Staða Sigmundar sterk fyrir kjördæmisþing Sveinn Arnarsson skrifar 16. september 2016 07:00 Staða Sigmundar Davíðs er talin sterk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins virðist standa vel að vígi fyrir tvöfalt kjördæmisþing flokksins sem haldið verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun. Í samtölum við formann félaganna vítt og breitt um kjördæmið kemur fram mikill stuðningur við formanninn. Framsóknarmenn munu velja framboðslista sinn í kjördæminu á svokölluðu tvöföldu kjördæmisþingi en tvöfalt fleiri fulltrúar eiga seturétt á þinginu en venjulega. Um 370 flokksmenn, frá Fjallabyggð í vestri til Djúpavogs í austri, eiga seturétt á þinginu er líklegt er að á þriðja hundrað manns taki þátt. Sigmundur er bjartsýnn á að ná að landa sigri á kjördæmisþinginu. „Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir þinginu þó ég taki engu sem gefnu. Ég tel mig eiga stuðningsmenn víða í kjördæminu sem munu mæta á þingið,“ segir Sigmundur sem hefur ekki ákveðið hvað hann geri nái hann ekki oddvitasætinu. „Í ljósi bjartsýni á útkomuna hef ég ekki hugleitt hvað ég muni gera í þeirri stöðu.“ Svo virðist sem stuðningur við Sigmund Davíð sé mikill í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Þorgrímur Sigmundsson, formaður félagsins á Húsavík, segir miklu máli skipta að Sigmundur sigri og haldi áfram formennsku í flokknum. „Ég vonast eftir því að hann fái gott umboð sem veganesti inn á flokksþingið. Maður sem hefur skilað svo gríðarlegum verkefnum í hús sem flestir töldu ómögulegt á skilið að halda áfram þessum góðu verkum,“ sagði Þorgrímur. Um 110 flokksmenn úr Framsóknarfélaginu á Akureyri eiga seturétt á þinginu og vonast Óskar Ingi Sigurðsson, formaður félagsins, til að sem flestir mæti á flokksþingið. Félagið á Akureyri hefur verið höfuðvígi Höskuldar Þórhallssonar og skiptir miklu máli fyrir árangur hans að sem flestir úr Akureyrarfélaginu mæti til þings. Einnig sækjast Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, sitjandi þingmenn flokksins, eftir því að fella formanninn úr stóli oddvita. Sigmundur Davíð segir það ekki vera merki um að þær vilji hann burt. „Það er oft þannig að þegar einstaklingar sækjast eftir sætum númer tvö og þrjú, þá vilja þeir sýna styrk og bjóða sig einnig fram í forystu,“ segir Sigmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins virðist standa vel að vígi fyrir tvöfalt kjördæmisþing flokksins sem haldið verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun. Í samtölum við formann félaganna vítt og breitt um kjördæmið kemur fram mikill stuðningur við formanninn. Framsóknarmenn munu velja framboðslista sinn í kjördæminu á svokölluðu tvöföldu kjördæmisþingi en tvöfalt fleiri fulltrúar eiga seturétt á þinginu en venjulega. Um 370 flokksmenn, frá Fjallabyggð í vestri til Djúpavogs í austri, eiga seturétt á þinginu er líklegt er að á þriðja hundrað manns taki þátt. Sigmundur er bjartsýnn á að ná að landa sigri á kjördæmisþinginu. „Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir þinginu þó ég taki engu sem gefnu. Ég tel mig eiga stuðningsmenn víða í kjördæminu sem munu mæta á þingið,“ segir Sigmundur sem hefur ekki ákveðið hvað hann geri nái hann ekki oddvitasætinu. „Í ljósi bjartsýni á útkomuna hef ég ekki hugleitt hvað ég muni gera í þeirri stöðu.“ Svo virðist sem stuðningur við Sigmund Davíð sé mikill í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Þorgrímur Sigmundsson, formaður félagsins á Húsavík, segir miklu máli skipta að Sigmundur sigri og haldi áfram formennsku í flokknum. „Ég vonast eftir því að hann fái gott umboð sem veganesti inn á flokksþingið. Maður sem hefur skilað svo gríðarlegum verkefnum í hús sem flestir töldu ómögulegt á skilið að halda áfram þessum góðu verkum,“ sagði Þorgrímur. Um 110 flokksmenn úr Framsóknarfélaginu á Akureyri eiga seturétt á þinginu og vonast Óskar Ingi Sigurðsson, formaður félagsins, til að sem flestir mæti á flokksþingið. Félagið á Akureyri hefur verið höfuðvígi Höskuldar Þórhallssonar og skiptir miklu máli fyrir árangur hans að sem flestir úr Akureyrarfélaginu mæti til þings. Einnig sækjast Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, sitjandi þingmenn flokksins, eftir því að fella formanninn úr stóli oddvita. Sigmundur Davíð segir það ekki vera merki um að þær vilji hann burt. „Það er oft þannig að þegar einstaklingar sækjast eftir sætum númer tvö og þrjú, þá vilja þeir sýna styrk og bjóða sig einnig fram í forystu,“ segir Sigmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira