Aldo segist vera hættur í MMA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2016 10:00 Aldo í bardaganum við Conor í desember í fyrra. vísir/getty Brasilíumaðurinn Jose Aldo er svo fúll yfir því að fá ekki að berjast við Conor McGregor í New York í nóvember að hann segist vera hættur í MMA. Hann hefur farið fram á það við UFC að það rifti samningi við sig en hann er sagður eiga eftir sex bardaga á þeim samningi. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum síðasta desember. Aldo vann síðan Frankie Edgar og fékk bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Hann hélt að í kjölfarið myndi hann berjast við Conor um alvöru beltið og það á UFC 205 í New York. Conor fær aftur á móti að berjast við léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez sem gefur honum möguleika á því að vera með tvö belti á sama tíma. Það hefur enginn gert áður í UFC. „Ég get ekki treyst Dana White eftir þetta. Það er ekkert að marka sem hann segir. Sá sem stýrir UFC í dag er Conor McGregor en ekki Dana White. Ég er ekki til í að vera starfsmaður Conors og því hef ég farið fram á riftun á samningi mínum við UFC,“ sagði hundfúll Aldo.Aldo og Conor. Írinn hafði ekki áhuga á öðrum bardaga og Aldo fór í fýlu.vísir/getty„Það er búið að ljúga að mér og hafa mig að fífli. Ég hef enga löngun til þess að keppa fyrir UFC lengur. Ég trúi ekki að Conor þurfi að sleppa öðru hvoru beltinu eftir UFC 205 því það er ekki lengur ákvörðun Dana. Það er Conor sem ræður öllu. Ég skil vel að hann komi með peninga í sambandið en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera íþrótt og breytist í sirkus.“ Dana brást við þessu með því að segjast ætla að hringja í Aldo og finna lausn á málinu. Er Aldo frétti af því ákvað hann að ganga enn lengra og segjast vera hættur. „Ég vil hætta í MMA. Ég er hvorki reiður né í uppnámi. Ég hef aldrei barist peninganna vegna. Ég hef átt góðan feril og skil eftir mig flotta arfleifð. Ef White er vel við mig og fjölskyldu mína þá sleppir hann mér. Ég vil ekki berjast lengur og vil komast af samningi. Ég er ekki hóra sem vill selja mig. Ég vil fara að einbeita mér að annarri íþrótt.“ Brasilíumaðurinn hefur bætt því við að ef UFC sleppi honum ekki sé hann til í að berjast fyrir frelsi sínu í dómsalnum. MMA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Jose Aldo er svo fúll yfir því að fá ekki að berjast við Conor McGregor í New York í nóvember að hann segist vera hættur í MMA. Hann hefur farið fram á það við UFC að það rifti samningi við sig en hann er sagður eiga eftir sex bardaga á þeim samningi. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum síðasta desember. Aldo vann síðan Frankie Edgar og fékk bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Hann hélt að í kjölfarið myndi hann berjast við Conor um alvöru beltið og það á UFC 205 í New York. Conor fær aftur á móti að berjast við léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez sem gefur honum möguleika á því að vera með tvö belti á sama tíma. Það hefur enginn gert áður í UFC. „Ég get ekki treyst Dana White eftir þetta. Það er ekkert að marka sem hann segir. Sá sem stýrir UFC í dag er Conor McGregor en ekki Dana White. Ég er ekki til í að vera starfsmaður Conors og því hef ég farið fram á riftun á samningi mínum við UFC,“ sagði hundfúll Aldo.Aldo og Conor. Írinn hafði ekki áhuga á öðrum bardaga og Aldo fór í fýlu.vísir/getty„Það er búið að ljúga að mér og hafa mig að fífli. Ég hef enga löngun til þess að keppa fyrir UFC lengur. Ég trúi ekki að Conor þurfi að sleppa öðru hvoru beltinu eftir UFC 205 því það er ekki lengur ákvörðun Dana. Það er Conor sem ræður öllu. Ég skil vel að hann komi með peninga í sambandið en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera íþrótt og breytist í sirkus.“ Dana brást við þessu með því að segjast ætla að hringja í Aldo og finna lausn á málinu. Er Aldo frétti af því ákvað hann að ganga enn lengra og segjast vera hættur. „Ég vil hætta í MMA. Ég er hvorki reiður né í uppnámi. Ég hef aldrei barist peninganna vegna. Ég hef átt góðan feril og skil eftir mig flotta arfleifð. Ef White er vel við mig og fjölskyldu mína þá sleppir hann mér. Ég vil ekki berjast lengur og vil komast af samningi. Ég er ekki hóra sem vill selja mig. Ég vil fara að einbeita mér að annarri íþrótt.“ Brasilíumaðurinn hefur bætt því við að ef UFC sleppi honum ekki sé hann til í að berjast fyrir frelsi sínu í dómsalnum.
MMA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira