Borgin lét Búseta fá verðmætar lóðir án útboðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2014 12:52 Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á miðvikudag metnaðarfulla íbúðauppbyggingu sem er fyrirhuguð í borginni. Í flestum tilvikum hefur deiliskipulag verið samþykkt en í sumum tilvikum er það í vinnslu. Samhliða því birti borgin þetta kynningarmyndband á YouTube sem sýnir með myndrænum hætti hvers konar byggð muni rísa og í hvaða hverfum. Í glærukynningu sem Dagur studdist við á fundinum á miðvikudag kemur fram að félagið Búseti, sem er húsnæðissamvinnufélag rekið án hagnaðarsjónarmiða, hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir 78 íbúðir á Keilugranda. Þá byggir Búseti 203 íbúðir í Smiðjuholti á loð við hlið Einholts og Þverholts sem Búseti keypti af fasteignafélaginu Reginn. Átján raðhúsalóðum var úthlutað til Búseta við Reynisvatnsás og að lokum má nefna lóð undir 50 búseturéttaríbúðir í Suður-Mjódd. Íöllum þessum tilvikum, að Smiðjuholtinu undanskildu, var það Reykjavíkurborg sem úthlutaði Búseta lóðir undir íbúðirnar eða gaf vilyrði fyrir slíkri úthlutun.Voru þessar lóðir boðnar út? „Nei, þessar lóðir voru ekki boðnar út og ekki heldur lóðir fyrir stúdentaíbúðir. Við erum með það sem hluta af áætlun í húsnæðismálum að láta uppbyggingarfélög, sem eru að búa til húsnæði inn á leigumarkað og búseturéttaríbúðir sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, hafa lóðir til þess að ná markmiðum um heilbrigðari húsnæðismarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vilja tryggja fjölbreytni Að mati borgarstjóra eru almannahagsmunir sem snúa að nægilegu framboði af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sem réttlæta tekjumissi borgarinnar af útboði þessara lóða. „Í sumum tilvikum er það alveg rétt að við gætum boðið þessar lóðir hæstbjóðanda og fengið hundruð milljóna fyrir en við viljum að á eftirsóttum svæðum byggist ekki bara stórar og dýrar íbúðir sem einungis sumir Reykvíkingar hafa efni á heldur viljum við tryggja fjölbreytnina. Þannig að þarna fái líka leigufélög og búseturéttarfélög, sem vilja ódýrt húsnæði fyrir venjulegt fólk, aðgang að eftirsóttu landi,“ segir Dagur. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á miðvikudag metnaðarfulla íbúðauppbyggingu sem er fyrirhuguð í borginni. Í flestum tilvikum hefur deiliskipulag verið samþykkt en í sumum tilvikum er það í vinnslu. Samhliða því birti borgin þetta kynningarmyndband á YouTube sem sýnir með myndrænum hætti hvers konar byggð muni rísa og í hvaða hverfum. Í glærukynningu sem Dagur studdist við á fundinum á miðvikudag kemur fram að félagið Búseti, sem er húsnæðissamvinnufélag rekið án hagnaðarsjónarmiða, hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir 78 íbúðir á Keilugranda. Þá byggir Búseti 203 íbúðir í Smiðjuholti á loð við hlið Einholts og Þverholts sem Búseti keypti af fasteignafélaginu Reginn. Átján raðhúsalóðum var úthlutað til Búseta við Reynisvatnsás og að lokum má nefna lóð undir 50 búseturéttaríbúðir í Suður-Mjódd. Íöllum þessum tilvikum, að Smiðjuholtinu undanskildu, var það Reykjavíkurborg sem úthlutaði Búseta lóðir undir íbúðirnar eða gaf vilyrði fyrir slíkri úthlutun.Voru þessar lóðir boðnar út? „Nei, þessar lóðir voru ekki boðnar út og ekki heldur lóðir fyrir stúdentaíbúðir. Við erum með það sem hluta af áætlun í húsnæðismálum að láta uppbyggingarfélög, sem eru að búa til húsnæði inn á leigumarkað og búseturéttaríbúðir sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, hafa lóðir til þess að ná markmiðum um heilbrigðari húsnæðismarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vilja tryggja fjölbreytni Að mati borgarstjóra eru almannahagsmunir sem snúa að nægilegu framboði af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sem réttlæta tekjumissi borgarinnar af útboði þessara lóða. „Í sumum tilvikum er það alveg rétt að við gætum boðið þessar lóðir hæstbjóðanda og fengið hundruð milljóna fyrir en við viljum að á eftirsóttum svæðum byggist ekki bara stórar og dýrar íbúðir sem einungis sumir Reykvíkingar hafa efni á heldur viljum við tryggja fjölbreytnina. Þannig að þarna fái líka leigufélög og búseturéttarfélög, sem vilja ódýrt húsnæði fyrir venjulegt fólk, aðgang að eftirsóttu landi,“ segir Dagur.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira