Auðugustu ríkin veita minnsta hjálp Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. október 2016 06:00 grafík/guðmundur snær Meira en helmingur allra flóttamanna heimsins dvelst í tíu löndum. Ekkert þessara tíu landa er í hópi auðugustu ríkja heims. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka Vesturlönd um að koma sér undan ábyrgðinni. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar heims hefji fyrir alvöru uppbyggilegt samtal um það hvernig samfélög okkar ætla sér að hjálpa fólki sem neyðist til þess að yfirgefa heimili sín vegna stríðs og ofsókna,“ segja samtökin í nýrri skýrslu um flóttamannavandann. Alls er það 21 milljón manna sem telst til flóttafólks um þessar mundir. Langflestir þeirra eru í Jórdaníu, alls 2,7 milljóir manna, en af þeim eru 2,1 milljón Palestínumenn sem hafa búið í Jórdaníu áratugum saman. Þar eru hins vegar einnig 664 þúsund manns sem falla undir umboð Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Næstflestir eru í Tyrklandi, eða 2,6 milljónir, og eru flestir þeirra frá Sýrlandi. Tyrkir hýsa nú fleiri flóttamenn frá Sýrlandi en nokkurt annað ríki. Auðugustu lönd heims hafa hins vegar tekið við afar fáum flóttamönnum, segir í skýrslunni. Til dæmis hafa Bretar ekki tekið við nema 11.000 sýrlenskum flóttamönnum frá árinu 2011, sem er harla fátæklegt miðað við þá 656 þúsund sýrlensku flóttamenn sem fengið hafa að doka við í Jórdaníu.Flóttmenn á gangi frá Serbíu í átt að Ungverjalandi.vísir/epaAmnesty International segir þetta sláandi þegar litið er til þess að Bretar eru tíu sinnum fleiri en Jórdanar og þjóðarframleiðsla Jórdaníu er aðeins 1,2 prósent af þjóðarframleiðslu Bretlands. Þá er Evrópusambandið harðlega gagnrýnt fyrir að reyna að koma sér hjá því að takast á við vandann. „Andspænis þessum versta flóttamannavanda sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir áratugum saman þá hefur Evrópusambandið, auðugasta stjórnmálasamband heims, reynt að koma í veg fyrir að hælisleitendur og flóttafólk komist inn fyrir landamæri þess,“ segir í skýrslunni. „Evrópusambandið hefur reist girðingar á landamærum, sent á vettvang sífellt stærri hópa landamæravarða og gert samninga við nágrannaríki um að halda fólki fyrir utan.“ Árið 2014 sóttu um 563 þúsund manns um alþjóðlega vernd í Evrópusambandsríkjunum en árið 2015 urðu umsækjendurnir rúmlega helmingi fleiri, eða 1,26 milljónir manna. „Íbúar Evrópusambandsins eru rétt rúmlega 510 milljónir,“ segir í skýrslunni. „Íbúar Líbanons voru um það bil 4,5 milljónir árið 2013 en samt hýsir Líbanon nú 1,5 milljónir flóttamanna, sem flestir eru frá Sýrlandi.“Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist staðráðinn í að hafna flóttamannakvóta Evrópusambandsins.vísir/epaOrban ætlar að skella í lás Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, ætlar að gera breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að samþykki þingsins þurfi til að heimila fjölmennum hópum flóttafólks að setjast þar að. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í gær, eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina þar sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda samþykkti að hafna flóttamannakvótum Evrópusambandsins. Kosningaþátttakan var að vísu innan við helmingur kosningabærra manna, eða 3,3 milljónir, sem þýðir að atkvæðagreiðslan var ekki marktæk. Orban segist engu að síður ætla að standa við þau áform stjórnarinnar, sem borin voru undir atkvæði. „Það eru 3,3 milljónir manna í Ungverjalandi sem tóku ákvörðun um að þeir muni ekki leyfa neinum öðrum að taka ákvarðanir um málefni innflytjenda og flóttafólks,“ sagði Orban í gær. Ungverjar hafa jafnframt í hyggju að styrkja landamæragirðinguna að Serbíu, sem reist var á síðasta ári til að hindra flóttafólk í að komast yfir landamærin. Í Serbíu sitja þúsundir flóttamanna nú fastar og komast ekki áfram yfir til Ungverjalands. Engu að síður héldu nokkur hundruð þeirra af stað í gær gangandi frá Belgrad í áttina til Ungverjalands. „Við þurfum hvorki mat né vatn,“ sögðu flóttamennirnir og beindu orðum sínum til ungversku stjórnarinnar. „Við viljum að þið opnið landamærin.“ Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki Atkvæðagreiðsla um hvort Ungverjar eigi að veita tæplega 1,300 flóttamönnum hæli í landinu fór fram í dag. 2. október 2016 21:31 Á sjötta þúsund bjargað í gær Gærdagurinn var einn annasamasti dagur sem starfsmenn ítölsku strandgæslunnar hafa átt við að bjarga flóttamönnum frá norðurhluta Afríku og Miðausturlöndum. 4. október 2016 07:00 Kjörsókn gæti ógilt kosningu Útlit er fyrir að slæleg kjörsókn verði til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla Ungverja, um flóttamannakvótakerfi Evrópusambandsins, teljist ógild. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Meira en helmingur allra flóttamanna heimsins dvelst í tíu löndum. Ekkert þessara tíu landa er í hópi auðugustu ríkja heims. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka Vesturlönd um að koma sér undan ábyrgðinni. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar heims hefji fyrir alvöru uppbyggilegt samtal um það hvernig samfélög okkar ætla sér að hjálpa fólki sem neyðist til þess að yfirgefa heimili sín vegna stríðs og ofsókna,“ segja samtökin í nýrri skýrslu um flóttamannavandann. Alls er það 21 milljón manna sem telst til flóttafólks um þessar mundir. Langflestir þeirra eru í Jórdaníu, alls 2,7 milljóir manna, en af þeim eru 2,1 milljón Palestínumenn sem hafa búið í Jórdaníu áratugum saman. Þar eru hins vegar einnig 664 þúsund manns sem falla undir umboð Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Næstflestir eru í Tyrklandi, eða 2,6 milljónir, og eru flestir þeirra frá Sýrlandi. Tyrkir hýsa nú fleiri flóttamenn frá Sýrlandi en nokkurt annað ríki. Auðugustu lönd heims hafa hins vegar tekið við afar fáum flóttamönnum, segir í skýrslunni. Til dæmis hafa Bretar ekki tekið við nema 11.000 sýrlenskum flóttamönnum frá árinu 2011, sem er harla fátæklegt miðað við þá 656 þúsund sýrlensku flóttamenn sem fengið hafa að doka við í Jórdaníu.Flóttmenn á gangi frá Serbíu í átt að Ungverjalandi.vísir/epaAmnesty International segir þetta sláandi þegar litið er til þess að Bretar eru tíu sinnum fleiri en Jórdanar og þjóðarframleiðsla Jórdaníu er aðeins 1,2 prósent af þjóðarframleiðslu Bretlands. Þá er Evrópusambandið harðlega gagnrýnt fyrir að reyna að koma sér hjá því að takast á við vandann. „Andspænis þessum versta flóttamannavanda sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir áratugum saman þá hefur Evrópusambandið, auðugasta stjórnmálasamband heims, reynt að koma í veg fyrir að hælisleitendur og flóttafólk komist inn fyrir landamæri þess,“ segir í skýrslunni. „Evrópusambandið hefur reist girðingar á landamærum, sent á vettvang sífellt stærri hópa landamæravarða og gert samninga við nágrannaríki um að halda fólki fyrir utan.“ Árið 2014 sóttu um 563 þúsund manns um alþjóðlega vernd í Evrópusambandsríkjunum en árið 2015 urðu umsækjendurnir rúmlega helmingi fleiri, eða 1,26 milljónir manna. „Íbúar Evrópusambandsins eru rétt rúmlega 510 milljónir,“ segir í skýrslunni. „Íbúar Líbanons voru um það bil 4,5 milljónir árið 2013 en samt hýsir Líbanon nú 1,5 milljónir flóttamanna, sem flestir eru frá Sýrlandi.“Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist staðráðinn í að hafna flóttamannakvóta Evrópusambandsins.vísir/epaOrban ætlar að skella í lás Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, ætlar að gera breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að samþykki þingsins þurfi til að heimila fjölmennum hópum flóttafólks að setjast þar að. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í gær, eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina þar sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda samþykkti að hafna flóttamannakvótum Evrópusambandsins. Kosningaþátttakan var að vísu innan við helmingur kosningabærra manna, eða 3,3 milljónir, sem þýðir að atkvæðagreiðslan var ekki marktæk. Orban segist engu að síður ætla að standa við þau áform stjórnarinnar, sem borin voru undir atkvæði. „Það eru 3,3 milljónir manna í Ungverjalandi sem tóku ákvörðun um að þeir muni ekki leyfa neinum öðrum að taka ákvarðanir um málefni innflytjenda og flóttafólks,“ sagði Orban í gær. Ungverjar hafa jafnframt í hyggju að styrkja landamæragirðinguna að Serbíu, sem reist var á síðasta ári til að hindra flóttafólk í að komast yfir landamærin. Í Serbíu sitja þúsundir flóttamanna nú fastar og komast ekki áfram yfir til Ungverjalands. Engu að síður héldu nokkur hundruð þeirra af stað í gær gangandi frá Belgrad í áttina til Ungverjalands. „Við þurfum hvorki mat né vatn,“ sögðu flóttamennirnir og beindu orðum sínum til ungversku stjórnarinnar. „Við viljum að þið opnið landamærin.“
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki Atkvæðagreiðsla um hvort Ungverjar eigi að veita tæplega 1,300 flóttamönnum hæli í landinu fór fram í dag. 2. október 2016 21:31 Á sjötta þúsund bjargað í gær Gærdagurinn var einn annasamasti dagur sem starfsmenn ítölsku strandgæslunnar hafa átt við að bjarga flóttamönnum frá norðurhluta Afríku og Miðausturlöndum. 4. október 2016 07:00 Kjörsókn gæti ógilt kosningu Útlit er fyrir að slæleg kjörsókn verði til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla Ungverja, um flóttamannakvótakerfi Evrópusambandsins, teljist ógild. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki Atkvæðagreiðsla um hvort Ungverjar eigi að veita tæplega 1,300 flóttamönnum hæli í landinu fór fram í dag. 2. október 2016 21:31
Á sjötta þúsund bjargað í gær Gærdagurinn var einn annasamasti dagur sem starfsmenn ítölsku strandgæslunnar hafa átt við að bjarga flóttamönnum frá norðurhluta Afríku og Miðausturlöndum. 4. október 2016 07:00
Kjörsókn gæti ógilt kosningu Útlit er fyrir að slæleg kjörsókn verði til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla Ungverja, um flóttamannakvótakerfi Evrópusambandsins, teljist ógild. 3. október 2016 08:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“