Frístund skert hjá fötluðum börnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2016 06:00 Frá skólastarfinu í Klettaskóla en 106 nemendur stunda þar nám. vísir/gva Af hundrað börnum í Klettaskóla höfðu fimmtíu ekki fengið pláss í frístund eftir skóla þegar þrjár vikur voru liðnar af skólaárinu. Klettaskóli er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun, væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir, svo sem einhverfu, blindu, heyrnarleysi og alvarlega hreyfihömlun.Páll Guðbrandsson, faðir barns í Klettaskóla.Til að koma til móts við þau fimmtíu börn sem eru á biðlistum hefur forstöðumaður brugðið á það ráð að hafa svokallað veltukerfi. Það þýðir að öll börn fá pláss en eingöngu þrjá daga í viku. Þetta er mikið álag á fjölskyldurnar enda benda foreldrar á að mörg þessara barna eigi erfitt með að rútínu þeirra sé raskað. „Mörg barnanna eru með einhverfu og eiga mjög erfitt með að daglega lífið fari úr skorðum. Þar að auki eru möguleikar foreldra þessara barna á að sameinast um eftirlit eða pössun, nær engir,“ segir Páll Guðbrandsson, faðir drengs í skólanum. Páll segist mæta miklum skilningi hjá sínum vinnuveitanda en því miður séu ekki allir í þeirri stöðu. „En verst er þetta fyrir börnin, þetta eykur streitu enda eiga mörg börnin erfitt með að skilja hvað er í gangi. Þetta er bara neyðarástand og það þarf aukna fjármögnun til að bregðast við þessu.“ Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar, tekur undir orð Páls. „Ástandið er ekki gott. Það hefur satt best að segja aldrei verið svona slæmt,“ segir hann. Auglýst hafi verið eftir fólki frá því síðasta vor og allar mögulegar leiðir notaðar. Reynt sé að ná til háskólafólks enda henti starfið með námi og sé þar að auki afar gefandi og skemmtilegt.Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri„En launin þykja of lág. Fólki bjóðast önnur störf, til dæmis í veitingageiranum og störf tengd ferðamennsku. Síðustu daga höfum við meira að segja verið að missa frá okkur fólk sem ætlaði að vera hjá okkur í vetur.“ Til að bregðast við sárri neyð þeirra barna og foreldra sem ekki höfðu pláss var ákveðið að stytta vistunartíma en veita öllum börnum pláss. Það sé þó vissulega erfitt fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem voru komin með vistun fimm daga vikunnar, að missa tvo daga úr vikunni. Haraldur segist dást að jákvæðni og baráttu foreldranna. „Samstarfið er frábært. Foreldrarnir hafa reynt að hjálpa og finna starfsfólk en það gengur illa. En auðvitað er þetta vond staða því foreldrar hafa engin önnur úrræði. Sumir standa frammi fyrir því að missa vinnuna enda vinnuveitendur orðnir langþreyttir á að taka svona mikið tillit til þeirra út af svona vandræðum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reykjavíkurborg hefur gengið illa að ráða í stöður á leikskólum Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kynnir aðgerðaráætlun í skólamálum á morgun 14. september 2016 19:00 Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Af hundrað börnum í Klettaskóla höfðu fimmtíu ekki fengið pláss í frístund eftir skóla þegar þrjár vikur voru liðnar af skólaárinu. Klettaskóli er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun, væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir, svo sem einhverfu, blindu, heyrnarleysi og alvarlega hreyfihömlun.Páll Guðbrandsson, faðir barns í Klettaskóla.Til að koma til móts við þau fimmtíu börn sem eru á biðlistum hefur forstöðumaður brugðið á það ráð að hafa svokallað veltukerfi. Það þýðir að öll börn fá pláss en eingöngu þrjá daga í viku. Þetta er mikið álag á fjölskyldurnar enda benda foreldrar á að mörg þessara barna eigi erfitt með að rútínu þeirra sé raskað. „Mörg barnanna eru með einhverfu og eiga mjög erfitt með að daglega lífið fari úr skorðum. Þar að auki eru möguleikar foreldra þessara barna á að sameinast um eftirlit eða pössun, nær engir,“ segir Páll Guðbrandsson, faðir drengs í skólanum. Páll segist mæta miklum skilningi hjá sínum vinnuveitanda en því miður séu ekki allir í þeirri stöðu. „En verst er þetta fyrir börnin, þetta eykur streitu enda eiga mörg börnin erfitt með að skilja hvað er í gangi. Þetta er bara neyðarástand og það þarf aukna fjármögnun til að bregðast við þessu.“ Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar, tekur undir orð Páls. „Ástandið er ekki gott. Það hefur satt best að segja aldrei verið svona slæmt,“ segir hann. Auglýst hafi verið eftir fólki frá því síðasta vor og allar mögulegar leiðir notaðar. Reynt sé að ná til háskólafólks enda henti starfið með námi og sé þar að auki afar gefandi og skemmtilegt.Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri„En launin þykja of lág. Fólki bjóðast önnur störf, til dæmis í veitingageiranum og störf tengd ferðamennsku. Síðustu daga höfum við meira að segja verið að missa frá okkur fólk sem ætlaði að vera hjá okkur í vetur.“ Til að bregðast við sárri neyð þeirra barna og foreldra sem ekki höfðu pláss var ákveðið að stytta vistunartíma en veita öllum börnum pláss. Það sé þó vissulega erfitt fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem voru komin með vistun fimm daga vikunnar, að missa tvo daga úr vikunni. Haraldur segist dást að jákvæðni og baráttu foreldranna. „Samstarfið er frábært. Foreldrarnir hafa reynt að hjálpa og finna starfsfólk en það gengur illa. En auðvitað er þetta vond staða því foreldrar hafa engin önnur úrræði. Sumir standa frammi fyrir því að missa vinnuna enda vinnuveitendur orðnir langþreyttir á að taka svona mikið tillit til þeirra út af svona vandræðum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reykjavíkurborg hefur gengið illa að ráða í stöður á leikskólum Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kynnir aðgerðaráætlun í skólamálum á morgun 14. september 2016 19:00 Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur gengið illa að ráða í stöður á leikskólum Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kynnir aðgerðaráætlun í skólamálum á morgun 14. september 2016 19:00
Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Framsókn og flugvallarvinir vilja skipa neyðarhóp um skólamál í borginni. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá, ætlar að snúa vörn í sókn en mun ekki endurskoða hagræðingu upp á 670 milljónir króna. 8. september 2016 07:00