Hæstiréttur kveður upp dóm í hópnauðgunarmálinu síðdegis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2016 11:16 Einn mannanna fimm eftir að hann var handtekinn í maí 2014, fyrir tveimur og hálfu ári. Vísir/Daníel Hæstiréttur mun síðdegis kveða upp dóm sinn í hópnauðgunarmálinu svokallaða þar sem fimm ungir menn voru sakaðir um að hafa haft kynferðismök við stúlkuna á sama tíma. Fjórir menn af fimm voru sýknaðir í héraðsdómi í nóvember í fyrra en sá fimmti fékk 30 daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir að hafa tekið upp myndband af atvikinu án hennar samþykkis. Þá þurfti hann að greiða henni skaðabætur upp á hálfa milljón króna. Ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum úr héraði til Hæstaréttar. Aðalkrafa saksóknara við áfrýjun var sú að vitnisburður yrði endurtekinn fyrir Hæstarétti svo dómurinn mæti endurmetið trúverðugleika vitna. Héraðssdómur mat það svo að framburður piltanna hefði verið efnislega á sama veg og ekkert hefði komið fram í málinu um að stúlkan hefði ekki verið samþykkt því sem gerðist í íbúðinni í Breiðholti. Hæstiréttur hafnaði kröfu saksóknara og var því vitnisburður ekki endurtekinn í Hæstarétti. Reyndar er mjög fátítt að vitnisburður sé endurtekinn fyrir Hæstarétti. Krafa ákæruvaldsins nú er sá að dómurinn verði ómerktur og vísað aftur heim í hérað.Vitnisburður breytilegur Í niðurstöðu héraðsdóms segir að hinir ákærðu hefðu lýst málinu efnislega á sama veg frá upphafi, allt frá því að þeir voru í einangrun og gæsluvarðhaldi í kjölfar þess að þeir voru handteknir. Dómurinn taldi hins vegar vitnisburð stúlkunnar hafa verið breytilegan um sumt og að hún hefði munað sumt illa.Sjá einnig:„Ef þú ert númer fimm í röðinni geturðu bókað að um nauðgun sé að ræða“ Þá hefði hegðun hennar skömmu eftir atburðinn, þar sem hún hefði sést sækja þýfi, ekki bent til þess að hún hefði skömu áður orðið fyrir nauðgun, eins og segir í dómnum. Móðir stúlkunnar ræddi dóminn í héraði opinskátt í Íslandi í dag í fyrra. Þar lagði hún meðal annars áherslu á að ungu mennirnir fimm væru ekki skrímsli. Þá sagði hún það létti og viðurkenningu að ákveðið hefði verið að áfrýja dóminum úr héraði til Hæstaréttar.Viðtalið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað "Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis,“ segir Lilja Björnsdóttir. 18. desember 2015 16:28 Biggi lögga harmar viðbrögð Sveins Andra: „Þetta voru fyrst og fremst orð föður“ Pistill Birgis Arnar Guðjónssonar um umdeildan dóm í hópnauðgunarmáli er til skoðunar innan lögreglunnar. 23. nóvember 2015 19:31 Sveinn Andri vill að Biggi lögga verði rekinn vegna Facebook-færslu Hæstaréttarlögmaðurinn er ekki hrifinn af orðum lögreglumannsins í garð manna sem sýknaðir voru af ákæru af hópnauðgun. 22. nóvember 2015 17:01 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Hæstiréttur mun síðdegis kveða upp dóm sinn í hópnauðgunarmálinu svokallaða þar sem fimm ungir menn voru sakaðir um að hafa haft kynferðismök við stúlkuna á sama tíma. Fjórir menn af fimm voru sýknaðir í héraðsdómi í nóvember í fyrra en sá fimmti fékk 30 daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir að hafa tekið upp myndband af atvikinu án hennar samþykkis. Þá þurfti hann að greiða henni skaðabætur upp á hálfa milljón króna. Ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum úr héraði til Hæstaréttar. Aðalkrafa saksóknara við áfrýjun var sú að vitnisburður yrði endurtekinn fyrir Hæstarétti svo dómurinn mæti endurmetið trúverðugleika vitna. Héraðssdómur mat það svo að framburður piltanna hefði verið efnislega á sama veg og ekkert hefði komið fram í málinu um að stúlkan hefði ekki verið samþykkt því sem gerðist í íbúðinni í Breiðholti. Hæstiréttur hafnaði kröfu saksóknara og var því vitnisburður ekki endurtekinn í Hæstarétti. Reyndar er mjög fátítt að vitnisburður sé endurtekinn fyrir Hæstarétti. Krafa ákæruvaldsins nú er sá að dómurinn verði ómerktur og vísað aftur heim í hérað.Vitnisburður breytilegur Í niðurstöðu héraðsdóms segir að hinir ákærðu hefðu lýst málinu efnislega á sama veg frá upphafi, allt frá því að þeir voru í einangrun og gæsluvarðhaldi í kjölfar þess að þeir voru handteknir. Dómurinn taldi hins vegar vitnisburð stúlkunnar hafa verið breytilegan um sumt og að hún hefði munað sumt illa.Sjá einnig:„Ef þú ert númer fimm í röðinni geturðu bókað að um nauðgun sé að ræða“ Þá hefði hegðun hennar skömmu eftir atburðinn, þar sem hún hefði sést sækja þýfi, ekki bent til þess að hún hefði skömu áður orðið fyrir nauðgun, eins og segir í dómnum. Móðir stúlkunnar ræddi dóminn í héraði opinskátt í Íslandi í dag í fyrra. Þar lagði hún meðal annars áherslu á að ungu mennirnir fimm væru ekki skrímsli. Þá sagði hún það létti og viðurkenningu að ákveðið hefði verið að áfrýja dóminum úr héraði til Hæstaréttar.Viðtalið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað "Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis,“ segir Lilja Björnsdóttir. 18. desember 2015 16:28 Biggi lögga harmar viðbrögð Sveins Andra: „Þetta voru fyrst og fremst orð föður“ Pistill Birgis Arnar Guðjónssonar um umdeildan dóm í hópnauðgunarmáli er til skoðunar innan lögreglunnar. 23. nóvember 2015 19:31 Sveinn Andri vill að Biggi lögga verði rekinn vegna Facebook-færslu Hæstaréttarlögmaðurinn er ekki hrifinn af orðum lögreglumannsins í garð manna sem sýknaðir voru af ákæru af hópnauðgun. 22. nóvember 2015 17:01 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað "Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis,“ segir Lilja Björnsdóttir. 18. desember 2015 16:28
Biggi lögga harmar viðbrögð Sveins Andra: „Þetta voru fyrst og fremst orð föður“ Pistill Birgis Arnar Guðjónssonar um umdeildan dóm í hópnauðgunarmáli er til skoðunar innan lögreglunnar. 23. nóvember 2015 19:31
Sveinn Andri vill að Biggi lögga verði rekinn vegna Facebook-færslu Hæstaréttarlögmaðurinn er ekki hrifinn af orðum lögreglumannsins í garð manna sem sýknaðir voru af ákæru af hópnauðgun. 22. nóvember 2015 17:01