„Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir bæði þessi slys“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2016 10:04 Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu og er varaformaður FÍB. Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, segir slysin tvö á Reykjanesbraut á mánudag hafa verið fyrirséð. Öllum sé ljóst hvað hefði komið í veg fyrir þau. „Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir þessi slys og það er að það væri miðjuskipting þarna. Það væri að hafa vegrið í miðjunni, eða tvöföldun með vegrið í miðjunni. Þetta er það sem skiptir máli og við erum búin að vita þetta lengi,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Reykjanesbraut á mánudag. Annað þeirra varð þegar tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Hitt varð í árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar við Áslandshverfi í Hafnarfirði þegar lögregla og sjúkralið óku forgangsakstur með ökumann bílsins úr slysinu við Rósaselstorg.Taki tvær vikur að bæta úr ástandinu „Það er margt búið að dynja á Reykjanesbrautinni, allt meira og minna fyrirséð,“ segir Ólafur og bendir á að kaflinn frá Kaplakrika á Reykjanesbraut að flugstöðinni sé fimmti slysamesti vegakafli landsins. Hægt sé að bæta úr ástandinu með einföldum hætti. „Ljósastaurarnir eru ekki af viðurkenndri gerð. Það er búið að slökkva á öðrum hverjum staur þannig að þeir eru ekki til neins nema bara keyra á þá. En það sem við gætum gert strax er að laga þessa tvo kafla til endanna og setja bara hreinlega vegrið eða vír í miðjuna og banna framúrakstur þar sem öll þessi slys eru. Það getum við gert á hálfum mánuði, þremur vikum,“ segir hann. „Við ættum að banna vinstri beygjurnar sem eru fyrir ofan Reykjanesbæ þannig að menn verði bara að nota hringtorgin ef þeir ætla að fara inn í Reykjanesbæ. Við ættum líka að gera það sama Hafnarfjarðarmegin, það er frá Straumi að álverinu og alveg inn að hæðinni þar sem slysið varð á mánudag.“ Ólafur segir jafnframt að fræða þurfi fólk og hvetur fólk jafnframt til þess að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða. „Slysið sem átti sér stað, þar sem lögreglumaðurinn og sjúkrabíllinn áttu í hlut, þar voru bara röng viðbrögð almennings við því sem var í gangi," útskýrir Ólafur, sem er sérfræðingur hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu.Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00 Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15 Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28 Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, segir slysin tvö á Reykjanesbraut á mánudag hafa verið fyrirséð. Öllum sé ljóst hvað hefði komið í veg fyrir þau. „Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir þessi slys og það er að það væri miðjuskipting þarna. Það væri að hafa vegrið í miðjunni, eða tvöföldun með vegrið í miðjunni. Þetta er það sem skiptir máli og við erum búin að vita þetta lengi,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Reykjanesbraut á mánudag. Annað þeirra varð þegar tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Hitt varð í árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar við Áslandshverfi í Hafnarfirði þegar lögregla og sjúkralið óku forgangsakstur með ökumann bílsins úr slysinu við Rósaselstorg.Taki tvær vikur að bæta úr ástandinu „Það er margt búið að dynja á Reykjanesbrautinni, allt meira og minna fyrirséð,“ segir Ólafur og bendir á að kaflinn frá Kaplakrika á Reykjanesbraut að flugstöðinni sé fimmti slysamesti vegakafli landsins. Hægt sé að bæta úr ástandinu með einföldum hætti. „Ljósastaurarnir eru ekki af viðurkenndri gerð. Það er búið að slökkva á öðrum hverjum staur þannig að þeir eru ekki til neins nema bara keyra á þá. En það sem við gætum gert strax er að laga þessa tvo kafla til endanna og setja bara hreinlega vegrið eða vír í miðjuna og banna framúrakstur þar sem öll þessi slys eru. Það getum við gert á hálfum mánuði, þremur vikum,“ segir hann. „Við ættum að banna vinstri beygjurnar sem eru fyrir ofan Reykjanesbæ þannig að menn verði bara að nota hringtorgin ef þeir ætla að fara inn í Reykjanesbæ. Við ættum líka að gera það sama Hafnarfjarðarmegin, það er frá Straumi að álverinu og alveg inn að hæðinni þar sem slysið varð á mánudag.“ Ólafur segir jafnframt að fræða þurfi fólk og hvetur fólk jafnframt til þess að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða. „Slysið sem átti sér stað, þar sem lögreglumaðurinn og sjúkrabíllinn áttu í hlut, þar voru bara röng viðbrögð almennings við því sem var í gangi," útskýrir Ólafur, sem er sérfræðingur hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu.Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00 Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15 Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28 Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00
Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15
Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28
Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59