Erlent

Sárfátækum fækkað um rúmlega milljarð

Um 767 milljónir manna lifðu á rétt rúmum 200 krónum á dag árið 2013.
Um 767 milljónir manna lifðu á rétt rúmum 200 krónum á dag árið 2013.
Erlent  Sárfátækum hefur fækkað um nærri 1,1 milljarð frá því árið 1990. Um 767 milljónir manna lifðu á 1,9 dollurum á dag, rétt rúmum 200 krónum á núverandi gengi, árið 2013. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans Poverty and Shared Prosperity 2016. Rúmlega helmingur fátækra í heiminum býr í Afríku sunnan Sahara. Um 80 prósent fátæks fólks býr í dreifbýli. Fátækt fólk er líklegra til að vera ungt og með litla menntun, búa á heimilum með mörgum börnum og að starfa í landbúnaði. Alþjóðabankinn setti sér það markmið árið 2013 að útrýma sárfátækt fyrir árið 2030. Fram kemur í skýrslunni að gríðarlegar framfarir hafa orðið í samdrætti fátæktar. Ójöfnuður sé hins vegar áfram mjög mikill. Ójöfnuður hefur neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og getur komið í veg fyrir að ná takmarkinu um útrýmingu sárfátæktar. – sg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×