Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnapillunar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 3. október 2016 21:25 Pillan er algengasta getnaðarvörn íslenskra kvenna. NordicPhotos/Getty Ný rannsókn hefur leitt í ljós að getnaðarvarnapillan getur aukið líkur á þunglyndi. Fram kemur í frétt The Guardian að rannsóknin, sem gerð var af læknum í Kaupmannahafnarháskóla, sé sú stærsta sinnar tegundar. Milljón danskar konur á aldrinum 15 til 34 ára tóku þátt í rannsókninni en alls var fylgst með þeim í þrettán ár. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að konur sem taka svokallaða samsetta getnaðarvarnapillu eru 23 prósent líklegri en aðrar til þess að greinast með þunglyndi. Konur sem taka svokallaða „míní-pillu“, sem inniheldur aðeins hormónið prógesterón, eru hins vegar 34 prósent líklegri til þess að greinast með þunglyndi. Í fréttinni kemur jafnframt fram að unglingar séu helsti áhættuhópurinn.Pillan sem boðaði frelsi Getnaðarvarnapillan kom á markað í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld en hún var fyrsta lyfseðilsskylda lyfið sem ekki var ætlað til meðhöndlunar á sjúkdómi. Tilkoma pillunnar var talin liður í kvenfrelsisbaráttunni sem var áberandi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Árið 1965 breyttu Bandaríkjamenn löggjöf þess efnis að bannað væri fyrir hjón að nota getnaðarvarnir innan hjónabandsins. Hin nýja getnaðarvarnarpilla, ásamt lagabreytingunni, gerði það að verkum að auðveldara varð fyrir hjón að stjórna því hvenær eða hvort barneignir væru reyndar. Hið sama gilti vitaskuld um einhleypar konur. Tilkoma pillunnar á bandarískum markaði hafði í för með sér víðtækar félagslegar breytingar. Kvenkyns nemendum fjölgaði til muna í háskólum í Bandaríkjunum og fræðimenn hafa haldið því fram að ástæðan fyrir skyndilegri fjölgun kvenna á atvinnumarkaði árið 1970 megi rekja til pillunnar.Lífshættulegar aukaverkanir Þótt kostir pillunar séu margir þá er hún ekki gallalaus. Ýmsir fylgikvillar pillunnar eru þekktir en rannsóknir hafa sýnt fram á að 63,7 prósent kvenna sem byrja að taka pilluna hætta að taka hana innan árs vegna óþægilegra aukaverkana. Þessar aukaverkanir eru yfirleitt andlegir kvillar. Enn alvarlegri aukaverkanir, blóðtappar í æðum, hafa einnig verið tengdar við inntöku sumra tegunda getnaðarvarnarpilla. Blóðtappar geta verið lífshættulegir ef þeir ná að ferðast í lungu eða heila sjúklingsins. Danskir læknar hafa einnig rannsakað þessa fylgni á milli blóðtappa og getnaðarvarnarpillunnar en niðurstöður rannsóknar þeirra sýndu fram á að konur sem taka eldri „kynslóðir“ getnaðarvarnarpilla eru tvisvar sinnum líklegri til þess að fá blóðtappa en aðrar konur.Fréttablaðið ræddi í fyrra við tvær íslenskar konur sem höfðu fengið blóðtappa sem raktir voru til pillunnar. Þær gagnrýndu það báðar að hafa fengið ávísun á pilluna án þess að hafa þurft að gefa upp sjúkra- eða fjölskyldusögu. Tilvik um blóðtappa í tengslum við inntöku pillunar koma upp árlega hér á landi. Læknar og sjúklingar þurfa að vera á varðbergi Øjvind Lidegaard, kvensjúkdómalæknir og meðhöfundur að rannsókninni sagði í kjölfar niðurstaðnanna, að hann telji nauðsynlegt að sjúklingar og læknar séu meðvitaðir um þessar mögulegu aukaverkanir. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þrátt fyrir kostina, þá geta utanaðkomandi hormón einnig framkallað aukaverkanir. Aukin áhætta á þunglyndi er ein þeirra,“ sagði Lidegaard. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að getnaðarvarnapillan getur aukið líkur á þunglyndi. Fram kemur í frétt The Guardian að rannsóknin, sem gerð var af læknum í Kaupmannahafnarháskóla, sé sú stærsta sinnar tegundar. Milljón danskar konur á aldrinum 15 til 34 ára tóku þátt í rannsókninni en alls var fylgst með þeim í þrettán ár. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að konur sem taka svokallaða samsetta getnaðarvarnapillu eru 23 prósent líklegri en aðrar til þess að greinast með þunglyndi. Konur sem taka svokallaða „míní-pillu“, sem inniheldur aðeins hormónið prógesterón, eru hins vegar 34 prósent líklegri til þess að greinast með þunglyndi. Í fréttinni kemur jafnframt fram að unglingar séu helsti áhættuhópurinn.Pillan sem boðaði frelsi Getnaðarvarnapillan kom á markað í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld en hún var fyrsta lyfseðilsskylda lyfið sem ekki var ætlað til meðhöndlunar á sjúkdómi. Tilkoma pillunnar var talin liður í kvenfrelsisbaráttunni sem var áberandi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Árið 1965 breyttu Bandaríkjamenn löggjöf þess efnis að bannað væri fyrir hjón að nota getnaðarvarnir innan hjónabandsins. Hin nýja getnaðarvarnarpilla, ásamt lagabreytingunni, gerði það að verkum að auðveldara varð fyrir hjón að stjórna því hvenær eða hvort barneignir væru reyndar. Hið sama gilti vitaskuld um einhleypar konur. Tilkoma pillunnar á bandarískum markaði hafði í för með sér víðtækar félagslegar breytingar. Kvenkyns nemendum fjölgaði til muna í háskólum í Bandaríkjunum og fræðimenn hafa haldið því fram að ástæðan fyrir skyndilegri fjölgun kvenna á atvinnumarkaði árið 1970 megi rekja til pillunnar.Lífshættulegar aukaverkanir Þótt kostir pillunar séu margir þá er hún ekki gallalaus. Ýmsir fylgikvillar pillunnar eru þekktir en rannsóknir hafa sýnt fram á að 63,7 prósent kvenna sem byrja að taka pilluna hætta að taka hana innan árs vegna óþægilegra aukaverkana. Þessar aukaverkanir eru yfirleitt andlegir kvillar. Enn alvarlegri aukaverkanir, blóðtappar í æðum, hafa einnig verið tengdar við inntöku sumra tegunda getnaðarvarnarpilla. Blóðtappar geta verið lífshættulegir ef þeir ná að ferðast í lungu eða heila sjúklingsins. Danskir læknar hafa einnig rannsakað þessa fylgni á milli blóðtappa og getnaðarvarnarpillunnar en niðurstöður rannsóknar þeirra sýndu fram á að konur sem taka eldri „kynslóðir“ getnaðarvarnarpilla eru tvisvar sinnum líklegri til þess að fá blóðtappa en aðrar konur.Fréttablaðið ræddi í fyrra við tvær íslenskar konur sem höfðu fengið blóðtappa sem raktir voru til pillunnar. Þær gagnrýndu það báðar að hafa fengið ávísun á pilluna án þess að hafa þurft að gefa upp sjúkra- eða fjölskyldusögu. Tilvik um blóðtappa í tengslum við inntöku pillunar koma upp árlega hér á landi. Læknar og sjúklingar þurfa að vera á varðbergi Øjvind Lidegaard, kvensjúkdómalæknir og meðhöfundur að rannsókninni sagði í kjölfar niðurstaðnanna, að hann telji nauðsynlegt að sjúklingar og læknar séu meðvitaðir um þessar mögulegu aukaverkanir. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þrátt fyrir kostina, þá geta utanaðkomandi hormón einnig framkallað aukaverkanir. Aukin áhætta á þunglyndi er ein þeirra,“ sagði Lidegaard.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira