Saurgerlamengað neysluvatn: Bæjarstjórinn ekki hissa á að þetta komi illa við Flateyringa Anton Egilsson skrifar 19. september 2016 20:30 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að bæjaryfirvöld geti dregið lærdóm af málinu. Vísir/Pjetur Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist vita að Flateyringar séu ósáttir með að hafa ekki fengið upplýsingar um saurgerlamengun í neysluvatni í bænum.Vissu um mengunina í 16 dagaÍ frétt bb.is í dag segir að bæði Ísafjarðarbær og Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hafi vitað af saurgerlamenguðu neysluvatni Flateyrar í 16 daga án þess að upplýsa íbúa um málið. Sýni voru tekin úr vatni hjá Bakkabúðinni á Flateyri þann 31. ágúst og reyndust þau menguð, en þau innihéldu bæði E.coli og kólígerla. Var bæjaryfirvöldum á Ísafirði og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða tilkynnt um mengunina daginn eftir. Í reglugerð um neysluvatn eru tiltekin viðbrögð við menguðu neysluvatni, ef E.coli eða koligerlar greinist í neysluvatni skal tafarlaust veita neytendum upplýsingar og ráðgjöf. Þá var annað sýni tekið tólf dögum síðar eða þann 12. september og var niðurstaða rannsóknar á því kynnt Ísafjarðarbæ og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða daginn eftir. Það sýni sýndi talsvert meiri mengun en var í sýninu frá 31.ágúst en þrátt fyrir það brást Ísafjarðarbær ekki við tilkynningaskyldu sinni.Mistökin verða í skilboðum innanhússAðspurður hvers vegna bæjarbúar á Flateyri voru ekki upplýstir um málið strax og það kom upp segir Gísli Halldór: „Það verða einhver mistök í afgreiðslu á þessum upplýsingum þegar þær berast í síðustu viku. Mistökin verða í skilaboðum innanhús þannig að það er ekki gripið til þeirra aðgerða að lagfæra geislunarbúnaðinn. Það hefðu í rauninni átt að vera fyrstu viðbrögðin, því um leið og það er búið er mengunin úr sögunni.“ Hann segir að það hefði jafnframt verið eðlilegt að upplýsa íbúa um leið að þetta hefði sér stað og búið væri að koma í veg fyrir mengunina. Það hafi sett strik í reikninginn að þessar upplýsingar hafi ekki farið sína leið og að ekki hafi verið gripið til nauðsynlegra aðgerða í kjölfarið.Menn hafi hugsanlega verið of værukærirGísli segist ekki vita nákvæmlega hverju sé um að kenna en mistökin geti hafa stafað að ýmsum ástæðum. „Að einhverju leyti stafar þetta hugsanlega af mannabreytingum en hins vegar því að þetta hefur verið í góðu lagi frá árinu 2009 að undanskildum einhverjum hnökrum sem komu upp í desembermánuði 2012. Það er því spurning hvort menn hafi verið orðnir of værukærir. Þetta gefur okkur allavega tilefni til þess að endurbæta ferla.“Veit að Flateyringar eru miður sínSpurður að því hvort hann hafi orðið var við mikla óánægju Flateyringa með vinnubrögð Ísafjarðarbæjar í þessu máli segir hann: „Ég veit að Flateyringar eru auðvitað miður sin yfir þessu því að þeir hafa ekki fengið neinar upplýsingar, aðeins fréttir um að vatnið væri mengað. Þeir hafi því ekki vitað sína stöðu og líður auðvitað illa með það að vita í raun og veru ekki hvort þeir geti treyst neysluvatninu. Ég er því ekki hissa á að þetta komi illa við fólk á Flateyri.““segir Gísli og bætir við að bæjaryfirvöld geti dregið af þessu lærdóm. Gísli hefur sent út tilkynningu vegna málsins en hana má lesa í heild sinni að neðan:Geislunartæki fyrir neysluvatn á Flateyri voru sett í gang í hádeginu föstudaginn 16. september og engar líkur eiga að vera á að e-coli mengun sé til staðar í neysluvatninu eftir það. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók sýni um helgina og ættu niðurstöður að staðfesta að mengun sé úr sögunni en þær munu liggja fyrir á morgun, 20. september. Neysluvatn hefur annars verið í lagi á Flateyri frá árinu 2009 og staðist mælingar, að undanskildum hnökrum sem upp komu í desember 2012.Ljóst er að mæling mengunar í neysluvatni þann 30. ágúst og aftur nú 12. september leiddi ekki til þeirra viðbragða og upplýsingagjafar sem nauðsynlegt er að eigi sér stað. Ekki er ljóst hvar skilaboðin misfórust þann 1. september, en ljóst er að viðbrögð Ísafjarðarbæjar þegar upplýsingar bárust í síðustu viku voru ekki eins fumlaus og nauðsynlegt er. Það er til heilla að ekki var um að ræða verulega mengun að þessu sinni, en hinsvegar er mjög alvarlegt að mælingar skyldu ekki leiða til tafarlausra aðgerða. Ísafjarðarbær biðst afsökunar á þessum mistökum. Gripið hefur verið til aðgerða sem ættu að tryggja að þessi mistök endurtaki sig ekki. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist vita að Flateyringar séu ósáttir með að hafa ekki fengið upplýsingar um saurgerlamengun í neysluvatni í bænum.Vissu um mengunina í 16 dagaÍ frétt bb.is í dag segir að bæði Ísafjarðarbær og Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hafi vitað af saurgerlamenguðu neysluvatni Flateyrar í 16 daga án þess að upplýsa íbúa um málið. Sýni voru tekin úr vatni hjá Bakkabúðinni á Flateyri þann 31. ágúst og reyndust þau menguð, en þau innihéldu bæði E.coli og kólígerla. Var bæjaryfirvöldum á Ísafirði og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða tilkynnt um mengunina daginn eftir. Í reglugerð um neysluvatn eru tiltekin viðbrögð við menguðu neysluvatni, ef E.coli eða koligerlar greinist í neysluvatni skal tafarlaust veita neytendum upplýsingar og ráðgjöf. Þá var annað sýni tekið tólf dögum síðar eða þann 12. september og var niðurstaða rannsóknar á því kynnt Ísafjarðarbæ og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða daginn eftir. Það sýni sýndi talsvert meiri mengun en var í sýninu frá 31.ágúst en þrátt fyrir það brást Ísafjarðarbær ekki við tilkynningaskyldu sinni.Mistökin verða í skilboðum innanhússAðspurður hvers vegna bæjarbúar á Flateyri voru ekki upplýstir um málið strax og það kom upp segir Gísli Halldór: „Það verða einhver mistök í afgreiðslu á þessum upplýsingum þegar þær berast í síðustu viku. Mistökin verða í skilaboðum innanhús þannig að það er ekki gripið til þeirra aðgerða að lagfæra geislunarbúnaðinn. Það hefðu í rauninni átt að vera fyrstu viðbrögðin, því um leið og það er búið er mengunin úr sögunni.“ Hann segir að það hefði jafnframt verið eðlilegt að upplýsa íbúa um leið að þetta hefði sér stað og búið væri að koma í veg fyrir mengunina. Það hafi sett strik í reikninginn að þessar upplýsingar hafi ekki farið sína leið og að ekki hafi verið gripið til nauðsynlegra aðgerða í kjölfarið.Menn hafi hugsanlega verið of værukærirGísli segist ekki vita nákvæmlega hverju sé um að kenna en mistökin geti hafa stafað að ýmsum ástæðum. „Að einhverju leyti stafar þetta hugsanlega af mannabreytingum en hins vegar því að þetta hefur verið í góðu lagi frá árinu 2009 að undanskildum einhverjum hnökrum sem komu upp í desembermánuði 2012. Það er því spurning hvort menn hafi verið orðnir of værukærir. Þetta gefur okkur allavega tilefni til þess að endurbæta ferla.“Veit að Flateyringar eru miður sínSpurður að því hvort hann hafi orðið var við mikla óánægju Flateyringa með vinnubrögð Ísafjarðarbæjar í þessu máli segir hann: „Ég veit að Flateyringar eru auðvitað miður sin yfir þessu því að þeir hafa ekki fengið neinar upplýsingar, aðeins fréttir um að vatnið væri mengað. Þeir hafi því ekki vitað sína stöðu og líður auðvitað illa með það að vita í raun og veru ekki hvort þeir geti treyst neysluvatninu. Ég er því ekki hissa á að þetta komi illa við fólk á Flateyri.““segir Gísli og bætir við að bæjaryfirvöld geti dregið af þessu lærdóm. Gísli hefur sent út tilkynningu vegna málsins en hana má lesa í heild sinni að neðan:Geislunartæki fyrir neysluvatn á Flateyri voru sett í gang í hádeginu föstudaginn 16. september og engar líkur eiga að vera á að e-coli mengun sé til staðar í neysluvatninu eftir það. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók sýni um helgina og ættu niðurstöður að staðfesta að mengun sé úr sögunni en þær munu liggja fyrir á morgun, 20. september. Neysluvatn hefur annars verið í lagi á Flateyri frá árinu 2009 og staðist mælingar, að undanskildum hnökrum sem upp komu í desember 2012.Ljóst er að mæling mengunar í neysluvatni þann 30. ágúst og aftur nú 12. september leiddi ekki til þeirra viðbragða og upplýsingagjafar sem nauðsynlegt er að eigi sér stað. Ekki er ljóst hvar skilaboðin misfórust þann 1. september, en ljóst er að viðbrögð Ísafjarðarbæjar þegar upplýsingar bárust í síðustu viku voru ekki eins fumlaus og nauðsynlegt er. Það er til heilla að ekki var um að ræða verulega mengun að þessu sinni, en hinsvegar er mjög alvarlegt að mælingar skyldu ekki leiða til tafarlausra aðgerða. Ísafjarðarbær biðst afsökunar á þessum mistökum. Gripið hefur verið til aðgerða sem ættu að tryggja að þessi mistök endurtaki sig ekki.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira