Leigjendasamtökin segja íbúðir Búseta enga lausn fyrir leigjendur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 18:26 Samtök leigjenda á Íslandi gagnrýna hátt verð á nýjum íbúðum sem Búseti hefur nú til sölu, þar sem mánaðargreiðslur eru allt upp í 400 þúsund krónur. Borgarstjóri segist vona að íbúðir sem borgin seldi Búseta á kostnaðarverði án útboðs, til að koma til móts við eignaminna fólk og leigjendur, verði ódýrari. Búseti auglýsti í byrjun ágúst i 70 búseturétti í 6 nýbyggingum til sölu. Verðin eru mismunandi eftir gerð íbúða en mánaðarlegar greiðslur eru allt frá 150 þúsund krónum upp í fjögur hundruð þúsund. Sem dæmi má taka að ef valin er B-leið á 128 fermetra íbúð í Einholti er mánaðarlegt búsetugjald rúmlega þrjú hundruð tuttugu og fimmtán þúsund krónur. Búseturétturinn kostar rúmar sjö milljónir og þar af fara fjórar og hálf til eignamyndunar. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að búseturétturinn sé dýrari en oft áður, meðal annars vegna hærri byggingarkostnaðar sökum aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð. Þrátt fyrir það sé eftirspurnin mikil og margir vilja bjóða hærra en uppsett verð í réttinn. Búseti fékk fyrir skömmu vilyrði frá Reykjavíkurborg fyrir uppbyggingu íbúða á lóð Keilugranda, án útboðs, til að koma til móts við húsnæðisvanda leigjenda og eignalítils fólks. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi segir þetta ekki vera leiðina til þess. „Búseturéttargjaldið er það hátt og mánaðarkostnaðurinn er náttúrlega alveg út úr korti. Eins og formaður Búseta segir sjálfur þá eru þetta íbúðir fyrir efnameira fólk. Og þetta eru ekki margar íbúðir svo það er engin lausn í þessu.“ Hólmsteinn segir að leigjendur hafi upp til hópa ekki efni á búsetuúrræðinu. „En aftur á móti þá er ekkert sem bendir til þess að það sé verið að vinna í neinum lausnum fyrir fólk sem er virkilega í íbúðavandræðum,“ segir hann. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vona að þær íbúðir sem Búseti reisir í samstarfi við borgina verði ódýrari en þær sem nú eru auglýstar. „Mér finnst þetta nú virka frekar hátt satt best að segja. En hjá Búseta þá tekur verðlagningin mið af kostnaði við hvert verkefni fyrir sig. Við erum á leiðinni í þrjú ný verkefni með búseta og ég vonast til þess að þar náum við að halda verðinu niðri, eða þeir öllu heldur.“ Tengdar fréttir Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Búseturéttur fimmtíu og sjö íbúða í Smiðjuholti eru nú auglýstur félagsmönnum til sölu. Framkvæmdastjóri Búseta segir markhópinn vera fólk sem vill vera miðsvæðis og borga meira fyrir það. 11. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Samtök leigjenda á Íslandi gagnrýna hátt verð á nýjum íbúðum sem Búseti hefur nú til sölu, þar sem mánaðargreiðslur eru allt upp í 400 þúsund krónur. Borgarstjóri segist vona að íbúðir sem borgin seldi Búseta á kostnaðarverði án útboðs, til að koma til móts við eignaminna fólk og leigjendur, verði ódýrari. Búseti auglýsti í byrjun ágúst i 70 búseturétti í 6 nýbyggingum til sölu. Verðin eru mismunandi eftir gerð íbúða en mánaðarlegar greiðslur eru allt frá 150 þúsund krónum upp í fjögur hundruð þúsund. Sem dæmi má taka að ef valin er B-leið á 128 fermetra íbúð í Einholti er mánaðarlegt búsetugjald rúmlega þrjú hundruð tuttugu og fimmtán þúsund krónur. Búseturétturinn kostar rúmar sjö milljónir og þar af fara fjórar og hálf til eignamyndunar. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að búseturétturinn sé dýrari en oft áður, meðal annars vegna hærri byggingarkostnaðar sökum aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð. Þrátt fyrir það sé eftirspurnin mikil og margir vilja bjóða hærra en uppsett verð í réttinn. Búseti fékk fyrir skömmu vilyrði frá Reykjavíkurborg fyrir uppbyggingu íbúða á lóð Keilugranda, án útboðs, til að koma til móts við húsnæðisvanda leigjenda og eignalítils fólks. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi segir þetta ekki vera leiðina til þess. „Búseturéttargjaldið er það hátt og mánaðarkostnaðurinn er náttúrlega alveg út úr korti. Eins og formaður Búseta segir sjálfur þá eru þetta íbúðir fyrir efnameira fólk. Og þetta eru ekki margar íbúðir svo það er engin lausn í þessu.“ Hólmsteinn segir að leigjendur hafi upp til hópa ekki efni á búsetuúrræðinu. „En aftur á móti þá er ekkert sem bendir til þess að það sé verið að vinna í neinum lausnum fyrir fólk sem er virkilega í íbúðavandræðum,“ segir hann. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vona að þær íbúðir sem Búseti reisir í samstarfi við borgina verði ódýrari en þær sem nú eru auglýstar. „Mér finnst þetta nú virka frekar hátt satt best að segja. En hjá Búseta þá tekur verðlagningin mið af kostnaði við hvert verkefni fyrir sig. Við erum á leiðinni í þrjú ný verkefni með búseta og ég vonast til þess að þar náum við að halda verðinu niðri, eða þeir öllu heldur.“
Tengdar fréttir Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Búseturéttur fimmtíu og sjö íbúða í Smiðjuholti eru nú auglýstur félagsmönnum til sölu. Framkvæmdastjóri Búseta segir markhópinn vera fólk sem vill vera miðsvæðis og borga meira fyrir það. 11. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Búseturéttur fimmtíu og sjö íbúða í Smiðjuholti eru nú auglýstur félagsmönnum til sölu. Framkvæmdastjóri Búseta segir markhópinn vera fólk sem vill vera miðsvæðis og borga meira fyrir það. 11. ágúst 2016 06:00