Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fólk á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára er í mun lakari stöðu efnahagslega en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Fjallað verður um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þá verður einnig fjallað um að fyrirtæki sem verða fyrir tjóni vegna stöðvunar byggingar háspennulínu til Bakka munu væntanlega krefjast hárra skaðabóta.

Fjallað verður um fyrstu opinberu heimsókn forsetafrúarinnar Elizu Reid sem heimsótti Grænlendinga og afhenti börnum tafl að gjöf.

Sagt verður frá því að Angelina Jolie hvetur leiðtoga heims til að komast að rótum stríðsátakanna í Sýrlandi og binda enda á þjáningar milljóna manna. Einnig verður farið yfir tónleika Justin Bieber í gær og í kvöld.

Þetta og miklu meira til í Kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×