Stefanía segir óánægju með útkomu prófkjara gamalkunnugt stef í Sjálfstæðisflokknum Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2016 18:46 „Þetta er gamalkunnugt stef eftir prófkjör í Sjálfstæðisflokknum, óánægja með útkomuna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um ákvörðun þriggja kvenna í forystu Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr flokknum, sem greint var frá fyrr í dag. Stefanía segir úrsagnirnar vera innlegg í jafnréttisumræðuna sem hafi lengi verið viðvarandi í Sjálfstæðisflokknum. „Flokkurinn hefur reynt að vinda ofan af þessu með einhverju þema á landsfundi – jafnrétti – og fleiru. Stjórnir flokksins ráða hins vegar ekki yfir niðurstöðum prófkjara en geta auðvitað breytt listum eftir á. Það kallar hins vegar á svo mikil leiðindi. Þeir sem eru færðir neðar á lista, og þeirra stuðningsmenn, verða brjálaðir og þá ertu illa settur. Léttasta leiðin fyrir forystuna er þá líklegast að bíta á jaxlinn og reyna að hrista þetta af sér og vona að umræðan fari í einhverja aðra átt.“Fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum í flokknumHelga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn sambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, greindu frá því í dag að þær hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum.Úrsagnir og innanflokksátök óheppilegarStefanía segir úrsagnirnar og innanflokksátök sem þessi óheppilegar í aðdraganda kosninga. „Það vita allir að prófkjör eru sársaukafull og þess vegna eru þau vanalega höfð löngu fyrir kosningar til að fólk geti jafnað sig, slíðrað sverin og stillt upp samhentu liði. Nú er prókjörin höfð þegar stutt eru til kosninga. Ég veit hins vegar ekki hvort þessar úrsagnir hafi mikil áhrif, ég efast nú um það. Þær viðhalda hins vegar umræðunni. Til þess er leikurinn gerður, að vekja athygli á málinu og þrýsta á breytingar,“ segir Stefanía. Hún bendir á að með því að segja sig úr flokknum verði þessar konur hins vegar ekki partur af því að koma með lausnina. Þær séu þá ekki lengur í forystunni.Koma Viðreisnar létti þeim úrsögninaÍ frétt Vísis um úrsagnir þeirra Helgu Daggar, Þóreyjar og Jarþrúðar frá því fyrr í dag kemur fram að hægrisinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni hjá þeim líkt og rætt hafi verið um að undanförnu. Þá séu þær ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Stefanía segir hins vegar að inn í þetta mál spili að fram sé kominn nýr flokkur sem sé þétt upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum – milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar – og þar er í forystu sé meðal annars fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Hún á stóran og góðan vinkvennahóp. Það hefur eflaust létt þessum konum úrsögnina úr Sjálfstæðisflokknum að Viðreisn er komin til sögunnar,“ segir Stefanía. Tengdar fréttir Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
„Þetta er gamalkunnugt stef eftir prófkjör í Sjálfstæðisflokknum, óánægja með útkomuna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um ákvörðun þriggja kvenna í forystu Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr flokknum, sem greint var frá fyrr í dag. Stefanía segir úrsagnirnar vera innlegg í jafnréttisumræðuna sem hafi lengi verið viðvarandi í Sjálfstæðisflokknum. „Flokkurinn hefur reynt að vinda ofan af þessu með einhverju þema á landsfundi – jafnrétti – og fleiru. Stjórnir flokksins ráða hins vegar ekki yfir niðurstöðum prófkjara en geta auðvitað breytt listum eftir á. Það kallar hins vegar á svo mikil leiðindi. Þeir sem eru færðir neðar á lista, og þeirra stuðningsmenn, verða brjálaðir og þá ertu illa settur. Léttasta leiðin fyrir forystuna er þá líklegast að bíta á jaxlinn og reyna að hrista þetta af sér og vona að umræðan fari í einhverja aðra átt.“Fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum í flokknumHelga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn sambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, greindu frá því í dag að þær hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum.Úrsagnir og innanflokksátök óheppilegarStefanía segir úrsagnirnar og innanflokksátök sem þessi óheppilegar í aðdraganda kosninga. „Það vita allir að prófkjör eru sársaukafull og þess vegna eru þau vanalega höfð löngu fyrir kosningar til að fólk geti jafnað sig, slíðrað sverin og stillt upp samhentu liði. Nú er prókjörin höfð þegar stutt eru til kosninga. Ég veit hins vegar ekki hvort þessar úrsagnir hafi mikil áhrif, ég efast nú um það. Þær viðhalda hins vegar umræðunni. Til þess er leikurinn gerður, að vekja athygli á málinu og þrýsta á breytingar,“ segir Stefanía. Hún bendir á að með því að segja sig úr flokknum verði þessar konur hins vegar ekki partur af því að koma með lausnina. Þær séu þá ekki lengur í forystunni.Koma Viðreisnar létti þeim úrsögninaÍ frétt Vísis um úrsagnir þeirra Helgu Daggar, Þóreyjar og Jarþrúðar frá því fyrr í dag kemur fram að hægrisinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni hjá þeim líkt og rætt hafi verið um að undanförnu. Þá séu þær ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Stefanía segir hins vegar að inn í þetta mál spili að fram sé kominn nýr flokkur sem sé þétt upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum – milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar – og þar er í forystu sé meðal annars fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Hún á stóran og góðan vinkvennahóp. Það hefur eflaust létt þessum konum úrsögnina úr Sjálfstæðisflokknum að Viðreisn er komin til sögunnar,“ segir Stefanía.
Tengdar fréttir Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41