Borgin hækkar framlög til leik-og grunnskóla um hundruð milljóna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 13:20 Meirihluti borgarstjórnar kynnir aðgerðaáætlunina í dag. vísir/gva Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag aðgerðaáætlun í leik-og grunnskólum en hún var kynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsinu núna klukkan 13. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að í áætluninni felist aukning á framlögum til skólanna á þessu hausti vegna sérkennslu, efniskostnaðar, langtímaveikinda starfsmanna, skólaaksturs og faglegs starfs upp á hundruð milljóna króna. Þá munu fæðisgjöld sem foreldrar greiða vegna máltíða í leik-og grunnskólum hækka um 100 krónur á dag frá og með 1. október næstkomandi og munu þeir fjármunir fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði matarins í skólanum. Framlög til kaupa á námsgögnum hækka jafnframt; fara úr 1800 krónum á barn í 3000 krónur. Þá verður 24,8 milljónum veitt á þessu hausti til þess að efla faglegt starf á leikskólum borgarinnar og 60 milljónum króna verður veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum borgarinnar í haust. „Aðgerðaáætlunin sem er í tíu liðum var samþykkt í borgarráði í morgun. Undanfarna daga hefur borgarstjóri, ásamt formanni skóla- og frístundaráðs, og embættismönnum skóla- og frístundasviðs, fundað með samráðshópum leikskólastjóra og grunnskólastjóra. Boðað var til fundanna í tengslum við umræðu um fjármál leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í kjölfar þessara funda var lögð lokahönd á gerð aðgerðaáætlunar í tíu liðum sem á að bæta skólastarf í borginni. Aðgerðaáætlunin var borin undir sömu samráðshópa og athugasemdir teknar til greina,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Aðgerðaáætlunin er eftirfarandi: · Sérkennsla, langtímaveikindi starfsmanna og skólaakstur Leikskólar og grunnskólar fái aukið fjármagn vegna langtímaveikinda starfsmanna, sérkennslu og skólaaksturs. Alls er um að ræða um 679 mkr. vegna haustsins 2016. · Meira fé til hráefniskaupa vegna skólamáltíða Fæðisgjald verður hækkað í leik- og grunnskólum um 100 kr/dag frá 1. október nk. Þeir fjármunir munu fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði máltíða. Skólar í Reykjavík munu eftir breytinguna búa við sambærileg framlög til hráefniskaupa og þau sveitarfélög sem leggja mest í matarinnkaup fyrir skólana. · Framlög til kaupa á námsgögnum í leikskólum hækka umtalsvert Framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækka úr 1.800 kr. á barn í 3.000 kr. · Efling faglegs starfs í leikskólum Meira fjármagni, alls 24,8 mkr. á þessu hausti verður veitt til faglegs starfs í leikskólum með viðbótarframlögum til undirbúningsstarfa fagfólks sem og ófaglærðra starfsmanna. Efling faglegs starfs í leikskólum verði jafnframt skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2017. · Efling faglegs starfs í grunnskólum Auknu fjármagni eða 60 mkr. verður veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum haustið 2016. Efling faglegs starfs í grunnskólum verði jafnframt skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2017. · Inntaka barna fæddra í mars og apríl 2015 Opnað verður fyrir inntöku barna sem fædd eru í mars og apríl 2015 á leikskóla borgarinnar frá og með áramótum 2017. Nákvæm dagsetning inntöku í hverju tilviki verður þó háð rými og stöðu starfsmannamála á viðkomandi leikskóla. Jafnframt verður ráðist í sameiginlegt átak með fagfélögum leikskólastarfsfólks um nýliðun og fjölgun leikskólakennara með það fyrir augum að gera starf á leikskólum eftirsóknarverðara. · Endurskoðun úthlutunarlíkana leik- og grunnskóla og frístundamiðstöðvar Unnin verði ný úthlutunarlíkön fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðvar sem byggð eru á fyrirliggjandi gögnum og frekari fjárhagslegri greiningu á rekstrinum. Úthlutunarlíkönin taki gildi fyrir skólaárið 2017-18. · Meðferð á halla frá 2015 Leik- og grunnskólar þurfi ekki að mæta halla vegna 2015 á árinu 2016. Staða einstakra starfstaða verður metin í ljósi ábendinga stjórnenda um óviðráðanleg ytri skilyrði. · Hækkun framlaga vegna kjarasamningbundinna launahækkana Við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að fjárveitingar til skóla- og frístundasviðs hækki vegna kjarasamningsbundinna hækkana launa sem gerðir voru í lok árs 2015. Hækkunin milli áranna 2015 og 2017 eru 3,3 milljarðar kr, þar af 1 milljarður króna á árinu 2016. Þegar náðst hafa samningar um kjör grunnskólakennara við félag grunnskólakennara mun þessi upphæð hækka enn frekar. · Bætt upplýsingagjöf og aukinn stuðningur við starfsstöðvar Lögð verði áhersla á bætta upplýsingagjöf, aukna ráðgjöf og stuðning við stjórnendur sem þess óska varðandi fjárhag og rekstur sinna starfsstöðva. Tengdar fréttir Reykjavíkurborg hefur gengið illa að ráða í stöður á leikskólum Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kynnir aðgerðaráætlun í skólamálum á morgun 14. september 2016 19:00 Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Dagur B. Eggertsson hefur áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. 30. ágúst 2016 13:38 Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. 31. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag aðgerðaáætlun í leik-og grunnskólum en hún var kynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsinu núna klukkan 13. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að í áætluninni felist aukning á framlögum til skólanna á þessu hausti vegna sérkennslu, efniskostnaðar, langtímaveikinda starfsmanna, skólaaksturs og faglegs starfs upp á hundruð milljóna króna. Þá munu fæðisgjöld sem foreldrar greiða vegna máltíða í leik-og grunnskólum hækka um 100 krónur á dag frá og með 1. október næstkomandi og munu þeir fjármunir fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði matarins í skólanum. Framlög til kaupa á námsgögnum hækka jafnframt; fara úr 1800 krónum á barn í 3000 krónur. Þá verður 24,8 milljónum veitt á þessu hausti til þess að efla faglegt starf á leikskólum borgarinnar og 60 milljónum króna verður veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum borgarinnar í haust. „Aðgerðaáætlunin sem er í tíu liðum var samþykkt í borgarráði í morgun. Undanfarna daga hefur borgarstjóri, ásamt formanni skóla- og frístundaráðs, og embættismönnum skóla- og frístundasviðs, fundað með samráðshópum leikskólastjóra og grunnskólastjóra. Boðað var til fundanna í tengslum við umræðu um fjármál leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í kjölfar þessara funda var lögð lokahönd á gerð aðgerðaáætlunar í tíu liðum sem á að bæta skólastarf í borginni. Aðgerðaáætlunin var borin undir sömu samráðshópa og athugasemdir teknar til greina,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Aðgerðaáætlunin er eftirfarandi: · Sérkennsla, langtímaveikindi starfsmanna og skólaakstur Leikskólar og grunnskólar fái aukið fjármagn vegna langtímaveikinda starfsmanna, sérkennslu og skólaaksturs. Alls er um að ræða um 679 mkr. vegna haustsins 2016. · Meira fé til hráefniskaupa vegna skólamáltíða Fæðisgjald verður hækkað í leik- og grunnskólum um 100 kr/dag frá 1. október nk. Þeir fjármunir munu fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði máltíða. Skólar í Reykjavík munu eftir breytinguna búa við sambærileg framlög til hráefniskaupa og þau sveitarfélög sem leggja mest í matarinnkaup fyrir skólana. · Framlög til kaupa á námsgögnum í leikskólum hækka umtalsvert Framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækka úr 1.800 kr. á barn í 3.000 kr. · Efling faglegs starfs í leikskólum Meira fjármagni, alls 24,8 mkr. á þessu hausti verður veitt til faglegs starfs í leikskólum með viðbótarframlögum til undirbúningsstarfa fagfólks sem og ófaglærðra starfsmanna. Efling faglegs starfs í leikskólum verði jafnframt skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2017. · Efling faglegs starfs í grunnskólum Auknu fjármagni eða 60 mkr. verður veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum haustið 2016. Efling faglegs starfs í grunnskólum verði jafnframt skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2017. · Inntaka barna fæddra í mars og apríl 2015 Opnað verður fyrir inntöku barna sem fædd eru í mars og apríl 2015 á leikskóla borgarinnar frá og með áramótum 2017. Nákvæm dagsetning inntöku í hverju tilviki verður þó háð rými og stöðu starfsmannamála á viðkomandi leikskóla. Jafnframt verður ráðist í sameiginlegt átak með fagfélögum leikskólastarfsfólks um nýliðun og fjölgun leikskólakennara með það fyrir augum að gera starf á leikskólum eftirsóknarverðara. · Endurskoðun úthlutunarlíkana leik- og grunnskóla og frístundamiðstöðvar Unnin verði ný úthlutunarlíkön fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðvar sem byggð eru á fyrirliggjandi gögnum og frekari fjárhagslegri greiningu á rekstrinum. Úthlutunarlíkönin taki gildi fyrir skólaárið 2017-18. · Meðferð á halla frá 2015 Leik- og grunnskólar þurfi ekki að mæta halla vegna 2015 á árinu 2016. Staða einstakra starfstaða verður metin í ljósi ábendinga stjórnenda um óviðráðanleg ytri skilyrði. · Hækkun framlaga vegna kjarasamningbundinna launahækkana Við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að fjárveitingar til skóla- og frístundasviðs hækki vegna kjarasamningsbundinna hækkana launa sem gerðir voru í lok árs 2015. Hækkunin milli áranna 2015 og 2017 eru 3,3 milljarðar kr, þar af 1 milljarður króna á árinu 2016. Þegar náðst hafa samningar um kjör grunnskólakennara við félag grunnskólakennara mun þessi upphæð hækka enn frekar. · Bætt upplýsingagjöf og aukinn stuðningur við starfsstöðvar Lögð verði áhersla á bætta upplýsingagjöf, aukna ráðgjöf og stuðning við stjórnendur sem þess óska varðandi fjárhag og rekstur sinna starfsstöðva.
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg hefur gengið illa að ráða í stöður á leikskólum Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kynnir aðgerðaráætlun í skólamálum á morgun 14. september 2016 19:00 Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Dagur B. Eggertsson hefur áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. 30. ágúst 2016 13:38 Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. 31. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur gengið illa að ráða í stöður á leikskólum Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kynnir aðgerðaráætlun í skólamálum á morgun 14. september 2016 19:00
Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Dagur B. Eggertsson hefur áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. 30. ágúst 2016 13:38
Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. 31. ágúst 2016 06:00