Innlent

Sparkaði í bíla í Breiðholti

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var handtekinn.
Maðurinn var handtekinn. Vísir/GVA
Lögreglu var á fimmta tímanum í nótt tilkynnt um óðan mann sem væri að sparka í bíla á bílastæði í Breiðholti. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að komast undan á hlaupum, en lögreglumenn hlupu hann uppi.

Á flótta sínum kastaði maðurinn frá sér poka með ætluðum fíkniefnum og var maðurinn vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar.

Fyrr í nótt var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi við að sparka utan í hús í miðborginni. Hann neitaði að segja deili á sér og var því vistaður í fangageymslu.

Einnig var tilkynnt um þjófnað á veitingastað í miðbænum þar sem bakpoki í eigu erlends ferðamanns var tekinn þar sem í voru meðal annars skilríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×