Leigjendasamtökin segja íbúðir Búseta enga lausn fyrir leigjendur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 18:26 Samtök leigjenda á Íslandi gagnrýna hátt verð á nýjum íbúðum sem Búseti hefur nú til sölu, þar sem mánaðargreiðslur eru allt upp í 400 þúsund krónur. Borgarstjóri segist vona að íbúðir sem borgin seldi Búseta á kostnaðarverði án útboðs, til að koma til móts við eignaminna fólk og leigjendur, verði ódýrari. Búseti auglýsti í byrjun ágúst i 70 búseturétti í 6 nýbyggingum til sölu. Verðin eru mismunandi eftir gerð íbúða en mánaðarlegar greiðslur eru allt frá 150 þúsund krónum upp í fjögur hundruð þúsund. Sem dæmi má taka að ef valin er B-leið á 128 fermetra íbúð í Einholti er mánaðarlegt búsetugjald rúmlega þrjú hundruð tuttugu og fimmtán þúsund krónur. Búseturétturinn kostar rúmar sjö milljónir og þar af fara fjórar og hálf til eignamyndunar. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að búseturétturinn sé dýrari en oft áður, meðal annars vegna hærri byggingarkostnaðar sökum aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð. Þrátt fyrir það sé eftirspurnin mikil og margir vilja bjóða hærra en uppsett verð í réttinn. Búseti fékk fyrir skömmu vilyrði frá Reykjavíkurborg fyrir uppbyggingu íbúða á lóð Keilugranda, án útboðs, til að koma til móts við húsnæðisvanda leigjenda og eignalítils fólks. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi segir þetta ekki vera leiðina til þess. „Búseturéttargjaldið er það hátt og mánaðarkostnaðurinn er náttúrlega alveg út úr korti. Eins og formaður Búseta segir sjálfur þá eru þetta íbúðir fyrir efnameira fólk. Og þetta eru ekki margar íbúðir svo það er engin lausn í þessu.“ Hólmsteinn segir að leigjendur hafi upp til hópa ekki efni á búsetuúrræðinu. „En aftur á móti þá er ekkert sem bendir til þess að það sé verið að vinna í neinum lausnum fyrir fólk sem er virkilega í íbúðavandræðum,“ segir hann. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vona að þær íbúðir sem Búseti reisir í samstarfi við borgina verði ódýrari en þær sem nú eru auglýstar. „Mér finnst þetta nú virka frekar hátt satt best að segja. En hjá Búseta þá tekur verðlagningin mið af kostnaði við hvert verkefni fyrir sig. Við erum á leiðinni í þrjú ný verkefni með búseta og ég vonast til þess að þar náum við að halda verðinu niðri, eða þeir öllu heldur.“ Tengdar fréttir Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Búseturéttur fimmtíu og sjö íbúða í Smiðjuholti eru nú auglýstur félagsmönnum til sölu. Framkvæmdastjóri Búseta segir markhópinn vera fólk sem vill vera miðsvæðis og borga meira fyrir það. 11. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Samtök leigjenda á Íslandi gagnrýna hátt verð á nýjum íbúðum sem Búseti hefur nú til sölu, þar sem mánaðargreiðslur eru allt upp í 400 þúsund krónur. Borgarstjóri segist vona að íbúðir sem borgin seldi Búseta á kostnaðarverði án útboðs, til að koma til móts við eignaminna fólk og leigjendur, verði ódýrari. Búseti auglýsti í byrjun ágúst i 70 búseturétti í 6 nýbyggingum til sölu. Verðin eru mismunandi eftir gerð íbúða en mánaðarlegar greiðslur eru allt frá 150 þúsund krónum upp í fjögur hundruð þúsund. Sem dæmi má taka að ef valin er B-leið á 128 fermetra íbúð í Einholti er mánaðarlegt búsetugjald rúmlega þrjú hundruð tuttugu og fimmtán þúsund krónur. Búseturétturinn kostar rúmar sjö milljónir og þar af fara fjórar og hálf til eignamyndunar. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að búseturétturinn sé dýrari en oft áður, meðal annars vegna hærri byggingarkostnaðar sökum aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð. Þrátt fyrir það sé eftirspurnin mikil og margir vilja bjóða hærra en uppsett verð í réttinn. Búseti fékk fyrir skömmu vilyrði frá Reykjavíkurborg fyrir uppbyggingu íbúða á lóð Keilugranda, án útboðs, til að koma til móts við húsnæðisvanda leigjenda og eignalítils fólks. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi segir þetta ekki vera leiðina til þess. „Búseturéttargjaldið er það hátt og mánaðarkostnaðurinn er náttúrlega alveg út úr korti. Eins og formaður Búseta segir sjálfur þá eru þetta íbúðir fyrir efnameira fólk. Og þetta eru ekki margar íbúðir svo það er engin lausn í þessu.“ Hólmsteinn segir að leigjendur hafi upp til hópa ekki efni á búsetuúrræðinu. „En aftur á móti þá er ekkert sem bendir til þess að það sé verið að vinna í neinum lausnum fyrir fólk sem er virkilega í íbúðavandræðum,“ segir hann. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vona að þær íbúðir sem Búseti reisir í samstarfi við borgina verði ódýrari en þær sem nú eru auglýstar. „Mér finnst þetta nú virka frekar hátt satt best að segja. En hjá Búseta þá tekur verðlagningin mið af kostnaði við hvert verkefni fyrir sig. Við erum á leiðinni í þrjú ný verkefni með búseta og ég vonast til þess að þar náum við að halda verðinu niðri, eða þeir öllu heldur.“
Tengdar fréttir Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Búseturéttur fimmtíu og sjö íbúða í Smiðjuholti eru nú auglýstur félagsmönnum til sölu. Framkvæmdastjóri Búseta segir markhópinn vera fólk sem vill vera miðsvæðis og borga meira fyrir það. 11. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Búseturéttur fimmtíu og sjö íbúða í Smiðjuholti eru nú auglýstur félagsmönnum til sölu. Framkvæmdastjóri Búseta segir markhópinn vera fólk sem vill vera miðsvæðis og borga meira fyrir það. 11. ágúst 2016 06:00