Sport

Guðni Valur komst ekki í úrslit

Guðni Valur Guðnason.
Guðni Valur Guðnason. Vísir/Anton
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komst ekki í úrslit í kringlukastkeppni Ólympíuleikanna í dag.

Fyrsta kastið hans Guðna var upp á 53,51 metra. Allt of stutt. Annað kastið var miklu betra enda upp á 60,45 metra. Síðasta kastið hans fór 59,37 metra. Það var einfaldlega of lítið hjá Guðna að þessu sinni og hann hefur því lokið keppni að þessu sinni.

Guðni Valur var nokkuð frá sínu besta en hann á best 63,50 metra. Í ár hefur hann aftur á móti kastað lengst 61,20 metra.

Frumraun hins unga og metnaðarfulla Guðna Vals er því á enda en hann hefur væntanlega lært mikið af þátttöku sinni á þessum leikum og hann hefur sett stefnuna á gull eftir fjögur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×