Veiðimenn varaðir við orfi í hreindýrum Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2016 10:45 Smitsjúkdómurinn orf hefur greinst í nokkrum hreindýrum á yfirstandandi veiðitímabili. vísir/getty Smitsjúkdómurinn orf hefur greinst í nokkrum hreindýrum á yfirstandandi veiðitímabili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að sjúkdómurinn sé vel þekktur í sauðfé. Oftast verða dýrin ekki mikið veik en smitið getur valdið skemmdum á júgri og þar með vanþrifum í kálfum. Fólk getur smitast af snertingu við hrúðrið sem sýkingin veldur. Náttúrustofa Austurlands hafði samband við Matvælastofnun vegna gruns um orf í hreindýrum en það var leiðsögumaður með hreindýraveiðum hjá Umhverfisstofnun sem hafði fyrst samband við Náttúrustofuna. Sýni voru tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum þar sem greining fór fram. Meinafræðiniðurstöður leiddu í ljós að breytingarnar samrýmdust þeim sem verða við orf-veirusýkingu. Við veirurannsókn, sem var einnig framkvæmd á Keldum, kom í ljós að um parapox-veiru var að ræða sem staðfestir greininguna. Orf, sem einnig er nefnt smitandi munnangur, kindabóla eða sláturbóla er veirusýking sem er landlæg í sauðfé um allt Austurland og hefur verið í áratugi. Hún finnst einnig víðar á landinu. Veiran virkar þannig að eftir smit myndast lífslangt ónæmi, því er mikilvægt að ungviði smitist snemma þar sem veiran er landlæg. Þegar veiran berst í eldri dýr sem ekki eru með ónæmi þá fer þetta á aðra staði en munnvik, t.d. við hornarót, klaufir eða það sem verst er á júgur og spena. Mjög líklegt er að orf- geti smitast frá sauðfé yfir í hreindýr en sýkingin hefur greinst í mörgum dýrategundum. Líklega veldur þetta ekki miklum vandræðum nema það berist á júgur hreinkúa meðan þær mjólka mest. Þá verða helstu áhrifin á hjörðina sú að kálfar gætu verið í minna lagi en það fer eftir aldri kálfanna þegar kýrin smitast. Sýkingin gengur þó yfir á nokkrum vikum. Smit verður með snertingu og öðru sem hefur komist í snertingu við sýkta vessa. Borist hafa tilkynningar frá Austurlandi um alvarlegri tilfelli þar sem breytingarnar ná dýpra í undirliggjandi vef. Líklegt er að það séu afleiðingar bakteríusýkinga sem koma í kjölfar húðbreytinga sem stafa af veirusýkingunni. Afleiðingar slíkra sýkinga eru líklegar til að hafa langvarandi áhrif á mjólkureiginleika hreindýrakúnna en það fer eftir því hversu djúpt í vefinn sýkingin nær. Smitandi munnangur getur borist í fólk og veldur þá stundum vondum sýkingum, einkum á fingrum. Það er því full ástæða til þess að vara veiðimenn við og minna á að snerta aldrei hrúður með berum höndum. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Smitsjúkdómurinn orf hefur greinst í nokkrum hreindýrum á yfirstandandi veiðitímabili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að sjúkdómurinn sé vel þekktur í sauðfé. Oftast verða dýrin ekki mikið veik en smitið getur valdið skemmdum á júgri og þar með vanþrifum í kálfum. Fólk getur smitast af snertingu við hrúðrið sem sýkingin veldur. Náttúrustofa Austurlands hafði samband við Matvælastofnun vegna gruns um orf í hreindýrum en það var leiðsögumaður með hreindýraveiðum hjá Umhverfisstofnun sem hafði fyrst samband við Náttúrustofuna. Sýni voru tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum þar sem greining fór fram. Meinafræðiniðurstöður leiddu í ljós að breytingarnar samrýmdust þeim sem verða við orf-veirusýkingu. Við veirurannsókn, sem var einnig framkvæmd á Keldum, kom í ljós að um parapox-veiru var að ræða sem staðfestir greininguna. Orf, sem einnig er nefnt smitandi munnangur, kindabóla eða sláturbóla er veirusýking sem er landlæg í sauðfé um allt Austurland og hefur verið í áratugi. Hún finnst einnig víðar á landinu. Veiran virkar þannig að eftir smit myndast lífslangt ónæmi, því er mikilvægt að ungviði smitist snemma þar sem veiran er landlæg. Þegar veiran berst í eldri dýr sem ekki eru með ónæmi þá fer þetta á aðra staði en munnvik, t.d. við hornarót, klaufir eða það sem verst er á júgur og spena. Mjög líklegt er að orf- geti smitast frá sauðfé yfir í hreindýr en sýkingin hefur greinst í mörgum dýrategundum. Líklega veldur þetta ekki miklum vandræðum nema það berist á júgur hreinkúa meðan þær mjólka mest. Þá verða helstu áhrifin á hjörðina sú að kálfar gætu verið í minna lagi en það fer eftir aldri kálfanna þegar kýrin smitast. Sýkingin gengur þó yfir á nokkrum vikum. Smit verður með snertingu og öðru sem hefur komist í snertingu við sýkta vessa. Borist hafa tilkynningar frá Austurlandi um alvarlegri tilfelli þar sem breytingarnar ná dýpra í undirliggjandi vef. Líklegt er að það séu afleiðingar bakteríusýkinga sem koma í kjölfar húðbreytinga sem stafa af veirusýkingunni. Afleiðingar slíkra sýkinga eru líklegar til að hafa langvarandi áhrif á mjólkureiginleika hreindýrakúnna en það fer eftir því hversu djúpt í vefinn sýkingin nær. Smitandi munnangur getur borist í fólk og veldur þá stundum vondum sýkingum, einkum á fingrum. Það er því full ástæða til þess að vara veiðimenn við og minna á að snerta aldrei hrúður með berum höndum.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira