Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað nánar um stöðu Sigmundar Davíðs og Framsóknarflokksins eftir kjördæmisþingið í Mývatnssveit í gær. Við bregðum okkur líka austur fyrir fjall og heyrum í Unni Brá Konráðsdóttur sem ákvað í dag að þiggja fjórða sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og í Páli Magnússyni sem skipar efsta sæti listans.

Fjallað verður um þau hörmulegu banaslys sem urðu í umferðinni í gærkvöldi og nótt og ástand vegakerfisins sem virðist komið að þolmörkum vegna aukinnar umferðar með auknum straumi ferðamanna. Þá heyrum við í Berki Sigþórssyni sem leikstýri nýlega þætti í hinni vinsælu bresku sakamálaþáttaröð um Morse rannsóknarlögreglumann á yngri árum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×