Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 13:38 Leikskólastjórar afhenda borgarstjóra ályktun sína í morgun. mynd/kí Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir umræðuna um fjárhagsstöðu leikskóla-og grunnskóla í Reykjavík ekki nýja af nálinni. Hann kveðst hafa áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. Þá finnst honum umræðan um leikskólana ekki endurspegla það góða starf sem þar fer fram. „Þegar leikskólar eru annars vegar þá höfum við ákveðnar áhyggjur af því sem við getum kallað kerfisbundnar skekkjur í úthlutun fjár. Þetta eru í sumum tilvikum mjög litlir skólar og það þarf lítið út af að bregða, til dæmis í langtímaveikindum, til þess að reksturinn fari fram úr og ég held að við verðum að finna nýjar leiðir til að takast á við þetta þannig að það hvíli ekki svona þungt á stjórnendum,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu en í morgun hitti hann áhyggjufulla leikskólastjórnendur á fundi í Ráðhúsinu.Verið að endurreisa skólakerfið eftir hrun Borgarstjóri segir hins vegar ályktun skólastjóra í grunnskólum borgarinnar sem þeir sendu frá sér í gærkvöldi ekki alveg sanngjarna. „Það má ekki gleymast í því að við erum að endurreisa skólakerfið eftir hrun og þær þrengingar sem fylgdu í kjölfar þess. Í upphafi þessa kjörtímabils á milli áranna 2014 og 2015 þá vorum við að bæta um tveimur milljörðum í grunnskólana sem fór að mestu í hækkun launa og svo í fjölgun barna.“ Dagur segir að það hafi verið mjög breið samstaða um það að starfsfólk skólanna yrði fyrst í röðinni þegar það kæmu inn fjármunir sem hægt væri að nýta til þess að byggja upp. Þá segir Dagur að mesti sparnaðurinn hjá Reykjavíkurborg hafi verið hjá miðlægri stjórnsýslu og minnst í skólakerfinu. Þannig sé meirihlutinn í borginni að forgangsraða í þágu skólanna.Segir sveltistefnu rekna gagnvart sveitarfélögunum „Hins vegar er það alveg rétt að á Íslandi er í raun rekin ákveðin sveltistefna gagnvart sveitarfélögunum. Þau hafa ekki fengið að fullu bættan kostnaðinn sem leiddi af yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks. Það er í raun verið að færa tekjur þeirra af útsvari frá þeim og nýjar tölur benda til þess að það séu um fimmtán milljarðar. Þá eru þau að berjast fyrir því að fá beinar tekjur af ferðamönnum í gegnum gistináttagjald og það er ekki orðið við þessum sjálfsögðu kröfum.“ Dagur segir að þetta komi að sjálfsögðu niður á fjárhag sveitarfélaganna og því séu Reykjavík, og önnur sveitarfélög, í þeirri stöðu vegna launahækkana undanfarið að það þarf að finna fjármuni fyrir þær hækkanir. Dagur biður því um sanngirni í umræðunni og þolinmæði gagnvart því verkefni. Það er hins vegar svo að fleiri en kennarar og skólastjórar hafa fengið launahækkanir. Því er eðlilegt að spyrja hvort ekki megi skoða að hækka einfaldlega leikskólagjöld í Reykjavík og tekjutengja þau þá mögulega þannig að þeir tekjuhærri borgi meir en þeir tekjulægri. Þannig myndu meiri fjármunir renna beint til skólanna. „Við erum bæði að skoða námsgögnin, matarmálin og fæðisgjöldin í því samhengi og það er eðlilegur hluti af fjárhagsáætlunarvinnunni. Við höfum í verið í þessari vinnu og greiningu með leikskólunum um margra mánaða skeið og ég vona að flestir skynji það að við brennum fyrir þessum málaflokki. Við höfum alltaf verið mjög stolt af leikskólum í Reykjavík og það á svo sannarlega ekki að breytast. Við erum líka stolt af því faglega starfi sem er unnið þar og það sem ég er svolítið hugsi yfir er að mér finnst umræðan ekki endurspegla það faglega og flotta starf sem fram fer í þessum skólastofnunum.“ Tengdar fréttir Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00 Leikskólastjórar segja hingað og ekki lengra Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktun þar sem þess var krafist að niðurskurði í leikskólamálum yrði snúið við. 30. ágúst 2016 12:03 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir umræðuna um fjárhagsstöðu leikskóla-og grunnskóla í Reykjavík ekki nýja af nálinni. Hann kveðst hafa áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. Þá finnst honum umræðan um leikskólana ekki endurspegla það góða starf sem þar fer fram. „Þegar leikskólar eru annars vegar þá höfum við ákveðnar áhyggjur af því sem við getum kallað kerfisbundnar skekkjur í úthlutun fjár. Þetta eru í sumum tilvikum mjög litlir skólar og það þarf lítið út af að bregða, til dæmis í langtímaveikindum, til þess að reksturinn fari fram úr og ég held að við verðum að finna nýjar leiðir til að takast á við þetta þannig að það hvíli ekki svona þungt á stjórnendum,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu en í morgun hitti hann áhyggjufulla leikskólastjórnendur á fundi í Ráðhúsinu.Verið að endurreisa skólakerfið eftir hrun Borgarstjóri segir hins vegar ályktun skólastjóra í grunnskólum borgarinnar sem þeir sendu frá sér í gærkvöldi ekki alveg sanngjarna. „Það má ekki gleymast í því að við erum að endurreisa skólakerfið eftir hrun og þær þrengingar sem fylgdu í kjölfar þess. Í upphafi þessa kjörtímabils á milli áranna 2014 og 2015 þá vorum við að bæta um tveimur milljörðum í grunnskólana sem fór að mestu í hækkun launa og svo í fjölgun barna.“ Dagur segir að það hafi verið mjög breið samstaða um það að starfsfólk skólanna yrði fyrst í röðinni þegar það kæmu inn fjármunir sem hægt væri að nýta til þess að byggja upp. Þá segir Dagur að mesti sparnaðurinn hjá Reykjavíkurborg hafi verið hjá miðlægri stjórnsýslu og minnst í skólakerfinu. Þannig sé meirihlutinn í borginni að forgangsraða í þágu skólanna.Segir sveltistefnu rekna gagnvart sveitarfélögunum „Hins vegar er það alveg rétt að á Íslandi er í raun rekin ákveðin sveltistefna gagnvart sveitarfélögunum. Þau hafa ekki fengið að fullu bættan kostnaðinn sem leiddi af yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks. Það er í raun verið að færa tekjur þeirra af útsvari frá þeim og nýjar tölur benda til þess að það séu um fimmtán milljarðar. Þá eru þau að berjast fyrir því að fá beinar tekjur af ferðamönnum í gegnum gistináttagjald og það er ekki orðið við þessum sjálfsögðu kröfum.“ Dagur segir að þetta komi að sjálfsögðu niður á fjárhag sveitarfélaganna og því séu Reykjavík, og önnur sveitarfélög, í þeirri stöðu vegna launahækkana undanfarið að það þarf að finna fjármuni fyrir þær hækkanir. Dagur biður því um sanngirni í umræðunni og þolinmæði gagnvart því verkefni. Það er hins vegar svo að fleiri en kennarar og skólastjórar hafa fengið launahækkanir. Því er eðlilegt að spyrja hvort ekki megi skoða að hækka einfaldlega leikskólagjöld í Reykjavík og tekjutengja þau þá mögulega þannig að þeir tekjuhærri borgi meir en þeir tekjulægri. Þannig myndu meiri fjármunir renna beint til skólanna. „Við erum bæði að skoða námsgögnin, matarmálin og fæðisgjöldin í því samhengi og það er eðlilegur hluti af fjárhagsáætlunarvinnunni. Við höfum í verið í þessari vinnu og greiningu með leikskólunum um margra mánaða skeið og ég vona að flestir skynji það að við brennum fyrir þessum málaflokki. Við höfum alltaf verið mjög stolt af leikskólum í Reykjavík og það á svo sannarlega ekki að breytast. Við erum líka stolt af því faglega starfi sem er unnið þar og það sem ég er svolítið hugsi yfir er að mér finnst umræðan ekki endurspegla það faglega og flotta starf sem fram fer í þessum skólastofnunum.“
Tengdar fréttir Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00 Leikskólastjórar segja hingað og ekki lengra Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktun þar sem þess var krafist að niðurskurði í leikskólamálum yrði snúið við. 30. ágúst 2016 12:03 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00
Leikskólastjórar segja hingað og ekki lengra Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktun þar sem þess var krafist að niðurskurði í leikskólamálum yrði snúið við. 30. ágúst 2016 12:03