Innlent

Jarðskjálfti á Hengilssvæðinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skjálftinn fannst í Hveragerði
Skjálftinn fannst í Hveragerði Vísir/Vilhelm
Jarðskjálfti af stærð 3,1 mældist á Hengilssvæðinu um klukkan átta í morgun. Skjálftinn fannst í Hveragerði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að jarðskjálftahrina standi nú yfir á Hengilsssvæðinu.

Alls mældust 450 jarðskjálftar með mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,5 og var hann innan Kötluöskjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×