Aldo segist vera hættur í MMA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2016 10:00 Aldo í bardaganum við Conor í desember í fyrra. vísir/getty Brasilíumaðurinn Jose Aldo er svo fúll yfir því að fá ekki að berjast við Conor McGregor í New York í nóvember að hann segist vera hættur í MMA. Hann hefur farið fram á það við UFC að það rifti samningi við sig en hann er sagður eiga eftir sex bardaga á þeim samningi. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum síðasta desember. Aldo vann síðan Frankie Edgar og fékk bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Hann hélt að í kjölfarið myndi hann berjast við Conor um alvöru beltið og það á UFC 205 í New York. Conor fær aftur á móti að berjast við léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez sem gefur honum möguleika á því að vera með tvö belti á sama tíma. Það hefur enginn gert áður í UFC. „Ég get ekki treyst Dana White eftir þetta. Það er ekkert að marka sem hann segir. Sá sem stýrir UFC í dag er Conor McGregor en ekki Dana White. Ég er ekki til í að vera starfsmaður Conors og því hef ég farið fram á riftun á samningi mínum við UFC,“ sagði hundfúll Aldo.Aldo og Conor. Írinn hafði ekki áhuga á öðrum bardaga og Aldo fór í fýlu.vísir/getty„Það er búið að ljúga að mér og hafa mig að fífli. Ég hef enga löngun til þess að keppa fyrir UFC lengur. Ég trúi ekki að Conor þurfi að sleppa öðru hvoru beltinu eftir UFC 205 því það er ekki lengur ákvörðun Dana. Það er Conor sem ræður öllu. Ég skil vel að hann komi með peninga í sambandið en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera íþrótt og breytist í sirkus.“ Dana brást við þessu með því að segjast ætla að hringja í Aldo og finna lausn á málinu. Er Aldo frétti af því ákvað hann að ganga enn lengra og segjast vera hættur. „Ég vil hætta í MMA. Ég er hvorki reiður né í uppnámi. Ég hef aldrei barist peninganna vegna. Ég hef átt góðan feril og skil eftir mig flotta arfleifð. Ef White er vel við mig og fjölskyldu mína þá sleppir hann mér. Ég vil ekki berjast lengur og vil komast af samningi. Ég er ekki hóra sem vill selja mig. Ég vil fara að einbeita mér að annarri íþrótt.“ Brasilíumaðurinn hefur bætt því við að ef UFC sleppi honum ekki sé hann til í að berjast fyrir frelsi sínu í dómsalnum. MMA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Jose Aldo er svo fúll yfir því að fá ekki að berjast við Conor McGregor í New York í nóvember að hann segist vera hættur í MMA. Hann hefur farið fram á það við UFC að það rifti samningi við sig en hann er sagður eiga eftir sex bardaga á þeim samningi. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum síðasta desember. Aldo vann síðan Frankie Edgar og fékk bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Hann hélt að í kjölfarið myndi hann berjast við Conor um alvöru beltið og það á UFC 205 í New York. Conor fær aftur á móti að berjast við léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez sem gefur honum möguleika á því að vera með tvö belti á sama tíma. Það hefur enginn gert áður í UFC. „Ég get ekki treyst Dana White eftir þetta. Það er ekkert að marka sem hann segir. Sá sem stýrir UFC í dag er Conor McGregor en ekki Dana White. Ég er ekki til í að vera starfsmaður Conors og því hef ég farið fram á riftun á samningi mínum við UFC,“ sagði hundfúll Aldo.Aldo og Conor. Írinn hafði ekki áhuga á öðrum bardaga og Aldo fór í fýlu.vísir/getty„Það er búið að ljúga að mér og hafa mig að fífli. Ég hef enga löngun til þess að keppa fyrir UFC lengur. Ég trúi ekki að Conor þurfi að sleppa öðru hvoru beltinu eftir UFC 205 því það er ekki lengur ákvörðun Dana. Það er Conor sem ræður öllu. Ég skil vel að hann komi með peninga í sambandið en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera íþrótt og breytist í sirkus.“ Dana brást við þessu með því að segjast ætla að hringja í Aldo og finna lausn á málinu. Er Aldo frétti af því ákvað hann að ganga enn lengra og segjast vera hættur. „Ég vil hætta í MMA. Ég er hvorki reiður né í uppnámi. Ég hef aldrei barist peninganna vegna. Ég hef átt góðan feril og skil eftir mig flotta arfleifð. Ef White er vel við mig og fjölskyldu mína þá sleppir hann mér. Ég vil ekki berjast lengur og vil komast af samningi. Ég er ekki hóra sem vill selja mig. Ég vil fara að einbeita mér að annarri íþrótt.“ Brasilíumaðurinn hefur bætt því við að ef UFC sleppi honum ekki sé hann til í að berjast fyrir frelsi sínu í dómsalnum.
MMA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Sjá meira