Stefanía segir óánægju með útkomu prófkjara gamalkunnugt stef í Sjálfstæðisflokknum Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2016 18:46 „Þetta er gamalkunnugt stef eftir prófkjör í Sjálfstæðisflokknum, óánægja með útkomuna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um ákvörðun þriggja kvenna í forystu Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr flokknum, sem greint var frá fyrr í dag. Stefanía segir úrsagnirnar vera innlegg í jafnréttisumræðuna sem hafi lengi verið viðvarandi í Sjálfstæðisflokknum. „Flokkurinn hefur reynt að vinda ofan af þessu með einhverju þema á landsfundi – jafnrétti – og fleiru. Stjórnir flokksins ráða hins vegar ekki yfir niðurstöðum prófkjara en geta auðvitað breytt listum eftir á. Það kallar hins vegar á svo mikil leiðindi. Þeir sem eru færðir neðar á lista, og þeirra stuðningsmenn, verða brjálaðir og þá ertu illa settur. Léttasta leiðin fyrir forystuna er þá líklegast að bíta á jaxlinn og reyna að hrista þetta af sér og vona að umræðan fari í einhverja aðra átt.“Fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum í flokknumHelga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn sambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, greindu frá því í dag að þær hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum.Úrsagnir og innanflokksátök óheppilegarStefanía segir úrsagnirnar og innanflokksátök sem þessi óheppilegar í aðdraganda kosninga. „Það vita allir að prófkjör eru sársaukafull og þess vegna eru þau vanalega höfð löngu fyrir kosningar til að fólk geti jafnað sig, slíðrað sverin og stillt upp samhentu liði. Nú er prókjörin höfð þegar stutt eru til kosninga. Ég veit hins vegar ekki hvort þessar úrsagnir hafi mikil áhrif, ég efast nú um það. Þær viðhalda hins vegar umræðunni. Til þess er leikurinn gerður, að vekja athygli á málinu og þrýsta á breytingar,“ segir Stefanía. Hún bendir á að með því að segja sig úr flokknum verði þessar konur hins vegar ekki partur af því að koma með lausnina. Þær séu þá ekki lengur í forystunni.Koma Viðreisnar létti þeim úrsögninaÍ frétt Vísis um úrsagnir þeirra Helgu Daggar, Þóreyjar og Jarþrúðar frá því fyrr í dag kemur fram að hægrisinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni hjá þeim líkt og rætt hafi verið um að undanförnu. Þá séu þær ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Stefanía segir hins vegar að inn í þetta mál spili að fram sé kominn nýr flokkur sem sé þétt upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum – milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar – og þar er í forystu sé meðal annars fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Hún á stóran og góðan vinkvennahóp. Það hefur eflaust létt þessum konum úrsögnina úr Sjálfstæðisflokknum að Viðreisn er komin til sögunnar,“ segir Stefanía. Tengdar fréttir Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þetta er gamalkunnugt stef eftir prófkjör í Sjálfstæðisflokknum, óánægja með útkomuna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um ákvörðun þriggja kvenna í forystu Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr flokknum, sem greint var frá fyrr í dag. Stefanía segir úrsagnirnar vera innlegg í jafnréttisumræðuna sem hafi lengi verið viðvarandi í Sjálfstæðisflokknum. „Flokkurinn hefur reynt að vinda ofan af þessu með einhverju þema á landsfundi – jafnrétti – og fleiru. Stjórnir flokksins ráða hins vegar ekki yfir niðurstöðum prófkjara en geta auðvitað breytt listum eftir á. Það kallar hins vegar á svo mikil leiðindi. Þeir sem eru færðir neðar á lista, og þeirra stuðningsmenn, verða brjálaðir og þá ertu illa settur. Léttasta leiðin fyrir forystuna er þá líklegast að bíta á jaxlinn og reyna að hrista þetta af sér og vona að umræðan fari í einhverja aðra átt.“Fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum í flokknumHelga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn sambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, greindu frá því í dag að þær hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum.Úrsagnir og innanflokksátök óheppilegarStefanía segir úrsagnirnar og innanflokksátök sem þessi óheppilegar í aðdraganda kosninga. „Það vita allir að prófkjör eru sársaukafull og þess vegna eru þau vanalega höfð löngu fyrir kosningar til að fólk geti jafnað sig, slíðrað sverin og stillt upp samhentu liði. Nú er prókjörin höfð þegar stutt eru til kosninga. Ég veit hins vegar ekki hvort þessar úrsagnir hafi mikil áhrif, ég efast nú um það. Þær viðhalda hins vegar umræðunni. Til þess er leikurinn gerður, að vekja athygli á málinu og þrýsta á breytingar,“ segir Stefanía. Hún bendir á að með því að segja sig úr flokknum verði þessar konur hins vegar ekki partur af því að koma með lausnina. Þær séu þá ekki lengur í forystunni.Koma Viðreisnar létti þeim úrsögninaÍ frétt Vísis um úrsagnir þeirra Helgu Daggar, Þóreyjar og Jarþrúðar frá því fyrr í dag kemur fram að hægrisinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni hjá þeim líkt og rætt hafi verið um að undanförnu. Þá séu þær ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Stefanía segir hins vegar að inn í þetta mál spili að fram sé kominn nýr flokkur sem sé þétt upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum – milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar – og þar er í forystu sé meðal annars fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Hún á stóran og góðan vinkvennahóp. Það hefur eflaust létt þessum konum úrsögnina úr Sjálfstæðisflokknum að Viðreisn er komin til sögunnar,“ segir Stefanía.
Tengdar fréttir Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41