Sport

Gerðu hlé á NFL-leik til þess að horfa á Phelps | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Augu heimsins voru einu sinni sem oftar á Michael Phelps í nótt.
Augu heimsins voru einu sinni sem oftar á Michael Phelps í nótt. mynd/twitter
Undirbúningstímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt og meðal annars var leikur hjá Baltimore Ravens en Michael Phelps er frá Baltimore.

Áhorfendur fjölmenntu á leikinn og félagið auglýsti sérstaklega fyrir leik að fjórsundið hjá Phelps yrði sýnt á risaskjám á vellinum.

Þegar það kom svo að þessu sögulega sundi hjá Phelps þá var einfaldlega gert hlé á leiknum svo allir gætu séð sundið. Áhorfendur sem og leikmenn.

Það reyndist vera góð ákvörðun þar sem Phelps vann enn ein gullverðlaunin og sló 2.168 ára gamalt met í leiðinni.

Áhorfendur fögnuðu gríðarlega þegar Phelps kom í mark eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Phelps sló 2.168 ára gamalt met

Ef það var einhver vafi á því hver væri besti keppandi á Ólympíuleikunum frá upphafi þá drukknaði sá vafi í lauginni í Ríó í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×