Sport

Græna laugin verður aftur blá fljótlega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Græna vatnið virkar ekki mjög girnilegt.
Græna vatnið virkar ekki mjög girnilegt. vísir/getty
Það vakti heimsathygli þegar dýfingalaugin á ÓL í Ríó varð allt í einu græn.

Það gerðist er keppt var í stökkum af tíu metra palli. Áhorfendur, sem og keppendur, urðu auðvitað steinhissa.

Alþjóðlega sundsambandið segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að það hafi orðið ákveðinn skortur á efnum í vatnstönkunum.

Sjá einnig: Dýfingarlaugin í Ríó varð græn | Myndir

Litabreytingin hafi orðið út af því að sýrustigið og annað hafi orðið óeðlilegt. Engu að síður hafi vatnið ekki verið á nokkurn hátt hættulegt fyrir keppendur. Skipuleggjendur leikanna segja að það hafi verið mistök að fylgjast ekki betur með vatninu.

Laugin var enn græn í gærkvöldi en ætti að vera orðinn blá á ný í dag.

Meiri vatnsvandræði byrjuðu svo í gær þegar laugin þar sem sundknattleikurinn fer fram byrjaði að verða líka græn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×