Stefanía segir óánægju með útkomu prófkjara gamalkunnugt stef í Sjálfstæðisflokknum Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2016 18:46 „Þetta er gamalkunnugt stef eftir prófkjör í Sjálfstæðisflokknum, óánægja með útkomuna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um ákvörðun þriggja kvenna í forystu Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr flokknum, sem greint var frá fyrr í dag. Stefanía segir úrsagnirnar vera innlegg í jafnréttisumræðuna sem hafi lengi verið viðvarandi í Sjálfstæðisflokknum. „Flokkurinn hefur reynt að vinda ofan af þessu með einhverju þema á landsfundi – jafnrétti – og fleiru. Stjórnir flokksins ráða hins vegar ekki yfir niðurstöðum prófkjara en geta auðvitað breytt listum eftir á. Það kallar hins vegar á svo mikil leiðindi. Þeir sem eru færðir neðar á lista, og þeirra stuðningsmenn, verða brjálaðir og þá ertu illa settur. Léttasta leiðin fyrir forystuna er þá líklegast að bíta á jaxlinn og reyna að hrista þetta af sér og vona að umræðan fari í einhverja aðra átt.“Fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum í flokknumHelga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn sambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, greindu frá því í dag að þær hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum.Úrsagnir og innanflokksátök óheppilegarStefanía segir úrsagnirnar og innanflokksátök sem þessi óheppilegar í aðdraganda kosninga. „Það vita allir að prófkjör eru sársaukafull og þess vegna eru þau vanalega höfð löngu fyrir kosningar til að fólk geti jafnað sig, slíðrað sverin og stillt upp samhentu liði. Nú er prókjörin höfð þegar stutt eru til kosninga. Ég veit hins vegar ekki hvort þessar úrsagnir hafi mikil áhrif, ég efast nú um það. Þær viðhalda hins vegar umræðunni. Til þess er leikurinn gerður, að vekja athygli á málinu og þrýsta á breytingar,“ segir Stefanía. Hún bendir á að með því að segja sig úr flokknum verði þessar konur hins vegar ekki partur af því að koma með lausnina. Þær séu þá ekki lengur í forystunni.Koma Viðreisnar létti þeim úrsögninaÍ frétt Vísis um úrsagnir þeirra Helgu Daggar, Þóreyjar og Jarþrúðar frá því fyrr í dag kemur fram að hægrisinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni hjá þeim líkt og rætt hafi verið um að undanförnu. Þá séu þær ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Stefanía segir hins vegar að inn í þetta mál spili að fram sé kominn nýr flokkur sem sé þétt upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum – milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar – og þar er í forystu sé meðal annars fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Hún á stóran og góðan vinkvennahóp. Það hefur eflaust létt þessum konum úrsögnina úr Sjálfstæðisflokknum að Viðreisn er komin til sögunnar,“ segir Stefanía. Tengdar fréttir Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Þetta er gamalkunnugt stef eftir prófkjör í Sjálfstæðisflokknum, óánægja með útkomuna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um ákvörðun þriggja kvenna í forystu Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr flokknum, sem greint var frá fyrr í dag. Stefanía segir úrsagnirnar vera innlegg í jafnréttisumræðuna sem hafi lengi verið viðvarandi í Sjálfstæðisflokknum. „Flokkurinn hefur reynt að vinda ofan af þessu með einhverju þema á landsfundi – jafnrétti – og fleiru. Stjórnir flokksins ráða hins vegar ekki yfir niðurstöðum prófkjara en geta auðvitað breytt listum eftir á. Það kallar hins vegar á svo mikil leiðindi. Þeir sem eru færðir neðar á lista, og þeirra stuðningsmenn, verða brjálaðir og þá ertu illa settur. Léttasta leiðin fyrir forystuna er þá líklegast að bíta á jaxlinn og reyna að hrista þetta af sér og vona að umræðan fari í einhverja aðra átt.“Fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum í flokknumHelga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn sambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, greindu frá því í dag að þær hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum.Úrsagnir og innanflokksátök óheppilegarStefanía segir úrsagnirnar og innanflokksátök sem þessi óheppilegar í aðdraganda kosninga. „Það vita allir að prófkjör eru sársaukafull og þess vegna eru þau vanalega höfð löngu fyrir kosningar til að fólk geti jafnað sig, slíðrað sverin og stillt upp samhentu liði. Nú er prókjörin höfð þegar stutt eru til kosninga. Ég veit hins vegar ekki hvort þessar úrsagnir hafi mikil áhrif, ég efast nú um það. Þær viðhalda hins vegar umræðunni. Til þess er leikurinn gerður, að vekja athygli á málinu og þrýsta á breytingar,“ segir Stefanía. Hún bendir á að með því að segja sig úr flokknum verði þessar konur hins vegar ekki partur af því að koma með lausnina. Þær séu þá ekki lengur í forystunni.Koma Viðreisnar létti þeim úrsögninaÍ frétt Vísis um úrsagnir þeirra Helgu Daggar, Þóreyjar og Jarþrúðar frá því fyrr í dag kemur fram að hægrisinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni hjá þeim líkt og rætt hafi verið um að undanförnu. Þá séu þær ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Stefanía segir hins vegar að inn í þetta mál spili að fram sé kominn nýr flokkur sem sé þétt upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum – milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar – og þar er í forystu sé meðal annars fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Hún á stóran og góðan vinkvennahóp. Það hefur eflaust létt þessum konum úrsögnina úr Sjálfstæðisflokknum að Viðreisn er komin til sögunnar,“ segir Stefanía.
Tengdar fréttir Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41