Stefanía segir óánægju með útkomu prófkjara gamalkunnugt stef í Sjálfstæðisflokknum Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2016 18:46 „Þetta er gamalkunnugt stef eftir prófkjör í Sjálfstæðisflokknum, óánægja með útkomuna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um ákvörðun þriggja kvenna í forystu Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr flokknum, sem greint var frá fyrr í dag. Stefanía segir úrsagnirnar vera innlegg í jafnréttisumræðuna sem hafi lengi verið viðvarandi í Sjálfstæðisflokknum. „Flokkurinn hefur reynt að vinda ofan af þessu með einhverju þema á landsfundi – jafnrétti – og fleiru. Stjórnir flokksins ráða hins vegar ekki yfir niðurstöðum prófkjara en geta auðvitað breytt listum eftir á. Það kallar hins vegar á svo mikil leiðindi. Þeir sem eru færðir neðar á lista, og þeirra stuðningsmenn, verða brjálaðir og þá ertu illa settur. Léttasta leiðin fyrir forystuna er þá líklegast að bíta á jaxlinn og reyna að hrista þetta af sér og vona að umræðan fari í einhverja aðra átt.“Fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum í flokknumHelga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn sambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, greindu frá því í dag að þær hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum.Úrsagnir og innanflokksátök óheppilegarStefanía segir úrsagnirnar og innanflokksátök sem þessi óheppilegar í aðdraganda kosninga. „Það vita allir að prófkjör eru sársaukafull og þess vegna eru þau vanalega höfð löngu fyrir kosningar til að fólk geti jafnað sig, slíðrað sverin og stillt upp samhentu liði. Nú er prókjörin höfð þegar stutt eru til kosninga. Ég veit hins vegar ekki hvort þessar úrsagnir hafi mikil áhrif, ég efast nú um það. Þær viðhalda hins vegar umræðunni. Til þess er leikurinn gerður, að vekja athygli á málinu og þrýsta á breytingar,“ segir Stefanía. Hún bendir á að með því að segja sig úr flokknum verði þessar konur hins vegar ekki partur af því að koma með lausnina. Þær séu þá ekki lengur í forystunni.Koma Viðreisnar létti þeim úrsögninaÍ frétt Vísis um úrsagnir þeirra Helgu Daggar, Þóreyjar og Jarþrúðar frá því fyrr í dag kemur fram að hægrisinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni hjá þeim líkt og rætt hafi verið um að undanförnu. Þá séu þær ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Stefanía segir hins vegar að inn í þetta mál spili að fram sé kominn nýr flokkur sem sé þétt upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum – milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar – og þar er í forystu sé meðal annars fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Hún á stóran og góðan vinkvennahóp. Það hefur eflaust létt þessum konum úrsögnina úr Sjálfstæðisflokknum að Viðreisn er komin til sögunnar,“ segir Stefanía. Tengdar fréttir Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
„Þetta er gamalkunnugt stef eftir prófkjör í Sjálfstæðisflokknum, óánægja með útkomuna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um ákvörðun þriggja kvenna í forystu Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr flokknum, sem greint var frá fyrr í dag. Stefanía segir úrsagnirnar vera innlegg í jafnréttisumræðuna sem hafi lengi verið viðvarandi í Sjálfstæðisflokknum. „Flokkurinn hefur reynt að vinda ofan af þessu með einhverju þema á landsfundi – jafnrétti – og fleiru. Stjórnir flokksins ráða hins vegar ekki yfir niðurstöðum prófkjara en geta auðvitað breytt listum eftir á. Það kallar hins vegar á svo mikil leiðindi. Þeir sem eru færðir neðar á lista, og þeirra stuðningsmenn, verða brjálaðir og þá ertu illa settur. Léttasta leiðin fyrir forystuna er þá líklegast að bíta á jaxlinn og reyna að hrista þetta af sér og vona að umræðan fari í einhverja aðra átt.“Fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum í flokknumHelga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn sambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, greindu frá því í dag að þær hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum.Úrsagnir og innanflokksátök óheppilegarStefanía segir úrsagnirnar og innanflokksátök sem þessi óheppilegar í aðdraganda kosninga. „Það vita allir að prófkjör eru sársaukafull og þess vegna eru þau vanalega höfð löngu fyrir kosningar til að fólk geti jafnað sig, slíðrað sverin og stillt upp samhentu liði. Nú er prókjörin höfð þegar stutt eru til kosninga. Ég veit hins vegar ekki hvort þessar úrsagnir hafi mikil áhrif, ég efast nú um það. Þær viðhalda hins vegar umræðunni. Til þess er leikurinn gerður, að vekja athygli á málinu og þrýsta á breytingar,“ segir Stefanía. Hún bendir á að með því að segja sig úr flokknum verði þessar konur hins vegar ekki partur af því að koma með lausnina. Þær séu þá ekki lengur í forystunni.Koma Viðreisnar létti þeim úrsögninaÍ frétt Vísis um úrsagnir þeirra Helgu Daggar, Þóreyjar og Jarþrúðar frá því fyrr í dag kemur fram að hægrisinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni hjá þeim líkt og rætt hafi verið um að undanförnu. Þá séu þær ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Stefanía segir hins vegar að inn í þetta mál spili að fram sé kominn nýr flokkur sem sé þétt upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum – milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar – og þar er í forystu sé meðal annars fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Hún á stóran og góðan vinkvennahóp. Það hefur eflaust létt þessum konum úrsögnina úr Sjálfstæðisflokknum að Viðreisn er komin til sögunnar,“ segir Stefanía.
Tengdar fréttir Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41