Michael Bisping varði titilinn á heimavelli Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. október 2016 05:34 Bisping fagnar sigri. Vísir/Getty Michael Bisping er enn millivigtarmeistari UFC eftir frábæran bardaga gegn Dan Henderson. Bisping bar sigur úr býtum gegn Dan Henderson í aðalbardaga UFC 204 í nótt. UFC 204 fór fram í Manchester í nótt en bardagi Bisping og Dan Henderson hófst kl. 5 á staðartíma í Manchester. Henderson var tvívegis nálægt því að endurtaka leikinn frá 2009 og rota Bisping en tókst ekki. Henderson kýldi Bisping niður í 1. og 2. lotu og var ansi nálægt því að klára bardagann. Bretinn Michael Bisping sýndi þó mikla seiglu og hélt sér inn í bardaganum þrátt fyrir að vera vel vankaður. Bisping naut stuðnings áhorfenda og lenti fleiri höggum en Henderson yfir loturnar fimm. Bisping stóð því uppi sem sigurvegari eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Þetta var síðasti bardagi hins 46 ára Dan Henderson eftir langan og glæsilegan feril. Henderson ávarpaði áhorfendur í lokin og þakkaði fyrir stuðninginn í gegnum árin.Gegard Mousasi átti frábæra frammistöðu er hann sigraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Mousasi vankaði Belfort standandi og kláraði hann svo með höggum í gólfinu.Jimi Manuwa átti svo sína bestu frammistöðu á ferlinum er hann kláraði Ovince St. Preux með rothöggi í 2. lotu. Bardagakvöldið var frábær skemmtun frá upphafi til enda en aðeins tveir af 11 bardögum kvöldsins fóru allar þrjár loturnar. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. 8. október 2016 20:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Michael Bisping er enn millivigtarmeistari UFC eftir frábæran bardaga gegn Dan Henderson. Bisping bar sigur úr býtum gegn Dan Henderson í aðalbardaga UFC 204 í nótt. UFC 204 fór fram í Manchester í nótt en bardagi Bisping og Dan Henderson hófst kl. 5 á staðartíma í Manchester. Henderson var tvívegis nálægt því að endurtaka leikinn frá 2009 og rota Bisping en tókst ekki. Henderson kýldi Bisping niður í 1. og 2. lotu og var ansi nálægt því að klára bardagann. Bretinn Michael Bisping sýndi þó mikla seiglu og hélt sér inn í bardaganum þrátt fyrir að vera vel vankaður. Bisping naut stuðnings áhorfenda og lenti fleiri höggum en Henderson yfir loturnar fimm. Bisping stóð því uppi sem sigurvegari eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Þetta var síðasti bardagi hins 46 ára Dan Henderson eftir langan og glæsilegan feril. Henderson ávarpaði áhorfendur í lokin og þakkaði fyrir stuðninginn í gegnum árin.Gegard Mousasi átti frábæra frammistöðu er hann sigraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Mousasi vankaði Belfort standandi og kláraði hann svo með höggum í gólfinu.Jimi Manuwa átti svo sína bestu frammistöðu á ferlinum er hann kláraði Ovince St. Preux með rothöggi í 2. lotu. Bardagakvöldið var frábær skemmtun frá upphafi til enda en aðeins tveir af 11 bardögum kvöldsins fóru allar þrjár loturnar. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. 8. október 2016 20:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. 8. október 2016 20:00