Innlent

Skjálftahrinan tengist niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjun

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hellisheiðarvirkjun
Hellisheiðarvirkjun Vísir/Vilhelm
Yfirferð jarðvísindafólks Veðurstofu Íslands gefur til kynna að skjálftahrina við Húsmúla síðustu daga tengist niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjun. Niðurdælingin er stöðu og jöfn en þó kunna spennubreytingar í jarðskorpunni á svæðinu að hafa breytt áhrifum niðurdælingarinnar.

Vísinda- og tæknifólk hjá Orku náttúrunnar og  Orkuveitu Reykjavíkur mun fara yfir þessar niðurstöður sérfræðinga Veðurstofunnar með þeim ásamt fleiri vísindamönnum. Reynt verður að finna út hvort ástæða er til breytinga á verklagi við niðurdælingu og þá hvaða breytinga sé krafist. Niðurdælingu hefur verið haldið stöðugri frá því áður en hrinan hófst. Snöggar breytingar á henni geta valdið skjálftum. Þetta kemur fram í frétt á vef Orku náttúrunnar.

Frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun árið 2006 hefur vinnsluvatni frá virkjuninni verið dælt niður í jarðhitageymi. Dælt er niður á tveimur stöðum, við Gráuhnúka og Húsmúla. Um 700-800 lítrum er dælt niður á sekúndu.

Árið 2011 urðu gikkskjálftar við Húsmúla, en þá hafði vatnið virkað eins og smurning og losað um spennu í jarðlögunum. Í kjölfarið var tekið upp verkleg um að forðast snöggar breytingar á högun niðurdælingar og að láta almenning og yfirvöld vita fyrir fram þegar breytingar væru gerðar á niðurdælingu.


Tengdar fréttir

Rannsaka skjálftavirkni við Húsmúla

Sérfræðingar Orkuveitunnar fara nú yfir skjálftavirkni helgarinnar. Markmiðið er að finna út hvort skjálftarnir tengist niðurdælingu vinnsluvatns frá Hellisheiðarvirkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×