Borgin lét Búseta fá verðmætar lóðir án útboðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2014 12:52 Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á miðvikudag metnaðarfulla íbúðauppbyggingu sem er fyrirhuguð í borginni. Í flestum tilvikum hefur deiliskipulag verið samþykkt en í sumum tilvikum er það í vinnslu. Samhliða því birti borgin þetta kynningarmyndband á YouTube sem sýnir með myndrænum hætti hvers konar byggð muni rísa og í hvaða hverfum. Í glærukynningu sem Dagur studdist við á fundinum á miðvikudag kemur fram að félagið Búseti, sem er húsnæðissamvinnufélag rekið án hagnaðarsjónarmiða, hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir 78 íbúðir á Keilugranda. Þá byggir Búseti 203 íbúðir í Smiðjuholti á loð við hlið Einholts og Þverholts sem Búseti keypti af fasteignafélaginu Reginn. Átján raðhúsalóðum var úthlutað til Búseta við Reynisvatnsás og að lokum má nefna lóð undir 50 búseturéttaríbúðir í Suður-Mjódd. Íöllum þessum tilvikum, að Smiðjuholtinu undanskildu, var það Reykjavíkurborg sem úthlutaði Búseta lóðir undir íbúðirnar eða gaf vilyrði fyrir slíkri úthlutun.Voru þessar lóðir boðnar út? „Nei, þessar lóðir voru ekki boðnar út og ekki heldur lóðir fyrir stúdentaíbúðir. Við erum með það sem hluta af áætlun í húsnæðismálum að láta uppbyggingarfélög, sem eru að búa til húsnæði inn á leigumarkað og búseturéttaríbúðir sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, hafa lóðir til þess að ná markmiðum um heilbrigðari húsnæðismarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vilja tryggja fjölbreytni Að mati borgarstjóra eru almannahagsmunir sem snúa að nægilegu framboði af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sem réttlæta tekjumissi borgarinnar af útboði þessara lóða. „Í sumum tilvikum er það alveg rétt að við gætum boðið þessar lóðir hæstbjóðanda og fengið hundruð milljóna fyrir en við viljum að á eftirsóttum svæðum byggist ekki bara stórar og dýrar íbúðir sem einungis sumir Reykvíkingar hafa efni á heldur viljum við tryggja fjölbreytnina. Þannig að þarna fái líka leigufélög og búseturéttarfélög, sem vilja ódýrt húsnæði fyrir venjulegt fólk, aðgang að eftirsóttu landi,“ segir Dagur. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á miðvikudag metnaðarfulla íbúðauppbyggingu sem er fyrirhuguð í borginni. Í flestum tilvikum hefur deiliskipulag verið samþykkt en í sumum tilvikum er það í vinnslu. Samhliða því birti borgin þetta kynningarmyndband á YouTube sem sýnir með myndrænum hætti hvers konar byggð muni rísa og í hvaða hverfum. Í glærukynningu sem Dagur studdist við á fundinum á miðvikudag kemur fram að félagið Búseti, sem er húsnæðissamvinnufélag rekið án hagnaðarsjónarmiða, hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir 78 íbúðir á Keilugranda. Þá byggir Búseti 203 íbúðir í Smiðjuholti á loð við hlið Einholts og Þverholts sem Búseti keypti af fasteignafélaginu Reginn. Átján raðhúsalóðum var úthlutað til Búseta við Reynisvatnsás og að lokum má nefna lóð undir 50 búseturéttaríbúðir í Suður-Mjódd. Íöllum þessum tilvikum, að Smiðjuholtinu undanskildu, var það Reykjavíkurborg sem úthlutaði Búseta lóðir undir íbúðirnar eða gaf vilyrði fyrir slíkri úthlutun.Voru þessar lóðir boðnar út? „Nei, þessar lóðir voru ekki boðnar út og ekki heldur lóðir fyrir stúdentaíbúðir. Við erum með það sem hluta af áætlun í húsnæðismálum að láta uppbyggingarfélög, sem eru að búa til húsnæði inn á leigumarkað og búseturéttaríbúðir sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, hafa lóðir til þess að ná markmiðum um heilbrigðari húsnæðismarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vilja tryggja fjölbreytni Að mati borgarstjóra eru almannahagsmunir sem snúa að nægilegu framboði af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sem réttlæta tekjumissi borgarinnar af útboði þessara lóða. „Í sumum tilvikum er það alveg rétt að við gætum boðið þessar lóðir hæstbjóðanda og fengið hundruð milljóna fyrir en við viljum að á eftirsóttum svæðum byggist ekki bara stórar og dýrar íbúðir sem einungis sumir Reykvíkingar hafa efni á heldur viljum við tryggja fjölbreytnina. Þannig að þarna fái líka leigufélög og búseturéttarfélög, sem vilja ódýrt húsnæði fyrir venjulegt fólk, aðgang að eftirsóttu landi,“ segir Dagur.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira