Innlent

Ekki stefnt að því að verðleggja leit

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Smári Sigurðsson, formaður Landsbjargar
Smári Sigurðsson, formaður Landsbjargar
Beint framlag ríkisins til Slysavarnafélagsins Landsbjargar dugar bara fyrir brotabroti af rekstri björgunarsveita á Íslandi. Þetta segir Smári Sigurðsson, formaður Landsbjargar.

„Framlagið er rúmar 140 milljónir króna á ári. Fyrir þá upphæð eigum við að reka allar björgunarsveitirnar, 13 björgunarskip og björgunarskóla svo eitthvað sé nefnt. Síðan erum við með sjálfsaflafé, það er fjáröflun eins og neyðarkallinn og flugeldasala,“ bendir hann á.

Smári segir vinnuveitendur á Íslandi yfirleitt hafa sýnt starfi björgunarsveitarmanna fullan skilning. „Á meðan þetta er í hófi hafa þeir stutt dyggilega við bakið á okkur með því að hleypa okkar fólki frá vinnu. Útköll hafa ekki aukist í hlutfalli við fjölgun ferðamanna en ég hef fullan skilning á því ef vinnuveitendur fara að hugsa sinn gang,“ segir Smári sem bendir á að það sé ekki stefna Landsbjargar að verðleggja leit og björgun.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×