„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. október 2016 10:46 Móðir barnsins taldi áverkana af mannavöldum og gerði yfirvöldum viðvart. Ekki er vitað hvers eðlis áverkarnir voru. vísir/vilhelm Kristín Björk Viðarsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hins vegar bendi ekkert til þess að ásakanir um ofbeldið eigi við rök að styðjast. Alvarlegar ásakanir á hendur starfsmanninum hafa verið birtar á netinu undir nafnleynd og er málið komið á borð barnaverndar. „Munnleg ásökun barst mér fyrir nokkru frá ákveðnu foreldri og í kjölfar var málið skoðað innanhúss skv. verklagsreglum. M.a. var leitað eftir ráðum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Við athugunina fannst ekkert sem skaut stoðum undir að ásökunin ætti við rök að styðjast, en búið er að senda greinargerð um málið til Skóla- og frístundasviðs,“ segir Kristín Björk í tölvupósti til foreldra.Greint var frá því á Vísi í gær að málið sé komið á borð barnaverndar Kópavogs. Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við leikskólans og var málinu því vísað til næsta sveitarfélags. Barnið er sagt hafa komið heim af leikskólanum sem móðirin taldi af mannavöldum, en ekki liggur fyrir hvers eðlis áverkarnir eru.Ásakanirnar koma illa við starfsfólk Kristín segir ásakanirnar koma illa við starfsfólk leikskólans, en hún hefur ekki viljað tjá sig um hvort umræddur starfsmaður sé enn við störf. „Leikskólar eru bundnir trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og geta almennt ekki tjáð sig um einstök mál. Fyrir mig sem leikskólastjóra er illmögulegt að verja æru starfsmanna þegar ásakanir eru settar fram nafnlaust á netmiðli eins og hér hefur verið gert, en þó get ég sagt að þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið,“ segir Kristín í tölvupóstinum. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur við málum á borð við þessi, segir málið enn ekki komið til sín. Hins vegar taki það oft nokkra daga fyrir málin að berast.Hlutverk leikskólans að grípa til viðeigandi aðgerða Leikskólinn Korpukot er einkarekinn. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. „Eftirlit með sjálfstætt reknum leikskólum fer fram með ytra mati á þeim auk reglubundins eftirlits en skv. 4. gr. reglugerðar um mat og eftirlit með leikskólum nr. 893/2009 skal ef fram koma vísbendingar um að leikskóli fari ekki að lögum og sinni ekki lögbundnum skyldum sínum, gengið úr skugga um hvort rétt sé og séð til þess að viðeigandi úrbætur séu gerðar sé þess þörf. Tekið er fram að rekstraraðilar og leikskólastjórar sjálfstætt rekinna leikskóla bera ábyrgð á starfsemi þeirra gagnvart Reykjavíkurborg og er það því hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Varði mál meinta óviðeigandi framkomu gagnvart barni er málsmeðferð barnsins unnin af Barnavernd,“ segir Sigrún. Tengdar fréttir Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Kristín Björk Viðarsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hins vegar bendi ekkert til þess að ásakanir um ofbeldið eigi við rök að styðjast. Alvarlegar ásakanir á hendur starfsmanninum hafa verið birtar á netinu undir nafnleynd og er málið komið á borð barnaverndar. „Munnleg ásökun barst mér fyrir nokkru frá ákveðnu foreldri og í kjölfar var málið skoðað innanhúss skv. verklagsreglum. M.a. var leitað eftir ráðum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Við athugunina fannst ekkert sem skaut stoðum undir að ásökunin ætti við rök að styðjast, en búið er að senda greinargerð um málið til Skóla- og frístundasviðs,“ segir Kristín Björk í tölvupósti til foreldra.Greint var frá því á Vísi í gær að málið sé komið á borð barnaverndar Kópavogs. Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við leikskólans og var málinu því vísað til næsta sveitarfélags. Barnið er sagt hafa komið heim af leikskólanum sem móðirin taldi af mannavöldum, en ekki liggur fyrir hvers eðlis áverkarnir eru.Ásakanirnar koma illa við starfsfólk Kristín segir ásakanirnar koma illa við starfsfólk leikskólans, en hún hefur ekki viljað tjá sig um hvort umræddur starfsmaður sé enn við störf. „Leikskólar eru bundnir trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og geta almennt ekki tjáð sig um einstök mál. Fyrir mig sem leikskólastjóra er illmögulegt að verja æru starfsmanna þegar ásakanir eru settar fram nafnlaust á netmiðli eins og hér hefur verið gert, en þó get ég sagt að þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið,“ segir Kristín í tölvupóstinum. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur við málum á borð við þessi, segir málið enn ekki komið til sín. Hins vegar taki það oft nokkra daga fyrir málin að berast.Hlutverk leikskólans að grípa til viðeigandi aðgerða Leikskólinn Korpukot er einkarekinn. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. „Eftirlit með sjálfstætt reknum leikskólum fer fram með ytra mati á þeim auk reglubundins eftirlits en skv. 4. gr. reglugerðar um mat og eftirlit með leikskólum nr. 893/2009 skal ef fram koma vísbendingar um að leikskóli fari ekki að lögum og sinni ekki lögbundnum skyldum sínum, gengið úr skugga um hvort rétt sé og séð til þess að viðeigandi úrbætur séu gerðar sé þess þörf. Tekið er fram að rekstraraðilar og leikskólastjórar sjálfstætt rekinna leikskóla bera ábyrgð á starfsemi þeirra gagnvart Reykjavíkurborg og er það því hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Varði mál meinta óviðeigandi framkomu gagnvart barni er málsmeðferð barnsins unnin af Barnavernd,“ segir Sigrún.
Tengdar fréttir Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48