Mæting víða undir væntingum Vera Einarsdóttir skrifar 12. október 2016 11:30 Lára segir mögulega skýringu þess að konur mæti ekki í hópleit vera að þær séu einkennalausar. Hún bendir hins vegar á að krabbamein sé oft einkennalaust og þá sérstaklega á byrjunarstigi þegar auðveldast er að ráða við það. MYND/GVA Sextíu og átta prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára mæta að meðaltali reglulega í brjóstamyndatöku hér á landi. 80% mæting væri ásættanlegri. Mætingin er mismunandi eftir landshlutum og hvað síst á höfuðborgarsvæðinu. Lára G. Sigurðardóttir læknir segir aðsókn í leitina taka kipp í kringum árvekniátök Krabbameinsfélagsins og að flestar konur séu ánægðar með síðustu skoðun. Mæting í skipulagða hópleit að brjóstakrabbameini sem konur á aldrinum 40-69 ára eru boðaðar í er mismunandi eftir landshlutum. Konur á Siglufirði, Ólafsfirði og Húsavík mæta best. Þar er hlutfallið í kringum 85 prósent. Konur í póstnúmeri 101, í Reykjanesbæ, póstnúmeri 111 og á Raufarhöfn eru á meðal þeirra sem mæta verst og er hlutfallið í sumum tilfellum vel undir 60 prósentum. Að meðaltali mæta 68 prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára í reglulega leit. Þær mættu að sögn Láru G. Sigurðardóttur, læknis og fræðslustjóra Krabbameinsfélagsins, vera mun fleiri. Að sögn Láru segja um 80 prósent kvenna framtaksleysi og tímaskort vera ástæðu þess að þær mæti ekki í reglulega hópleit. „Þetta á bæði við um brjóstakrabbameins- og leghálskrabbameinsleitina. Þær gefa sér hreinlega ekki tíma. Mögulega er það vegna þess að þær eru ekki með nein einkenni en við viljum ekki síst fá einkennalausar konur,“ segir Lára og bendir á að krabbamein sé oft einkennalaust og þá sérstaklega á byrjunarstigi þegar auðveldast er að ráða við það.Flestar ánægðar Lára segir einhverjum konum vaxa skoðunin í augum en að það sé yfirleitt óþarfi. „Skoðunin sjálf tekur skamman tíma og er oftast án nokkurra óþæginda. Það eru teknar tvær röntgenmyndir af hvoru brjósti. Það fer svolítið eftir einstaklingum hversu langan tíma það tekur en að jafnaði eru þetta ekki nema fimm til tíu mínútur.“ Að sögn Láru eru 87 prósent þeirra kvenna sem mæta ánægðar með síðustu komu. Ef einhver breyting eða óregla finnst á myndinni er hringt í konuna og hún kölluð í ómskoðun. „Það fer svo eftir því hvað hún sýnir hvort gerð er ástunga eða ekki.“ Lára segir ekkert einfalt svar við því af hverju konur mæti misvel í leitina eftir landshlutum. „Á höfuðborgarsvæðinu er aðgengi að leitinni gott og kannski gerir nálægðin það að verkum að skoðuninni er slegið á frest. Konur sem hafa bara tök á því að fara í skoðun einu sinni á ári nota kannski tímann betur, þó ég geti ekkert fullyrt um það. Þá skýrist þetta mögulega að einhverju leyti af fjölda útlendinga í sumum hverfum,“ segir Lára en ítrekar að allar konur sem eru skráðar í þjóðskrá fái bréf.Umræða hefur áhrif á aðsókn Spurð að því hvort greina megi mun á aðsókn í hópleit í kringum árvekniátök Krabbameinsfélagsins segir Lára svo vera. „Yfirleitt eru símalínurnar rauðglóandi hjá okkur á meðan átak stendur yfir og mánuðina á eftir. Hún á það síðan til að dala og við virðumst alltaf þurfa að minna á. Eins koma fram nýjar kynslóðir sem nauðsynlegt er að ná til.“ Lára segir reynslusögur og tölulegar staðreyndir einna helst ýta við fólki. „Ef einhver sem hefur greinst ungur stígur fram, á fólk það til að koma til okkar og sömuleiðis ef einhver nákominn greinist.“Ekki hægt að skima fyrir öllu Lára segist oft fá þá spurningu hvort ekki sé bara hægt að skima fyrir öllu krabbameini í einu. „Það væri auðvitað óskandi og þó vísindamenn séu sífellt að leita nýrra leiða erum við því miður ekki komin á þann stað. Í raun eru það bara þrjú krabbamein sem skimað er fyrir en það eru leghálskrabbamein, brjóstakrabbamein og ristilkrabbamein. Nú þegar er skimað fyrir legháls- og brjóstakrabbameini hér á landi en til stendur að taka upp skipulagða ristilkrabbameinsleit eftir áramót. Í sumum löndum er svo skimað fyrir lungnakrabbameini hjá ungu fólki sem hefur reykt í meira en tuttugu ár en það er ekki gert hér á landi,“ upplýsir Lára. Hún segir krabbamein mjög flókinn sjúkdóm. „Þetta eru í raun um 200 mismunandi sjúkdómar sem hegða sér ólíkt á milli einstaklinga. Frumurnar hegða sér aldrei eins og horfur tveggja einstaklinga með sama krabbamein eru ekki endilega þær sömu.“ Nokkrar tegundir krabbameins eru algengari en aðrar og er að sögn Láru lögð mest áhersla á að finna aðferðir til að skima fyrir þeim. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
Sextíu og átta prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára mæta að meðaltali reglulega í brjóstamyndatöku hér á landi. 80% mæting væri ásættanlegri. Mætingin er mismunandi eftir landshlutum og hvað síst á höfuðborgarsvæðinu. Lára G. Sigurðardóttir læknir segir aðsókn í leitina taka kipp í kringum árvekniátök Krabbameinsfélagsins og að flestar konur séu ánægðar með síðustu skoðun. Mæting í skipulagða hópleit að brjóstakrabbameini sem konur á aldrinum 40-69 ára eru boðaðar í er mismunandi eftir landshlutum. Konur á Siglufirði, Ólafsfirði og Húsavík mæta best. Þar er hlutfallið í kringum 85 prósent. Konur í póstnúmeri 101, í Reykjanesbæ, póstnúmeri 111 og á Raufarhöfn eru á meðal þeirra sem mæta verst og er hlutfallið í sumum tilfellum vel undir 60 prósentum. Að meðaltali mæta 68 prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára í reglulega leit. Þær mættu að sögn Láru G. Sigurðardóttur, læknis og fræðslustjóra Krabbameinsfélagsins, vera mun fleiri. Að sögn Láru segja um 80 prósent kvenna framtaksleysi og tímaskort vera ástæðu þess að þær mæti ekki í reglulega hópleit. „Þetta á bæði við um brjóstakrabbameins- og leghálskrabbameinsleitina. Þær gefa sér hreinlega ekki tíma. Mögulega er það vegna þess að þær eru ekki með nein einkenni en við viljum ekki síst fá einkennalausar konur,“ segir Lára og bendir á að krabbamein sé oft einkennalaust og þá sérstaklega á byrjunarstigi þegar auðveldast er að ráða við það.Flestar ánægðar Lára segir einhverjum konum vaxa skoðunin í augum en að það sé yfirleitt óþarfi. „Skoðunin sjálf tekur skamman tíma og er oftast án nokkurra óþæginda. Það eru teknar tvær röntgenmyndir af hvoru brjósti. Það fer svolítið eftir einstaklingum hversu langan tíma það tekur en að jafnaði eru þetta ekki nema fimm til tíu mínútur.“ Að sögn Láru eru 87 prósent þeirra kvenna sem mæta ánægðar með síðustu komu. Ef einhver breyting eða óregla finnst á myndinni er hringt í konuna og hún kölluð í ómskoðun. „Það fer svo eftir því hvað hún sýnir hvort gerð er ástunga eða ekki.“ Lára segir ekkert einfalt svar við því af hverju konur mæti misvel í leitina eftir landshlutum. „Á höfuðborgarsvæðinu er aðgengi að leitinni gott og kannski gerir nálægðin það að verkum að skoðuninni er slegið á frest. Konur sem hafa bara tök á því að fara í skoðun einu sinni á ári nota kannski tímann betur, þó ég geti ekkert fullyrt um það. Þá skýrist þetta mögulega að einhverju leyti af fjölda útlendinga í sumum hverfum,“ segir Lára en ítrekar að allar konur sem eru skráðar í þjóðskrá fái bréf.Umræða hefur áhrif á aðsókn Spurð að því hvort greina megi mun á aðsókn í hópleit í kringum árvekniátök Krabbameinsfélagsins segir Lára svo vera. „Yfirleitt eru símalínurnar rauðglóandi hjá okkur á meðan átak stendur yfir og mánuðina á eftir. Hún á það síðan til að dala og við virðumst alltaf þurfa að minna á. Eins koma fram nýjar kynslóðir sem nauðsynlegt er að ná til.“ Lára segir reynslusögur og tölulegar staðreyndir einna helst ýta við fólki. „Ef einhver sem hefur greinst ungur stígur fram, á fólk það til að koma til okkar og sömuleiðis ef einhver nákominn greinist.“Ekki hægt að skima fyrir öllu Lára segist oft fá þá spurningu hvort ekki sé bara hægt að skima fyrir öllu krabbameini í einu. „Það væri auðvitað óskandi og þó vísindamenn séu sífellt að leita nýrra leiða erum við því miður ekki komin á þann stað. Í raun eru það bara þrjú krabbamein sem skimað er fyrir en það eru leghálskrabbamein, brjóstakrabbamein og ristilkrabbamein. Nú þegar er skimað fyrir legháls- og brjóstakrabbameini hér á landi en til stendur að taka upp skipulagða ristilkrabbameinsleit eftir áramót. Í sumum löndum er svo skimað fyrir lungnakrabbameini hjá ungu fólki sem hefur reykt í meira en tuttugu ár en það er ekki gert hér á landi,“ upplýsir Lára. Hún segir krabbamein mjög flókinn sjúkdóm. „Þetta eru í raun um 200 mismunandi sjúkdómar sem hegða sér ólíkt á milli einstaklinga. Frumurnar hegða sér aldrei eins og horfur tveggja einstaklinga með sama krabbamein eru ekki endilega þær sömu.“ Nokkrar tegundir krabbameins eru algengari en aðrar og er að sögn Láru lögð mest áhersla á að finna aðferðir til að skima fyrir þeim.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira