„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. október 2016 10:46 Móðir barnsins taldi áverkana af mannavöldum og gerði yfirvöldum viðvart. Ekki er vitað hvers eðlis áverkarnir voru. vísir/vilhelm Kristín Björk Viðarsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hins vegar bendi ekkert til þess að ásakanir um ofbeldið eigi við rök að styðjast. Alvarlegar ásakanir á hendur starfsmanninum hafa verið birtar á netinu undir nafnleynd og er málið komið á borð barnaverndar. „Munnleg ásökun barst mér fyrir nokkru frá ákveðnu foreldri og í kjölfar var málið skoðað innanhúss skv. verklagsreglum. M.a. var leitað eftir ráðum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Við athugunina fannst ekkert sem skaut stoðum undir að ásökunin ætti við rök að styðjast, en búið er að senda greinargerð um málið til Skóla- og frístundasviðs,“ segir Kristín Björk í tölvupósti til foreldra.Greint var frá því á Vísi í gær að málið sé komið á borð barnaverndar Kópavogs. Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við leikskólans og var málinu því vísað til næsta sveitarfélags. Barnið er sagt hafa komið heim af leikskólanum sem móðirin taldi af mannavöldum, en ekki liggur fyrir hvers eðlis áverkarnir eru.Ásakanirnar koma illa við starfsfólk Kristín segir ásakanirnar koma illa við starfsfólk leikskólans, en hún hefur ekki viljað tjá sig um hvort umræddur starfsmaður sé enn við störf. „Leikskólar eru bundnir trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og geta almennt ekki tjáð sig um einstök mál. Fyrir mig sem leikskólastjóra er illmögulegt að verja æru starfsmanna þegar ásakanir eru settar fram nafnlaust á netmiðli eins og hér hefur verið gert, en þó get ég sagt að þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið,“ segir Kristín í tölvupóstinum. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur við málum á borð við þessi, segir málið enn ekki komið til sín. Hins vegar taki það oft nokkra daga fyrir málin að berast.Hlutverk leikskólans að grípa til viðeigandi aðgerða Leikskólinn Korpukot er einkarekinn. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. „Eftirlit með sjálfstætt reknum leikskólum fer fram með ytra mati á þeim auk reglubundins eftirlits en skv. 4. gr. reglugerðar um mat og eftirlit með leikskólum nr. 893/2009 skal ef fram koma vísbendingar um að leikskóli fari ekki að lögum og sinni ekki lögbundnum skyldum sínum, gengið úr skugga um hvort rétt sé og séð til þess að viðeigandi úrbætur séu gerðar sé þess þörf. Tekið er fram að rekstraraðilar og leikskólastjórar sjálfstætt rekinna leikskóla bera ábyrgð á starfsemi þeirra gagnvart Reykjavíkurborg og er það því hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Varði mál meinta óviðeigandi framkomu gagnvart barni er málsmeðferð barnsins unnin af Barnavernd,“ segir Sigrún. Tengdar fréttir Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Kristín Björk Viðarsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hins vegar bendi ekkert til þess að ásakanir um ofbeldið eigi við rök að styðjast. Alvarlegar ásakanir á hendur starfsmanninum hafa verið birtar á netinu undir nafnleynd og er málið komið á borð barnaverndar. „Munnleg ásökun barst mér fyrir nokkru frá ákveðnu foreldri og í kjölfar var málið skoðað innanhúss skv. verklagsreglum. M.a. var leitað eftir ráðum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Við athugunina fannst ekkert sem skaut stoðum undir að ásökunin ætti við rök að styðjast, en búið er að senda greinargerð um málið til Skóla- og frístundasviðs,“ segir Kristín Björk í tölvupósti til foreldra.Greint var frá því á Vísi í gær að málið sé komið á borð barnaverndar Kópavogs. Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við leikskólans og var málinu því vísað til næsta sveitarfélags. Barnið er sagt hafa komið heim af leikskólanum sem móðirin taldi af mannavöldum, en ekki liggur fyrir hvers eðlis áverkarnir eru.Ásakanirnar koma illa við starfsfólk Kristín segir ásakanirnar koma illa við starfsfólk leikskólans, en hún hefur ekki viljað tjá sig um hvort umræddur starfsmaður sé enn við störf. „Leikskólar eru bundnir trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og geta almennt ekki tjáð sig um einstök mál. Fyrir mig sem leikskólastjóra er illmögulegt að verja æru starfsmanna þegar ásakanir eru settar fram nafnlaust á netmiðli eins og hér hefur verið gert, en þó get ég sagt að þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið,“ segir Kristín í tölvupóstinum. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur við málum á borð við þessi, segir málið enn ekki komið til sín. Hins vegar taki það oft nokkra daga fyrir málin að berast.Hlutverk leikskólans að grípa til viðeigandi aðgerða Leikskólinn Korpukot er einkarekinn. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. „Eftirlit með sjálfstætt reknum leikskólum fer fram með ytra mati á þeim auk reglubundins eftirlits en skv. 4. gr. reglugerðar um mat og eftirlit með leikskólum nr. 893/2009 skal ef fram koma vísbendingar um að leikskóli fari ekki að lögum og sinni ekki lögbundnum skyldum sínum, gengið úr skugga um hvort rétt sé og séð til þess að viðeigandi úrbætur séu gerðar sé þess þörf. Tekið er fram að rekstraraðilar og leikskólastjórar sjálfstætt rekinna leikskóla bera ábyrgð á starfsemi þeirra gagnvart Reykjavíkurborg og er það því hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Varði mál meinta óviðeigandi framkomu gagnvart barni er málsmeðferð barnsins unnin af Barnavernd,“ segir Sigrún.
Tengdar fréttir Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48