Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið vandlega yfir úrslitin í vali á lista Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi og rætt við Sigmundi Davíð og Höskuldi Þórhallssyni sem gekk af fundi kjördæmisráðs eftir að hafa tapað baráttunni um fyrsta sætið.

Píratar hafa skipað þriggja manna hóp til að fara með stjórnarmyndunarumboð flokksins en vafi leikur á hvert þeirra mætir til forseta til að taka við stjórnarmyndunarumboði komi til þess. Þá ræðum við í kvöldfréttum við samkynhneigðan hælisleitanda frá Íran sem óttast að lenda á götunni á Ítalíu verði hann sendur þangað. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×