Breytt viðhorf dómara til Barnahúss Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. september 2016 07:00 Barnahús hefur verið rekið síðan 1998 á Íslandi. vísir/valli Bretar hafa í hyggju að opna tvö barnahús að íslenskri fyrirmynd. Í slíkum húsum fá börn sem hafa þolað kynferðisofbeldi stuðning og þar tekur sérfræðingur skýrslur af barninu sem notaðar eru fyrir dómi. Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, segir í viðtali við BBC að markmiðið með opnun barnahúsanna sé að læra af þeim kynferðisbrotahneykslismálum sem Bretar hafi upplifað í fortíðinni.Bragi Guðbrandssonmynd/aðsendBragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir við Fréttablaðið að breskar sendinefndir hafi komið hingað tvisvar á rúmu ári. Fyrst sérfræðingar frá Kings College í Lundúnum. Síðar kom fjölmennari sendinefnd með fulltrúum frá ráðuneytinu, umboðsmanni barna, saksóknaraembættinu og fleiri embættum. Bragi segir að nú þegar hafi barnahús að íslenskri fyrirmynd verið opnuð á öllum Norðurlöndunum. Í sex öðrum ríkjum sé opnun slíkra barnahúsa í undirbúningi eða ákvörðun um hana verið tekin. Barnahús hér á Íslandi hefur starfað frá 1998 eða í átján ár. Á fyrri árum voru dómarar tregir til að nýta sér starfsemi hússins fyrir skýrslutöku en Bragi segir að sú staða sé gjörbreytt. „Þetta er orðin viðurkennd aðferð af hálfu íslenskra dómara og hefur verið síðustu tvö til þrjú árin,“ segir hann. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að það hafi orðið kynslóðaskipti hjá dómurum. „Það eru komnar yngri kynslóðir dómara sem hafa frjálslyndari viðhorf,“ segir hann. Bragi segir að það hafi orðið ör þróun í barnarétti á síðari árum. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hafi leitt í ljós að fjallað er um réttindi barna í sakamálum í þessum dómsúrlausnum með skýrum hætti. „Við sjáum í dómaframkvæmdinni að Mannréttindadómstóllinn vill að það sé tekið tillit til sérstöðu barnanna,“ segir Bragi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Bretar hafa í hyggju að opna tvö barnahús að íslenskri fyrirmynd. Í slíkum húsum fá börn sem hafa þolað kynferðisofbeldi stuðning og þar tekur sérfræðingur skýrslur af barninu sem notaðar eru fyrir dómi. Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, segir í viðtali við BBC að markmiðið með opnun barnahúsanna sé að læra af þeim kynferðisbrotahneykslismálum sem Bretar hafi upplifað í fortíðinni.Bragi Guðbrandssonmynd/aðsendBragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir við Fréttablaðið að breskar sendinefndir hafi komið hingað tvisvar á rúmu ári. Fyrst sérfræðingar frá Kings College í Lundúnum. Síðar kom fjölmennari sendinefnd með fulltrúum frá ráðuneytinu, umboðsmanni barna, saksóknaraembættinu og fleiri embættum. Bragi segir að nú þegar hafi barnahús að íslenskri fyrirmynd verið opnuð á öllum Norðurlöndunum. Í sex öðrum ríkjum sé opnun slíkra barnahúsa í undirbúningi eða ákvörðun um hana verið tekin. Barnahús hér á Íslandi hefur starfað frá 1998 eða í átján ár. Á fyrri árum voru dómarar tregir til að nýta sér starfsemi hússins fyrir skýrslutöku en Bragi segir að sú staða sé gjörbreytt. „Þetta er orðin viðurkennd aðferð af hálfu íslenskra dómara og hefur verið síðustu tvö til þrjú árin,“ segir hann. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að það hafi orðið kynslóðaskipti hjá dómurum. „Það eru komnar yngri kynslóðir dómara sem hafa frjálslyndari viðhorf,“ segir hann. Bragi segir að það hafi orðið ör þróun í barnarétti á síðari árum. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hafi leitt í ljós að fjallað er um réttindi barna í sakamálum í þessum dómsúrlausnum með skýrum hætti. „Við sjáum í dómaframkvæmdinni að Mannréttindadómstóllinn vill að það sé tekið tillit til sérstöðu barnanna,“ segir Bragi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira