkla.
Gunnar Nelson sneri sig illa á ökkla. vísir/getty
Gunnar Nelson, færasti bardagakappi þjóðarinnar, þurfti að hætta við bardaga sinn í Belfast 19. nóvember gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim en það átti að vera aðalbardagi UFC Fight Night það kvöldið.

Gunnar meiddist á æfingu í Dyflinni fyrir mánuði síðan þegar hann var að kynna bardagann en hann var það að takast á við Kenny Baker í SBG-æfingahúsnæðinu. Gunnar tók Baker niður en sneri hryllilega upp á ökklann.

Eins og Gunnar greindi sjálfur frá í afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum gat hann ekki gengið í tíu daga eftir atvikið. Hann var síðan orðinn betri en á endanum fékk hann úrskurðað um að hann gæti hvorki æft almennilega á næstunni hvað þá heldur barist.

Æfingin var í beinni útsendingu á Facebook og má sjá þegar Gunnar meiðist í spilaranum hér að neðan. Atvikið kemur á 1:08 en varað er við myndunum.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×