Lögreglurannsókn hafin vegna gruns um ofbeldi á leikskóla í Grafarvogi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2016 13:39 Leikskólastjóri segir að unnið sé eftir ákveðnum verklagsreglum, en að ekkert renni stoðum undir að ásakanirnar eigi við rök að styðjast. vísir/vilhelm Starfsmaður á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, sem sakaður er um að hafa beitt barn á leikskólanum ofbeldi, hefur verið leystur frá störfum á meðan málið er í rannsókn barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Honum hefur verið boðin sálfræðimeðferð og starfsfólki leikskólans áfallahjálp, samkvæmt heimildum fréttastofu. Barnið sem um ræðir er tveggja ára stúlka. Hún er sögð hafa komið heim af leikskólanum fyrir nokkru síðan með áverka á læri, sem móðir hennar telur af mannavöldum. Móðirin fór á fund með Kristínu Björk Viðarsdóttur, leikskólastjóra Korpukots, sem samkvæmt heimildum hafði í kjölfarið sambandið við barnaverndaryfirvöld. Kristín Björk hefur ekki viljað tjá sig um málið en í tölvupósti sem hún sendi foreldrum segir hún að ekkert renni stoðum undir það að ásakanir móðurinnar eigi við rök að styðjast, en að unnið sé eftir ákveðnum verklagsreglum.Sjá einnig:„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“Málið komið á borð lögreglu Málið er á borði Barnaverndar Kópavogs en Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við fjölskyldu barnsins. Það barst nýlega inn á borð lögreglu, en lögum samkvæmt á barnavernd að hafa frumkvæði að því hvort óska eigi eftir lögreglurannsókn vegna brots gegn barni. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókn málsins miðar, hvorki frá lögreglu né Barnavernd Kópavogs. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að því að safna gögnum um málið, en umræddur leikskóli er einkarekinn og lýtur því öðrum reglum en leikskólar á vegum borgarinnar. Að sögn Helga Grímssonar, formanns skóla- og frístundasviðs, hefur leikskólinn fengið viðeigandi ráðleggingar, en segist lítið geta tjáð sig um málið að öðru leyti. Heimildir herma þó að borgin hafi þegar farið í eftirlitsferðir á leikskólann. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Tengdar fréttir „Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Leikskólastjóri á leikskóla í Grafarvogi segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hún hafnar þessum ásökunum. 13. október 2016 10:46 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Starfsmaður á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, sem sakaður er um að hafa beitt barn á leikskólanum ofbeldi, hefur verið leystur frá störfum á meðan málið er í rannsókn barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Honum hefur verið boðin sálfræðimeðferð og starfsfólki leikskólans áfallahjálp, samkvæmt heimildum fréttastofu. Barnið sem um ræðir er tveggja ára stúlka. Hún er sögð hafa komið heim af leikskólanum fyrir nokkru síðan með áverka á læri, sem móðir hennar telur af mannavöldum. Móðirin fór á fund með Kristínu Björk Viðarsdóttur, leikskólastjóra Korpukots, sem samkvæmt heimildum hafði í kjölfarið sambandið við barnaverndaryfirvöld. Kristín Björk hefur ekki viljað tjá sig um málið en í tölvupósti sem hún sendi foreldrum segir hún að ekkert renni stoðum undir það að ásakanir móðurinnar eigi við rök að styðjast, en að unnið sé eftir ákveðnum verklagsreglum.Sjá einnig:„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“Málið komið á borð lögreglu Málið er á borði Barnaverndar Kópavogs en Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við fjölskyldu barnsins. Það barst nýlega inn á borð lögreglu, en lögum samkvæmt á barnavernd að hafa frumkvæði að því hvort óska eigi eftir lögreglurannsókn vegna brots gegn barni. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókn málsins miðar, hvorki frá lögreglu né Barnavernd Kópavogs. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að því að safna gögnum um málið, en umræddur leikskóli er einkarekinn og lýtur því öðrum reglum en leikskólar á vegum borgarinnar. Að sögn Helga Grímssonar, formanns skóla- og frístundasviðs, hefur leikskólinn fengið viðeigandi ráðleggingar, en segist lítið geta tjáð sig um málið að öðru leyti. Heimildir herma þó að borgin hafi þegar farið í eftirlitsferðir á leikskólann. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar.
Tengdar fréttir „Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Leikskólastjóri á leikskóla í Grafarvogi segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hún hafnar þessum ásökunum. 13. október 2016 10:46 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Leikskólastjóri á leikskóla í Grafarvogi segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hún hafnar þessum ásökunum. 13. október 2016 10:46