Borgaryfirvöld íhuga að fækka kanínum í Elliðaárdal með veiðum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Stefnt er að uppsetningu varúðarskilta um kanínur við hjólastíga í Elliðaárdal. Mynd/Reykjavíkurborg Meðal möguleika sem Reykjavíkurborg skoðar til að stemma stigu við útbreiðslu kanína í Elliðaárdal eru veiðar og bann við að fóðra þær. Á miðvikudaginn var minnisblað lagt fram í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur með hugmyndum að mögulegum aðgerðum til að fækka kanínum í neðanverðum Elliðaárdal. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um aðgerðirnar. Hins vegar er reiknað með að varúðarskilti um kanínur verði sett upp við hjólastíga í Elliðaárdal á næstunni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tilfellum þar sem árekstrar hafa orðið við kanínur farið fjölgandi. Nú síðast fyrir nokkrum vikum varð alvarlegt hjólreiðaslys þar sem hjólreiðamaðurinn varð meðal annars fyrir beinbrotum og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd dýra. Meðal aðgerða sem lagðar eru til umræðu fyrir umhverfis- og skipulagsráð er að kanínum á svæðinu sé fækkað kerfisbundið með veiðum, og þyrfti þá undanþágu frá lögum. Einnig er lagt til að setja strangar reglur um að bannað sé að fóðra kanínurnar í Elliðaárdal. Til að tryggja öryggi er meðal annars lagt til að setja upp sérstök varúðarskilti. Þegar hefur verið rætt við Vegagerðina og lögregluna um að útbúa lága kanínuhelda girðingu meðfram aðreininni sem liggur frá Stekkjarbakka út á Reykjanesbraut. Málið verður skoðað frekar í ráðinu. Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri, sem ritaði minnisblaðið, segir mikilvægt að ítreka að það sé afar óæskilegt og í raun brot á lögum um velferð dýra að sleppa gælukanínum lausum úti í náttúrunni. „Fólk sem vill ekki eiga kanínurnar sínar ætti að finna önnur heimili fyrir kanínurnar eða láta svæfa þær á mannúðlegan hátt hjá dýralækni,“ segir Snorri Sigurðsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Meðal möguleika sem Reykjavíkurborg skoðar til að stemma stigu við útbreiðslu kanína í Elliðaárdal eru veiðar og bann við að fóðra þær. Á miðvikudaginn var minnisblað lagt fram í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur með hugmyndum að mögulegum aðgerðum til að fækka kanínum í neðanverðum Elliðaárdal. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um aðgerðirnar. Hins vegar er reiknað með að varúðarskilti um kanínur verði sett upp við hjólastíga í Elliðaárdal á næstunni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tilfellum þar sem árekstrar hafa orðið við kanínur farið fjölgandi. Nú síðast fyrir nokkrum vikum varð alvarlegt hjólreiðaslys þar sem hjólreiðamaðurinn varð meðal annars fyrir beinbrotum og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd dýra. Meðal aðgerða sem lagðar eru til umræðu fyrir umhverfis- og skipulagsráð er að kanínum á svæðinu sé fækkað kerfisbundið með veiðum, og þyrfti þá undanþágu frá lögum. Einnig er lagt til að setja strangar reglur um að bannað sé að fóðra kanínurnar í Elliðaárdal. Til að tryggja öryggi er meðal annars lagt til að setja upp sérstök varúðarskilti. Þegar hefur verið rætt við Vegagerðina og lögregluna um að útbúa lága kanínuhelda girðingu meðfram aðreininni sem liggur frá Stekkjarbakka út á Reykjanesbraut. Málið verður skoðað frekar í ráðinu. Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri, sem ritaði minnisblaðið, segir mikilvægt að ítreka að það sé afar óæskilegt og í raun brot á lögum um velferð dýra að sleppa gælukanínum lausum úti í náttúrunni. „Fólk sem vill ekki eiga kanínurnar sínar ætti að finna önnur heimili fyrir kanínurnar eða láta svæfa þær á mannúðlegan hátt hjá dýralækni,“ segir Snorri Sigurðsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira