Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 13:38 Leikskólastjórar afhenda borgarstjóra ályktun sína í morgun. mynd/kí Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir umræðuna um fjárhagsstöðu leikskóla-og grunnskóla í Reykjavík ekki nýja af nálinni. Hann kveðst hafa áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. Þá finnst honum umræðan um leikskólana ekki endurspegla það góða starf sem þar fer fram. „Þegar leikskólar eru annars vegar þá höfum við ákveðnar áhyggjur af því sem við getum kallað kerfisbundnar skekkjur í úthlutun fjár. Þetta eru í sumum tilvikum mjög litlir skólar og það þarf lítið út af að bregða, til dæmis í langtímaveikindum, til þess að reksturinn fari fram úr og ég held að við verðum að finna nýjar leiðir til að takast á við þetta þannig að það hvíli ekki svona þungt á stjórnendum,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu en í morgun hitti hann áhyggjufulla leikskólastjórnendur á fundi í Ráðhúsinu.Verið að endurreisa skólakerfið eftir hrun Borgarstjóri segir hins vegar ályktun skólastjóra í grunnskólum borgarinnar sem þeir sendu frá sér í gærkvöldi ekki alveg sanngjarna. „Það má ekki gleymast í því að við erum að endurreisa skólakerfið eftir hrun og þær þrengingar sem fylgdu í kjölfar þess. Í upphafi þessa kjörtímabils á milli áranna 2014 og 2015 þá vorum við að bæta um tveimur milljörðum í grunnskólana sem fór að mestu í hækkun launa og svo í fjölgun barna.“ Dagur segir að það hafi verið mjög breið samstaða um það að starfsfólk skólanna yrði fyrst í röðinni þegar það kæmu inn fjármunir sem hægt væri að nýta til þess að byggja upp. Þá segir Dagur að mesti sparnaðurinn hjá Reykjavíkurborg hafi verið hjá miðlægri stjórnsýslu og minnst í skólakerfinu. Þannig sé meirihlutinn í borginni að forgangsraða í þágu skólanna.Segir sveltistefnu rekna gagnvart sveitarfélögunum „Hins vegar er það alveg rétt að á Íslandi er í raun rekin ákveðin sveltistefna gagnvart sveitarfélögunum. Þau hafa ekki fengið að fullu bættan kostnaðinn sem leiddi af yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks. Það er í raun verið að færa tekjur þeirra af útsvari frá þeim og nýjar tölur benda til þess að það séu um fimmtán milljarðar. Þá eru þau að berjast fyrir því að fá beinar tekjur af ferðamönnum í gegnum gistináttagjald og það er ekki orðið við þessum sjálfsögðu kröfum.“ Dagur segir að þetta komi að sjálfsögðu niður á fjárhag sveitarfélaganna og því séu Reykjavík, og önnur sveitarfélög, í þeirri stöðu vegna launahækkana undanfarið að það þarf að finna fjármuni fyrir þær hækkanir. Dagur biður því um sanngirni í umræðunni og þolinmæði gagnvart því verkefni. Það er hins vegar svo að fleiri en kennarar og skólastjórar hafa fengið launahækkanir. Því er eðlilegt að spyrja hvort ekki megi skoða að hækka einfaldlega leikskólagjöld í Reykjavík og tekjutengja þau þá mögulega þannig að þeir tekjuhærri borgi meir en þeir tekjulægri. Þannig myndu meiri fjármunir renna beint til skólanna. „Við erum bæði að skoða námsgögnin, matarmálin og fæðisgjöldin í því samhengi og það er eðlilegur hluti af fjárhagsáætlunarvinnunni. Við höfum í verið í þessari vinnu og greiningu með leikskólunum um margra mánaða skeið og ég vona að flestir skynji það að við brennum fyrir þessum málaflokki. Við höfum alltaf verið mjög stolt af leikskólum í Reykjavík og það á svo sannarlega ekki að breytast. Við erum líka stolt af því faglega starfi sem er unnið þar og það sem ég er svolítið hugsi yfir er að mér finnst umræðan ekki endurspegla það faglega og flotta starf sem fram fer í þessum skólastofnunum.“ Tengdar fréttir Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00 Leikskólastjórar segja hingað og ekki lengra Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktun þar sem þess var krafist að niðurskurði í leikskólamálum yrði snúið við. 30. ágúst 2016 12:03 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir umræðuna um fjárhagsstöðu leikskóla-og grunnskóla í Reykjavík ekki nýja af nálinni. Hann kveðst hafa áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. Þá finnst honum umræðan um leikskólana ekki endurspegla það góða starf sem þar fer fram. „Þegar leikskólar eru annars vegar þá höfum við ákveðnar áhyggjur af því sem við getum kallað kerfisbundnar skekkjur í úthlutun fjár. Þetta eru í sumum tilvikum mjög litlir skólar og það þarf lítið út af að bregða, til dæmis í langtímaveikindum, til þess að reksturinn fari fram úr og ég held að við verðum að finna nýjar leiðir til að takast á við þetta þannig að það hvíli ekki svona þungt á stjórnendum,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu en í morgun hitti hann áhyggjufulla leikskólastjórnendur á fundi í Ráðhúsinu.Verið að endurreisa skólakerfið eftir hrun Borgarstjóri segir hins vegar ályktun skólastjóra í grunnskólum borgarinnar sem þeir sendu frá sér í gærkvöldi ekki alveg sanngjarna. „Það má ekki gleymast í því að við erum að endurreisa skólakerfið eftir hrun og þær þrengingar sem fylgdu í kjölfar þess. Í upphafi þessa kjörtímabils á milli áranna 2014 og 2015 þá vorum við að bæta um tveimur milljörðum í grunnskólana sem fór að mestu í hækkun launa og svo í fjölgun barna.“ Dagur segir að það hafi verið mjög breið samstaða um það að starfsfólk skólanna yrði fyrst í röðinni þegar það kæmu inn fjármunir sem hægt væri að nýta til þess að byggja upp. Þá segir Dagur að mesti sparnaðurinn hjá Reykjavíkurborg hafi verið hjá miðlægri stjórnsýslu og minnst í skólakerfinu. Þannig sé meirihlutinn í borginni að forgangsraða í þágu skólanna.Segir sveltistefnu rekna gagnvart sveitarfélögunum „Hins vegar er það alveg rétt að á Íslandi er í raun rekin ákveðin sveltistefna gagnvart sveitarfélögunum. Þau hafa ekki fengið að fullu bættan kostnaðinn sem leiddi af yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks. Það er í raun verið að færa tekjur þeirra af útsvari frá þeim og nýjar tölur benda til þess að það séu um fimmtán milljarðar. Þá eru þau að berjast fyrir því að fá beinar tekjur af ferðamönnum í gegnum gistináttagjald og það er ekki orðið við þessum sjálfsögðu kröfum.“ Dagur segir að þetta komi að sjálfsögðu niður á fjárhag sveitarfélaganna og því séu Reykjavík, og önnur sveitarfélög, í þeirri stöðu vegna launahækkana undanfarið að það þarf að finna fjármuni fyrir þær hækkanir. Dagur biður því um sanngirni í umræðunni og þolinmæði gagnvart því verkefni. Það er hins vegar svo að fleiri en kennarar og skólastjórar hafa fengið launahækkanir. Því er eðlilegt að spyrja hvort ekki megi skoða að hækka einfaldlega leikskólagjöld í Reykjavík og tekjutengja þau þá mögulega þannig að þeir tekjuhærri borgi meir en þeir tekjulægri. Þannig myndu meiri fjármunir renna beint til skólanna. „Við erum bæði að skoða námsgögnin, matarmálin og fæðisgjöldin í því samhengi og það er eðlilegur hluti af fjárhagsáætlunarvinnunni. Við höfum í verið í þessari vinnu og greiningu með leikskólunum um margra mánaða skeið og ég vona að flestir skynji það að við brennum fyrir þessum málaflokki. Við höfum alltaf verið mjög stolt af leikskólum í Reykjavík og það á svo sannarlega ekki að breytast. Við erum líka stolt af því faglega starfi sem er unnið þar og það sem ég er svolítið hugsi yfir er að mér finnst umræðan ekki endurspegla það faglega og flotta starf sem fram fer í þessum skólastofnunum.“
Tengdar fréttir Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00 Leikskólastjórar segja hingað og ekki lengra Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktun þar sem þess var krafist að niðurskurði í leikskólamálum yrði snúið við. 30. ágúst 2016 12:03 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00
Leikskólastjórar segja hingað og ekki lengra Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktun þar sem þess var krafist að niðurskurði í leikskólamálum yrði snúið við. 30. ágúst 2016 12:03