Innlent

Garðeigendur geta fengið rukkun vegna trjágróðurs

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Í Sigtúni fer þetta myndarlega tré hressilega yfir lóðamörk og getur hamlað gangandi vegfarendum för.
Í Sigtúni fer þetta myndarlega tré hressilega yfir lóðamörk og getur hamlað gangandi vegfarendum för. vísir/gva
Ef garðeigendur klippa ekki trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk og hindrar vegfarendur, hylur umferðarskilti eða götulýsingu, geta starfsmenn borgarinnar klippt gróðurinn á kostnað garðeigenda.

Byggingarreglugerð setur garðeigendum þá skyldu á herðar að halda gróðri innan lóðarmarka.

Eftir góða tíð í sumar hefur trjágróður sprottið vel og víða vaxið inn á stíga og götur. Starfsmenn Reykjavíkurborgar fara þessa dagana skipulega um borgina og skoða hvar líklegt er að gróður hindri för snjóruðningstækja og sorphirðu. Því þurfa garðeigendur að bregðast skjótt við.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×